Innlent

Ætlar að djamma í Reykjavík í kvöld

Ronan Keating er ekki bara góður söngvari heldur líka vinsæll hjá kvenþjóðinni.
Ronan Keating er ekki bara góður söngvari heldur líka vinsæll hjá kvenþjóðinni. nordic photos/getty
Söngvarinn Ronan Keating er lentur á Íslandi en eins og kunnugt er syngur hann fyrir þjóðhátíðargesti á sunnudagskvöld í Herjólfsdal. Samkvæmt upplýsingum Vísis hefur Keating ásamt yfir tuttugu vinum sínum, sem eru með honum í för, pantað sér borð á skemmistaðnum Austur í kvöld þar sem hann ætlar að tjútta áður en hann leggur af stað til Vestmannaeyja annað kvöld.

Söngvarinn sagði í viðtali við Fréttablaðið fyrr í mánuðinum að hann væri meðvitaður um að íslenskt kvenfólk sé talið með því fallegasta í heiminum en þessi 35 ára hjartaknúsari skildi nýverið við eiginkonu sína til fjórtán ára.

Í Fréttablaðinu var hann spurður að því hvort hann væri tilbúinn að hleypa ástinni inn í líf sitt á ný og svaraði hann: „Ef ég hitti réttu stelpuna er aldrei að vita."

Keating á mörg heimsfræg lög og má þar nefna Life is a Rollercoaster og When You Say Notingh at All.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×