Guðjón Baldvinsson ætlar að komast í sögubækur KR Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 13. júlí 2011 06:00 Guðjón segir ekkert skemmtilegra fyrir framherja en að skora. Það hafi áhrif á hans daglega líf utan fótboltans. Fréttablaðið/HAG „Mér leið mjög vel fyrir leikinn. Hafði verið að skora og að komast í gang. Ég ætlaði mér að fara að skora í deildinni líka og svo fengum við draumabyrjun þegar ég skoraði eftir nokkrar mínútur. Þetta gekk allt upp. Við spiluðum vel og gekk vel hjá mér,“ sagði Guðjón. „Ég hefði auðveldlega getað sett fimm mörk. Maður getur samt ekki verið ósáttur við þrennuna. Það hefur verið markmið lengi að skora þrennu fyrir KR. Ég skoraði nokkrar þrennur með Stjörnunni en mér hafði ekki einu sinni tekist að skora þrennu í æfingaleik fyrir KR. Alltaf skorað tvö en það þriðja kom aldrei. Þetta var eitt af mínum stærstu markmiðum fyrir sumarið að ná fyrstu þrennunni því það opnar ákveðnar flóðgáttir. Þá kemur sjálfstraust og það var frábært að ná því.“ Guðjón segist halda utan um markafjölda sinn hjá KR enda stefni hann á ákveðinn fjölda. „Ég skoraði níu 2008, tíu í fyrra enda mikið meiddur. Ég stefni á að skora enn fleiri í ár. En heildarmarkmið mitt hjá KR er að verða einn af markahæstu mönnum sem hafa spilað fyrir félagið og komast í einhverjar sögubækur,“ segir Guðjón. Guðjón segir að kona hans og vinir sjái mikinn mun á geðheilsu hans þegar hann er að skora. „Þótt maður segi í viðtölum þegar maður er ekki að skora að það skipti ekki máli, þá skiptir það máli. Sem framherji er þetta það skemmtilegasta sem maður gerir. Maður reynir að láta það ekki hafa áhrif á sig utan fótboltans en það gerir það ósjálfrátt. Þannig að ég er mjög skemmtilegur þessa dagana,“ segir Guðjón og hlær. Guðjón er annálaður fyrir mikla fullkomnunaráráttu. Hann segist alltaf hafa verið þannig. Hann vilji hafa allt í röð og reglu í kringum fótboltann. „Foreldrar mínir gagnrýndu mig í byrjun móts fyrir að ég tæki þetta allt of alvarlega. Ég yrði að vera afslappaðri og fá mér eitthvað að borða og einhvern tímann að sofa. En ég get ekki verið sá karakter. Ég vil hafa allt á hreinu. Fara að sofa á réttum tíma fyrir leik og borða réttan mat. Hafa allt þannig að ég fari með góða samvisku inn í leikinn og léttur á mér,“ segir Guðjón. Guðjón er annálaður hrekkjalómur. Félagar hans í yngri landsliðum urðu reglulega fyrir barðinu á honum en hann hefur hegðað sér vel síðan hann kom til KR. „Ég hef kannski ekki fengið tækifæri til þess að hrekkja einhvern í KR. Ég mæti bara á æfingar og fer svo heim. Í landsliðsferðalögunum var mikið verið að gista og hanga á hótelherbergjunum. En það er aldrei að vita nema það detti inn hrekkur í Evrópukeppninni. Menn ættu að vera á tánum,“ segir Guðjón. KR-ingar mæta MSK Zilina frá Slóvakíu í Evrópudeildinni á fimmtudag. Félagið komst í riðlakeppni Meistaradeildar Evrópu á síðustu leiktíð. „Það eru miklir peningar í húfi fyrir félagið. Við vitum allir hvað þetta skiptir miklu máli og við munum leggja okkur alla fram. Það sem við búum að er að þeir eru á undirbúningstímabilinu en við á miðju tímabili. Við ættum kannski að vera lið sem er vanmetið,“ segir Guðjón. Spurður hvort leikmannanna bíði væn bónusgreiðsla standi þeir sig vel gegn Zilina segir Guðjón: „Nei, ég held að bónusinn fyrir okkur sé sá að lið eins og Atletico Madrid, Stoke og Fulham bíða í næstu umferð. Það væri draumur að mæta svoleiðis liði.