Innlent

Þekktur ofbeldismaður í haldi eftir hrottalega líkamsárás á Þjóðhátíð

Frá tónleikum í Herjólfsdal í gærkvöldi.
Frá tónleikum í Herjólfsdal í gærkvöldi. Mynd/Óskar P. Friðriksson
Karlmaður sem varð fyrir hrottalegri líkamsárás á Þjóðhátíð í Vestmannaeyjum í nótt er líklega höfuðkúpubrotinn og verður mögulega fluttur með sjúkraflugi til Reykjavíkur í dag til frekari rannsókna. Þekktur ofbeldismaður er í haldi lögreglu grunaður um að hafa veitt honum áverka.

Samkvæmt upplýsingum frá lögreglu verður hann yfirheyrður síðdegis en varðstjóri hjá lögreglu segir að árásin sé ekki þess eðlis að krafist verður gæsluvarðhalds yfir honum.

Mikill erill var hjá lögreglunni í Eyjum í nótt, þá sérstaklega þegar leið á nóttina. Yfir 20 fíkniefnamál komu inn á borð lögreglu og þá hefur ein nauðgun verið kærð til lögreglu. Nánari upplýsingar fást ekki að svo stöddu þar sem rannsóknin er á viðkvæmu stigi.


Tengdar fréttir

Játar hrottalega líkamsárás í Herjólfsdal

Þekktur ofbeldismaður hefur játað að hafa ráðist á mann á Þjóðhátíð í nótt og sýna upptökur úr eftirlitsmyndavél hve hrottaleg líkamsárásin var. Ein nauðgun hefur verið kærð á hátíðinni og fjöldi fíkniefnamála komið inn á borð lögreglu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×