„Afsökunarbeiðni biskups er merkingarlaus" 28. júní 2011 15:30 Séra Pétur Bürcher, biskup kaþólsku kirkjunnar á Íslandi Alþjóðleg samtök fólks sem hefur verið misnotað af prestum skora á biskup kaþólsku kirkjunnar á Íslandi að greina opinberlega frá nöfnum allra þeirra kirkjunnar manna sem misnotað hafa börn. Þá hvetja þau til þess að á vef kaþólsku kirkjunnar verði birt nöfn og búseta allra slíkra níðinga sem starfað hafa hjá kaþólski kirkjunni á Íslandi. Samtökin, sem á ensku kallast Survivors Network of those Abused by Priests, eða SNAP, senda út tilkynningu þessa efnis, að því er virðist af því tilefni að kaþólski biskupinn á Íslandi, séra Pétur Bürcher, sendi frá sér yfirlýsingu í morgun. Þar segist hann biðja alla þá afsökunar sem kunna að hafa orðið fyrir ofbeldi af hálfu kirkjunnar manna en jafnframt að sett verði á laggirnar rannsóknarnefnd á kynferðisbrotum innan kirkjunnar. „Afsökunarbeiðni biskups er merkingarlaus. Það eru aðgerðir, ekki orð, sem vernda börn," segir í yfirlýsingu sem formaður SNAP er skrifuð fyrir, Barbara Blaine. „Engin stofnun getur haft eftirlit með sjálfri sér, sérstaklega ekki forneskjuleg og stíf klerkaregla að hætti feðraveldisins eins og kaþólska kirkjan, sem hefur skelfilega ferilsskrá þegar kemur að viðbjóðslegum kynferðisbrotum gegn börnum," segir í yfirlýsingu Barböru. Hún segir mikilvægt að fórnlarlömb níðinganna og vitni að níðingshættinum að segja frá. Þó sé mikilvægt að þeir gefi sig fram við veraldlegt yfirvald, ekki kirkjuna. Með yfirlýsingunni lætur Barbara fylgja með tengil á umfjöllun Reykjavík Grapewine um málefni kaþólsku kirkjunnar.Heimasíða SNAP. Tengdar fréttir Fagráð taki fyrir ásakanir um kynferðislega misnotkun Kaþólska kirkjan á Íslandi fundaði í dag um ásakanir um kynferðislega misnotkun innan kirkjunnar sem fjallað hefur verið um undanfarið. Viðbrögð kirkjunnar er að vænta í kvöld eða í fyrramálið. 27. júní 2011 18:30 Viðurkenndi að hafa brotið rúðurnar Allt að fjórtán rúður voru brotnar húsi kaþólska biskupsins við Hávallagötu í Reykjavík í nótt. 24. júní 2011 18:25 Kaþólska rannsóknarskýrslan ekki birt almenningi Í fréttatilkynningu frá Pétri Bürcher, biskupi kaþólsku kirkjunnar hér á landi, kemur fram að rannsóknarskýrsla, um kynferðisbrot starfsmanna kirkjunnar, verði ekki birt almenningi, heldur aðeins helstu niðurstöður og tillögur til úrbóta. 28. júní 2011 12:50 Mest lesið Setur „stærsta samning í sögunni“ í uppnám Erlent Karólína Helga skákaði sitjandi oddvita í Hafnarfirði Innlent Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Innlent Líkir kærunni við „faglega aftöku“ Innlent Hundruð hermanna í viðbragðsstöðu vegna Minnesota Erlent Myndir: Þúsundir mótmæltu á Grænlandi Erlent Segir þúsundir hafa dáið á grimmilegan máta Erlent Evrópuleiðtogar bregðast við: „Við látum ekki fjárkúga okkur“ Erlent Einn endaði á hliðinni og þrjú klemmdust á milli Innlent Ekki útilokað að Ísland sæti Grænlandstollum Erlent Fleiri fréttir Heimsmálin, Grænland, menntun og