“Lið 10. umferðar: Markvörður: Haraldur Björnsson, Valur Varnarmenn: Guðjón Árni Antoníusson, Keflavík Kelvin Mellor, ÍBV Grétar Sigfinnur Sigurðsson, KR Guðmundur Reynir Gunnarsson, KR Miðjumenn: Finnur Ólafsson, ÍBV Halldór Orri Björnsson, Stjarnan Jóhann Birnir Guðmundsson, Keflavík Sóknarmenn: Tryggvi Guðmundsson, ÍBV Kristinn Steindórsson, Breiðablik Guðjón Baldvinsson, KR Pepsi Max-deild karla Mest lesið Skandall á EM í handbolta: „Hefði aldrei átt að gerast“ Handbolti Íslendingar ættu frekar að vera hræddir Handbolti Úthúðuðu Alfreð og starfið talið í húfi í kvöld Handbolti „Elvar og Ýmir voru rosalegir“ Handbolti Íslendingar sitja fastir í Svíþjóð Handbolti Fá meira fyrir níu pílna legg heldur en að vinna mótið Sport Gefur Snorra toppeinkunn: „Gríðarleg pressa á honum“ Handbolti Algjör upplausn í úrslitaleik Afríkukeppninnar: „Farsakennt“ Fótbolti Sigur Ungverja stillir upp úrslitaleik við Ísland um toppsætið Handbolti Rauk út eftir lætin í blaðamönnum Fótbolti Fleiri fréttir Gummi Tóta orðinn leikmaður ÍA Þróttur skellti KR í Reykjavíkurmótinu KR fær tvo unga Ganverja Breytingar hjá Breiðabliki „Á eftir bolta kemur barn“ Viðar Örn leitaði sér aðstoðar við áfengis- og spilafíkn Trúin eykst á Suðurnesjum með komu McLaughlin Blikar farnir að fylla í skörðin Víkingur og Breiðablik mætast í fyrsta leik Bestu deildarinnar Rafael Máni eltir rætur sínar upp á Skaga Tveir ungir varnarmenn til FH Kristín Dís áfram í herbúðum Blika Miðbær Reykjavíkur er Íslandsmeistari Snýr aftur til Íslands og tekur við ÍBV Róbert með þrennu í sigri KR Fram lagði Leiknismenn Landsliðsbræður Palestínu sameinast í Keflavík Bikarhetjan til KA Þrótti berst mikill liðsstyrkur úr Keflavík Jón Guðni aðstoðar Ólaf Inga Blikarnir eru búnir að missa 34 mörk og 25 stoðsendingar Birta eltir ástina og semur við Genoa Júlíus Mar seldur til Kristiansund Bæði Blikaliðin fá sánuklefa fyrir komandi tímabil Feginn að vera fluttur heim úr fátækrahverfinu í Kína Svekktur að fá ekki leyfi til að taka við ÍBV Alfreð hættur hjá Breiðabliki Skipulagsbreytingar á skrifstofu KSÍ Nýliðarnir fá bandarískan markvörð Júlíus sagður á förum frá KR til Noregs Sjá meira
„Mér leið mjög vel fyrir leikinn. Hafði verið að skora og að komast í gang. Ég ætlaði mér að fara að skora í deildinni líka og svo fengum við draumabyrjun þegar ég skoraði eftir nokkrar mínútur. Þetta gekk allt upp. Við spiluðum vel og gekk vel hjá mér,“ sagði Guðjón. „Ég hefði auðveldlega getað sett fimm mörk. Maður getur samt ekki verið ósáttur við þrennuna. Það hefur verið markmið lengi að skora þrennu fyrir KR. Ég skoraði nokkrar þrennur með Stjörnunni en mér hafði ekki einu sinni tekist að skora þrennu í æfingaleik fyrir KR. Alltaf skorað tvö en það þriðja kom aldrei. Þetta var eitt af mínum stærstu markmiðum fyrir sumarið að ná fyrstu þrennunni því það opnar ákveðnar flóðgáttir. Þá kemur sjálfstraust og það var frábært að ná því.“ Guðjón segist halda utan um markafjölda sinn hjá KR enda stefni hann á ákveðinn fjölda. „Ég skoraði níu 2008, tíu í fyrra enda mikið meiddur. Ég stefni á að skora enn fleiri í ár. En heildarmarkmið mitt hjá KR er að verða einn af markahæstu mönnum sem hafa spilað fyrir félagið og komast í einhverjar sögubækur,“ segir Guðjón. Guðjón segir að kona hans og vinir sjái mikinn mun á geðheilsu hans þegar hann er að skora. „Þótt maður segi í viðtölum þegar maður er ekki að skora að það skipti ekki máli, þá skiptir það máli. Sem framherji er þetta það skemmtilegasta sem maður gerir. Maður reynir að láta það ekki hafa áhrif á sig utan fótboltans en það gerir það ósjálfrátt. Þannig að ég er mjög skemmtilegur þessa dagana,“ segir Guðjón og hlær. Guðjón er annálaður fyrir mikla fullkomnunaráráttu. Hann segist alltaf hafa verið þannig. Hann vilji hafa allt í röð og reglu í kringum fótboltann. „Foreldrar mínir gagnrýndu mig í byrjun móts