Enski boltinn

Tottenham er að reyna að fá David Beckham á láni

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
David Beckham lék síðasta í Englandi árið 2003.
David Beckham lék síðasta í Englandi árið 2003. Mynd/Nordic Photos/Getty
Tottenham er á fullu í því að reyna að fá David Beckham á láni frá bandaríska liðinu Los Angeles Galaxy og Beckham hefur áhuga þrátt fyrir að hafa einu sagt að hann myndi aldrei spila með öðru ensku liði en Manchester United.

„Þetta snýst um það hvort Los Angeles Galaxy vill leyfa honum að fara á láni," sagði Harry Redknapp en David Beckham sleit hásin þegar hann var í láni hjá AC Milan á síðasta ári.

„Við höfum mikinn áhuga eins og mörg fleiri lið," sagði Redknapp en Beckham gæti þá spilað með Tottenham þar til að MLS-deildin fer aftur á stað í mars.

Beckham er orðinn 35 ára gamall en hann hefur ennþá sett stefnuna á það að komst aftur í enska landsliðið og til þess þarf hann að spila í Evrópu.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×