Erlent

Bedi hennar Helgu játar sök - Lögreglan segir svikin Machiavellísk

Helga og Bedi með Obama á góðum degi.
Helga og Bedi með Obama á góðum degi.
Vickram Bedi, fyrrverandi sambýlismaður hinnar íslensku Helgu Ingvarsdóttur, hefur játað sök í stórfelldu svikamáli gegn tónskáldinu og ayuðkýfingnum Roger Davidson í Bandaríkjunum en þau voru handtekin fyrir tveimur árum síðan.

Frá þessu er greint á erlendum vefsíðum auk þess sem RÚV greindi frá málinu. Þar kom fram að Bedi viðurkennir að hann hafi svikið 20 milljónuir bandaríkjadala út úr tónskáldinu, en lögreglan segir í bandarískum fjölmiðlum að svikin hafi verið beinlínis Machiavellísk en þar er vitnað til flókinna fléttu hrappanna.

Helga hefur þegar játað á sig stórfelldan þjófnað en það gerði hún árið 2010. Dómur yfir henni verður kveðinn upp 29. janúar.

Parið spann gríðarlega flókna lygasögu um tölvuvírus til að hræða Davidsson og svíkja út úr honum fé.

Á sex ára tímabili, frá 2004-2010 notuðu Bedi og Helga tölvufyrirtæki sitt Datalink Computer Products til að svíkja féð smám saman af Davidsson með því að skuldfæra á krítakort hans mánaðarlega.

Bedi sagði tónskáldinu meðal annars að vírusinn mætti rekja til tölvu í Hondúras. Frændi hans væri liðsforingi í indverska hernum og gæti því flogið á indverskri herflugvél til Hondúras og sótt harða diskinn með vírusnum. Þá sagði hann að frændinn hefði komist yfir upplýsingar um að pólskir prestar tengdir Opus Dei vildu vinna Davidsson mein. Ofan á allt annað átti leyniþjónusta Bandaríkjanna að vera að fylgjast með honum. Bedi og Helga voru handtekin í byrjun nóvember 2010.

Bedi átti yfir höfði sér allt að 25 ára fangelsi en með játningunni verður refsiraminn þrjú til níu ár.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×