Andres Iniesta: Árið 2011 verður erfitt fyrir okkur í Barcelona Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 1. janúar 2011 07:00 Andres Iniesta. Mynd/Nordic Photos/Getty Andres Iniesta hefur varað félaga sína í Barcelona-liðinu við að þeir geta ekki gengið að neinu vísu á nýju ári þrátt fyrir frábært gengi liðsins á árinu 2010. Fyrsti leikur Barcelona á árinu 2011 verður deildarleikur á móti Levante á sunnudaginn. „Við erum staðráðnir í að byrja nýja árið vel en við gerum okkur grein fyrir því að árið 2011 verður erfitt," sagði Andres Iniesta í viðtali á heimasíðu Barcelona. „Við getum ekkert verið vissir um það að vinna titla eða endurtaka góðan árangur okkur á árinu 2010 en ég fullvissa okkar stuðningsmenn um það að við munum gera allt í okkar valdi til þess að vinna alla titla í boði. Ég er viss um að liðið mun ekki bregðast neinum," sagði Iniesta. „Ég vona að gott gengi okkar haldi áfram. Við verðum að taka upp þráðinn að nýju og halda áfram að spila vel. Við spiluðum marga frábæra leiki á síðasta ári og þar á meðal er sigurinn á Real Madrid sem allir muna eftir," sagði Iniesta. Hann er ánægður með nýja leikmanninn Ibrahim Afellay. „Hann verður mikilvægur leikmaður fyrir okkur. Hann er mjög hæfileikaríkur leikmaður og það er margt með honum. Við munum reyna að hjálpa honum að aðlagast öllu hjá okkur sem fyrst," sagði Iniesta. Spænskir miðlar hafa heimildir fyrir því að Andres Iniesta verði kosinn besti knattspyrnumaður heims og fái Gullbolta FIFA. „Það er frábært að vera í hópi þriggja efstu og það er enn betra fyrir bæði mig og mitt félag Barcelona að ég sér þar með Leo og Xavi. Að vinna Gullboltann væri eitthvað sem ég hef ekki einu sinni dreymt um að afreka og ég get ekki einu sinni ímyndað mér hvernig tilfinningin yrði að vinna hann," sagði Iniesta. Spænski boltinn Mest lesið Svakaleg slagsmál í æfingarleik á Spáni Fótbolti „Ekki sáttir við að Íslendingur kæmi að kenna þeim“ Fótbolti Trump réði sjálfan sig í stórt starf á Ólympíuleikunum Sport Ísland í átta liða úrslit eftir ótrúlega endurkomu Körfubolti Blikarnir hoppuðu út í á Fótbolti Stúkan: Getur KR fallið úr deildinni? Íslenski boltinn „Ég hef aldrei séð Stjörnuna spila svona“ Íslenski boltinn Ákærður fyrir að hnupla treyju LeBron sem seldist seinna á nær hálfan milljarð Körfubolti Aðeins sjö lið í heiminum eytt meira en nýliðar Sunderland Enski boltinn Sara Björk áfram í Sádi-Arabíu Fótbolti Fleiri fréttir „Ekki sáttir við að Íslendingur kæmi að kenna þeim“ Stúkan: Getur KR fallið úr deildinni? Blikarnir hoppuðu út í á Svakaleg slagsmál í æfingarleik á Spáni Aðeins sjö lið í heiminum eytt meira en nýliðar Sunderland Sara Björk áfram í Sádi-Arabíu „Ég hef aldrei séð Stjörnuna spila svona“ „Ég er mjög þreyttur“ Uppgjörið: Afturelding - Vestri 1-1 | Deila með sér stigunum „Mæli með að dómarar nái þessum hraða með boltann“ Uppgjörið: Fram - Stjarnan 1-1 | Allir ósáttir eftir jafntefli Leiknir selur táning til Serbíu Hólmbert Aron til Suður-Kóreu Katla kynnt til leiks í Flórens Markametið hans Patricks Pedersen í tölum Verðmætustu uppöldu leikmennirnir spila í Arsenal Lyfta fólki upp til að skrifa á Jota minningarvegginn Segir að þeir hafi notað Newcastle í pókerleik Ratcliffe-mótmæli á leik Manchester United og Arsenal Lars sendi kveðju til Íslands Sjáðu Pedersen bæta metið og Skagamenn jafna með skrýtnum mörkum Evrópudeildarleikur Blika í beinni á Sýn Sport Mourinho grét á blaðamannafundi Fótboltamaður drukknaði Liverpool búið að samþykkja tilboð en nú veltur allt á Darwin Nunez Dramatík í Barcelona: Félagið í mál við eigin leikmann Tölvuleikurinn Grand Theft Auto boðar mjög gott fyrir Man. United Patrick: Léttir að sjá boltann í netinu Lyon krækir í leikmann Liverpool Ómar Björn: Misreiknaði boltann Sjá meira
