Innlent

Ekkert bólar á Skaftárhlaupinu

Ekkert hefur gerst í nótt sem bendir til þess að Skaftárhlaup sé hafið eða að hefjast. Flugmaður tilkynnti um það í gær að íshellan yfir vestari katlinum hefði sigið, sem er merki um hlaup.



Snorri Zophoníasarson hjá Veðurstofunni segir hinsvegar að enn bendi ekkert til þess að eitthvað sé að gerast en þó mælist ketilvatn í ánni. Hafi hlaupið úr katlinum í gær tekur það vatnið um tuttugu til tuttugu og fjóra tíma að renna út í Skaftá en sextíu kílómetra leið er úr katlinum og að ánni.



Í gærmorgun varð vart við jarðhræringar á svæðinu en nóttin var hinsvegar róleg.


Tengdar fréttir

Aldrei verið jafnfljótir að sjá hlaupið

"Við höfum aldrei verið svona fljótir að sjá þetta," segir Snorri Zóphóníasson, jarðfræðingur hjá Veðurstofunni, um Skaftárhlaup sem hófst í nótt. Hlaupið er enn ekki komið undan jöklinum, er í um 20 km fjarlægð frá jökulsporðinum og mun ekki ná í Skaftá fyrr en seint í kvöld eða á morgun.

Hlaup að hefjast í Skaftá

Hlaup hófst í Skaftá í gærkveldi eða nótta. Þetta var staðfest fyrir hádegi í dag þegar flugmaður flaug yfir svæðið. Hlaupið kemur úr vestri katlinum og staðsetning ísskjálfta bendir til að hlaupvatnið sí nú í um 20 km fjarlægð frá jökulsporðinum. Því mun hlaupið ekki ná í Skaftá fyrr en seint í kvöld eða snemma á morgun.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×