fjölmiðlun á Sprengisandi Karólína Helga skákaði sitjandi oddvita í Hafnarfirði Ísland standi með Grænlandi og Danmörku Vonar að skólarnir verði frjálsir frá símum í haust Álagning aldrei hærri: Eldsneytisverð hefði átt að lækka enn frekar Líkir kærunni við „faglega aftöku“ „Vegferð ákæruvaldsins til skammar“ Menntamálaráðherra tekur yfir hjúkrunarheimilin Fjögur handtekin á Akureyri grunuð um innbrot Viðvarandi óvissuástand bitni á langtímaáætlunum fyrirtækja Einn endaði á hliðinni og þrjú klemmdust á milli Var í símanum við neyðarlínuna þegar ekið var aftan á hann Ákvörðunin á ábyrgð stjórnenda Icelandair en ekki flugmanna „Hef hvergi hallað réttu máli“ Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Fá þau að vera aftur á lista með Hildi? Fimm bíla árekstur á Reykjanesbraut og tveir fluttir á slysadeild Eigum eftir að sjá hvort Guðbrandur bæti upp fyrir hegðun sína Umfangsmikil lögregluaðgerð við Glerárgötu á Akureyri Öryrkjar eru með hærri laun en eldri borgarar Borgarstjóri fór með rangt mál Gagnrýnin hugsun skipti máli Krafa um að Margrét Löf verði gerð arflaus fer fyrir Landsrétt Hófu niðurrif á félagsheimilinu í leyfisleysi: „Skaðinn er skeður“ Fjórir slást um oddvitasæti Viðreisnar Afsögn þingmanns, hótanir Trumps og í beinni frá Svíþjóð Mun hærri dánartíðni og meiri örorka hjá fyrrum vöggustofubörnum „Í mínum huga eru þetta klárar ærumeiðingar“ Vilja Laugardalshöll líkt og þeim var lofað Kviknaði í Svarta sauðnum í Þorlákshöfn Sjá meira
Alþjóðleg samtök fólks sem hefur verið misnotað af prestum skora á biskup kaþólsku kirkjunnar á Íslandi að greina opinberlega frá nöfnum allra þeirra kirkjunnar manna sem misnotað hafa börn. Þá hvetja þau til þess að á vef kaþólsku kirkjunnar verði birt nöfn og búseta allra slíkra níðinga sem starfað hafa hjá kaþólski kirkjunni á Íslandi. Samtökin, sem á ensku kallast Survivors Network of those Abused by Priests, eða SNAP, senda út tilkynningu þessa efnis, að því er virðist af því tilefni að kaþólski biskupinn á Íslandi, séra Pétur Bürcher, sendi frá sér yfirlýsingu í morgun. Þar segist hann biðja alla þá afsökunar sem kunna að hafa orðið fyrir ofbeldi af hálfu kirkjunnar manna en jafnframt að sett verði á laggirnar rannsóknarnefnd á kynferðisbrotum innan kirkjunnar. „Afsökunarbeiðni biskups er merkingarlaus. Það eru aðgerðir, ekki orð, sem vernda börn," segir í yfirlýsingu sem formaður SNAP er skrifuð fyrir, Barbara Blaine. „Engin stofnun getur haft eftirlit með sjálfri sér, sérstaklega ekki forneskjuleg og stíf klerkaregla að hætti feðraveldisins eins og kaþólska kirkjan, sem hefur skelfilega ferilsskrá þegar kemur að viðbjóðslegum kynferðisbrotum gegn börnum," segir í yfirlýsingu Barböru. Hún segir mikilvægt að fórnlarlömb níðinganna og vitni að níðingshættinum að segja frá. Þó sé mikilvægt að þeir gefi sig fram við veraldlegt yfirvald, ekki kirkjuna. Með yfirlýsingunni lætur Barbara fylgja með tengil á umfjöllun Reykjavík Grapewine um málefni kaþólsku kirkjunnar.Heimasíða SNAP.
