Samningaviðræður um vopnahlé á Gaza svæðinu halda áfram núna í morgunsárið en ekki tókst að ljúka viðræðunum í gærkvöldi.
Sprengjum ringdi yfir Gaza í gærköldi þrátt fyrir viðræðurnar og Palestínumenn svöruðu með eldflaugaárásum á Ísraels. Þar af hæfði ein langdræg eldflaug átta hæða hús í úthverfi Tel Aviv.
Hillary Clinton utanríkisráðherra Bandaríkjanna mun heimsækja Vesturbakkann í dag og halda síðan til Kaíró en þar á að reyna til þrautar að ná samkomulagi um vopnahlé í dag.
Nú hafa yfir 130 Palestrínumenn fallið í átökunum síðan í síðustu viku og fimm Ísraelsmenn.
Reynt til þrautar að ná samkomulagi um vopnahlé á Gaza