fyrir að ég tæki þetta allt of alvarlega. Ég yrði að vera afslappaðri og fá mér eitthvað að borða og einhvern tímann að sofa. En ég get ekki verið sá karakter. Ég vil hafa allt á hreinu. Fara að sofa á réttum tíma fyrir leik og borða réttan mat. Hafa allt þannig að ég fari með góða samvisku inn í leikinn og léttur á mér,“ segir Guðjón. Guðjón er annálaður hrekkjalómur. Félagar hans í yngri landsliðum urðu reglulega fyrir barðinu á honum en hann hefur hegðað sér vel síðan hann kom til KR. „Ég hef kannski ekki fengið tækifæri til þess að hrekkja einhvern í KR. Ég mæti bara á æfingar og fer svo heim. Í landsliðsferðalögunum var mikið verið að gista og hanga á hótelherbergjunum. En það er aldrei að vita nema það detti inn hrekkur í Evrópukeppninni. Menn ættu að vera á tánum,“ segir Guðjón. KR-ingar mæta MSK Zilina frá Slóvakíu í Evrópudeildinni á fimmtudag. Félagið komst í riðlakeppni Meistaradeildar Evrópu á síðustu leiktíð. „Það eru miklir peningar í húfi fyrir félagið. Við vitum allir hvað þetta skiptir miklu máli og við munum leggja okkur alla fram. Það sem við búum að er að þeir eru á undirbúningstímabilinu en við á miðju tímabili. Við ættum kannski að vera lið sem er vanmetið,“ segir Guðjón. Spurður hvort leikmannanna bíði væn bónusgreiðsla standi þeir sig vel gegn Zilina segir Guðjón: „Nei, ég held að bónusinn fyrir okkur sé sá að lið eins og Atletico Madrid, Stoke og Fulham bíða í næstu umferð. Það væri draumur að mæta svoleiðis liði.“Lið 10. umferðar: Markvörður: Haraldur Björnsson, Valur Varnarmenn: Guðjón Árni Antoníusson, Keflavík Kelvin Mellor, ÍBV Grétar Sigfinnur Sigurðsson, KR Guðmundur Reynir Gunnarsson, KR Miðjumenn: Finnur Ólafsson, ÍBV Halldór Orri Björnsson, Stjarnan Jóhann Birnir Guðmundsson, Keflavík Sóknarmenn: Tryggvi Guðmundsson, ÍBV Kristinn Steindórsson, Breiðablik Guðjón Baldvinsson, KR
Pepsi Max-deild karla Mest lesið Skandall á EM í handbolta: „Hefði aldrei átt að gerast“ Handbolti Íslendingar ættu frekar að vera hræddir Handbolti Úthúðuðu Alfreð og starfið talið í húfi í kvöld Handbolti „Elvar og Ýmir voru rosalegir“ Handbolti Íslendingar sitja fastir í Svíþjóð Handbolti Fá meira fyrir níu pílna legg heldur en að vinna mótið Sport Gefur Snorra toppeinkunn: „Gríðarleg pressa á honum“ Handbolti Algjör upplausn í úrslitaleik Afríkukeppninnar: „Farsakennt“ Fótbolti Sigur Ungverja stillir upp úrslitaleik við Ísland um toppsætið Handbolti Rauk út eftir lætin í blaðamönnum Fótbolti Fleiri fréttir Gummi Tóta orðinn leikmaður ÍA Þróttur skellti KR í Reykjavíkurmótinu KR fær tvo unga Ganverja Breytingar hjá Breiðabliki „Á eftir bolta kemur barn“ Viðar Örn leitaði sér aðstoðar við áfengis- og spilafíkn Trúin eykst á Suðurnesjum með komu McLaughlin Blikar farnir að fylla í skörðin Víkingur og Breiðablik mætast í fyrsta leik Bestu deildarinnar Rafael Máni eltir rætur sínar upp á Skaga Tveir ungir varnarmenn til FH Kristín Dís áfram í herbúðum Blika Miðbær Reykjavíkur er Íslandsmeistari Snýr aftur til Íslands og tekur við ÍBV Róbert með þrennu í sigri KR Fram lagði Leiknismenn Landsliðsbræður Palestínu sameinast í Keflavík Bikarhetjan til KA Þrótti berst mikill liðsstyrkur úr Keflavík Jón Guðni aðstoðar Ólaf Inga Blikarnir eru búnir að missa 34 mörk og 25 stoðsendingar Birta eltir ástina og semur við Genoa Júlíus Mar seldur til Kristiansund Bæði Blikaliðin fá sánuklefa fyrir komandi tímabil Feginn að vera fluttur heim úr fátækrahverfinu í Kína Svekktur að fá ekki leyfi til að taka við ÍBV Alfreð hættur hjá Breiðabliki Skipulagsbreytingar á skrifstofu KSÍ Nýliðarnir fá bandarískan markvörð Júlíus sagður á förum frá KR til Noregs Sjá meira