Tengdar fréttir Fagráð taki fyrir ásakanir um kynferðislega misnotkun Kaþólska kirkjan á Íslandi fundaði í dag um ásakanir um kynferðislega misnotkun innan kirkjunnar sem fjallað hefur verið um undanfarið. Viðbrögð kirkjunnar er að vænta í kvöld eða í fyrramálið. 27. júní 2011 18:30 Viðurkenndi að hafa brotið rúðurnar Allt að fjórtán rúður voru brotnar húsi kaþólska biskupsins við Hávallagötu í Reykjavík í nótt. 24. júní 2011 18:25 Kaþólska rannsóknarskýrslan ekki birt almenningi Í fréttatilkynningu frá Pétri Bürcher, biskupi kaþólsku kirkjunnar hér á landi, kemur fram að rannsóknarskýrsla, um kynferðisbrot starfsmanna kirkjunnar, verði ekki birt almenningi, heldur aðeins helstu niðurstöður og tillögur til úrbóta. 28. júní 2011 12:50 Mest lesið Setur „stærsta samning í sögunni“ í uppnám Erlent Karólína Helga skákaði sitjandi oddvita í Hafnarfirði Innlent Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Innlent Líkir kærunni við „faglega aftöku“ Innlent Hundruð hermanna í viðbragðsstöðu vegna Minnesota Erlent Myndir: Þúsundir mótmæltu á Grænlandi Erlent Segir þúsundir hafa dáið á grimmilegan máta Erlent Evrópuleiðtogar bregðast við: „Við látum ekki fjárkúga okkur“ Erlent Einn endaði á hliðinni og þrjú klemmdust á milli Innlent Ekki útilokað að Ísland sæti Grænlandstollum Erlent Fleiri fréttir Heimsmálin, Grænland, menntun og fjölmiðlun á Sprengisandi Karólína Helga skákaði sitjandi oddvita í Hafnarfirði Ísland standi með Grænlandi og Danmörku Vonar að skólarnir verði frjálsir frá símum í haust Álagning aldrei hærri: Eldsneytisverð hefði átt að lækka enn frekar Líkir kærunni við „faglega aftöku“ „Vegferð ákæruvaldsins til skammar“ Menntamálaráðherra tekur yfir hjúkrunarheimilin Fjögur handtekin á Akureyri grunuð um innbrot Viðvarandi óvissuástand bitni á langtímaáætlunum fyrirtækja Einn endaði á hliðinni og þrjú klemmdust á milli Var í símanum við neyðarlínuna þegar ekið var aftan á hann Ákvörðunin á ábyrgð stjórnenda Icelandair en ekki flugmanna „Hef hvergi hallað réttu máli“ Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Fá þau að vera aftur á lista með Hildi? Fimm bíla árekstur á Reykjanesbraut og tveir fluttir á slysadeild Eigum eftir að sjá hvort Guðbrandur bæti upp fyrir hegðun sína Umfangsmikil lögregluaðgerð við Glerárgötu á Akureyri Öryrkjar eru með hærri laun en eldri borgarar Borgarstjóri fór með rangt mál Gagnrýnin hugsun skipti máli Krafa um að Margrét Löf verði gerð arflaus fer fyrir Landsrétt Hófu niðurrif á félagsheimilinu í leyfisleysi: „Skaðinn er skeður“ Fjórir slást um oddvitasæti Viðreisnar Afsögn þingmanns, hótanir Trumps og í beinni frá Svíþjóð Mun hærri dánartíðni og meiri örorka hjá fyrrum vöggustofubörnum „Í mínum huga eru þetta klárar ærumeiðingar“ Vilja Laugardalshöll líkt og þeim var lofað Kviknaði í Svarta sauðnum í Þorlákshöfn Sjá meira
Fagráð taki fyrir ásakanir um kynferðislega misnotkun Kaþólska kirkjan á Íslandi fundaði í dag um ásakanir um kynferðislega misnotkun innan kirkjunnar sem fjallað hefur verið um undanfarið. Viðbrögð kirkjunnar er að vænta í kvöld eða í fyrramálið. 27. júní 2011 18:30
Viðurkenndi að hafa brotið rúðurnar Allt að fjórtán rúður voru brotnar húsi kaþólska biskupsins við Hávallagötu í Reykjavík í nótt. 24. júní 2011 18:25
Kaþólska rannsóknarskýrslan ekki birt almenningi Í fréttatilkynningu frá Pétri Bürcher, biskupi kaþólsku kirkjunnar hér á landi, kemur fram að rannsóknarskýrsla, um kynferðisbrot starfsmanna kirkjunnar, verði ekki birt almenningi, heldur aðeins helstu niðurstöður og tillögur til úrbóta. 28. júní 2011 12:50