Enski boltinn

Rio Ferdinand: Það skiptir mig engu máli hvernig við vinnum

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Rio Ferdinand sigurmarkinu með Javier Hernandez.
Rio Ferdinand sigurmarkinu með Javier Hernandez. Mynd/AP
Rio Ferdinand, miðvörður Manchester United var ánægður með 2-1 útisigur á West Bromwich Albion í dag þrátt fyrir að leikur liðsins hafi verið allt annað en sannfærandi.

„Við verðum að vinna leiki og það skiptir mig engu máli hvernig við vinnum. Þetta snýst bara um að ná í þessi þrjú stig," sagði Rio Ferdinand.

„Það þarf að kafa djúpt til þess að ná sigrum úr svona leikjum en það eru einmitt þessir leikir sem vega þungt í að bæta stöðu okkar í deildinni," sagði Ferdinand.

„West Brom liðið á hrós skilið því þeir spiluðu góðan fótbolta í þessum leik. Þeir eru ekkert hræddir við það að spila boltanum," sagði Rio Ferdinand.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×