Andres Iniesta hefur varað félaga sína í Barcelona-liðinu við að þeir geta ekki gengið að neinu vísu á nýju ári þrátt fyrir frábært gengi liðsins á árinu 2010. Fyrsti leikur Barcelona á árinu 2011 verður deildarleikur á móti Levante á sunnudaginn. „Við erum staðráðnir í að byrja nýja árið vel en við gerum okkur grein fyrir því að árið 2011 verður erfitt," sagði Andres Iniesta í viðtali á heimasíðu Barcelona. „Við getum ekkert verið vissir um það að vinna titla eða endurtaka góðan árangur okkur á árinu 2010 en ég fullvissa okkar stuðningsmenn um það að við munum gera allt í okkar valdi til þess að vinna alla titla í boði. Ég er viss um að liðið mun ekki bregðast neinum," sagði Iniesta. „Ég vona að gott gengi okkar haldi áfram. Við verðum að taka upp þráðinn að nýju og halda áfram að spila vel. Við spiluðum marga frábæra leiki á síðasta ári og þar á meðal er sigurinn á Real Madrid sem allir muna eftir," sagði Iniesta. Hann er ánægður með nýja leikmanninn Ibrahim Afellay. „Hann verður mikilvægur leikmaður fyrir okkur. Hann er mjög hæfileikaríkur leikmaður og það er margt með honum. Við munum reyna að hjálpa honum að aðlagast öllu hjá okkur sem fyrst," sagði Iniesta. Spænskir miðlar hafa heimildir fyrir því að Andres Iniesta verði kosinn besti knattspyrnumaður heims og fái Gullbolta FIFA. „Það er frábært að vera í hópi þriggja efstu og það er enn betra fyrir bæði mig og mitt félag Barcelona að ég sér þar með Leo og Xavi. Að vinna Gullboltann væri eitthvað sem ég hef ekki einu sinni dreymt um að afreka og ég get ekki einu sinni ímyndað mér hvernig tilfinningin yrði að vinna hann," sagði Iniesta.
Spænski boltinn Mest lesið Svakaleg slagsmál í æfingarleik á Spáni Fótbolti „Ekki sáttir við að Íslendingur kæmi að kenna þeim“ Fótbolti Trump réði sjálfan sig í stórt starf á Ólympíuleikunum Sport Ísland í átta liða úrslit eftir ótrúlega endurkomu Körfubolti Blikarnir hoppuðu út í á Fótbolti Stúkan: Getur KR fallið úr deildinni? Íslenski boltinn „Ég hef aldrei séð Stjörnuna spila svona“ Íslenski boltinn Ákærður fyrir að hnupla treyju LeBron sem seldist seinna á nær hálfan milljarð Körfubolti Aðeins sjö lið í heiminum eytt meira en nýliðar Sunderland Enski boltinn Sara Björk áfram í Sádi-Arabíu Fótbolti Fleiri fréttir „Ekki sáttir við að Íslendingur kæmi að kenna þeim“ Stúkan: Getur KR fallið úr deildinni? Blikarnir hoppuðu út í á Svakaleg slagsmál í æfingarleik á Spáni Aðeins sjö lið í heiminum eytt meira en nýliðar Sunderland Sara Björk áfram í Sádi-Arabíu „Ég hef aldrei séð Stjörnuna spila svona“ „Ég er mjög þreyttur“ Uppgjörið: Afturelding - Vestri 1-1 | Deila með sér stigunum „Mæli með að dómarar nái þessum hraða með boltann“ Uppgjörið: Fram - Stjarnan 1-1 | Allir ósáttir eftir jafntefli Leiknir selur táning til Serbíu Hólmbert Aron til Suður-Kóreu Katla kynnt til leiks í Flórens Markametið hans Patricks Pedersen í tölum Verðmætustu uppöldu leikmennirnir spila í Arsenal Lyfta fólki upp til að skrifa á Jota minningarvegginn Segir að þeir hafi notað Newcastle í pókerleik Ratcliffe-mótmæli á leik Manchester United og Arsenal Lars sendi kveðju til Íslands Sjáðu Pedersen bæta metið og Skagamenn jafna með skrýtnum mörkum Evrópudeildarleikur Blika í beinni á Sýn Sport Mourinho grét á blaðamannafundi Fótboltamaður drukknaði Liverpool búið að samþykkja tilboð en nú veltur allt á Darwin Nunez Dramatík í Barcelona: Félagið í mál við eigin leikmann Tölvuleikurinn Grand Theft Auto boðar mjög gott fyrir Man. United Patrick: Léttir að sjá boltann í netinu Lyon krækir í leikmann Liverpool Ómar Björn: Misreiknaði boltann Sjá meira