Björn: Menn geta getið í eyðurnar Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 9. mars 2011 16:45 Björn Einarsson og Andri Marteinsson. Mynd/GVA Björn Einarsson, formaður knattspyrnudeildar Víkings, segir að síðasta vika hafi verið erfið fyrir félagið. Leifur Garðarsson var rekinn sem þjálfari liðsins í síðustu viku og var Andri Marteinsson, fyrrum þjálfari Hauka, ráðinn í hans stað í dag. Mikið hefur verið fjallað um Víking síðustu vikurnar. Fyrst vegna Excel-skjalsins fræga sem var fyrir slysni sent á leikmannahópinn en í því var að finna umsagnir Leifs um leikmennina. Svo var birtur pistill á Fótbolta.net í síðustu viku þar sem fjallað var um huldumanninn Albert Örn sem virtist hafa það eina hlutverk að koma Leifi Garðarssyni til varnar í netheimum. Þann sama dag var tilkynnt að Leifi hafi verið vikið úr starfi hjá Víkingi. „Svona átti þetta ekki að vera en þegar slík mál koma upp verðum við að taka á þeim af krafti og við töldum þetta rétt mat á stöðu mála," sagði Björn í samtali við Vísi í dag. „Það er stutt í mót og við vildum gefa nýjum manni eins mikinn tíma með liðinu og mögulegt væri." Björn vildi ekki tjá sig með nákvæmum hætti um þær ástæður þess að Leifi var sagt upp störfum. „Menn sem hafa fylgst með vita að það hefur ýmislegt gengið á. Við höfum ákveðið að tjá okkur mikið um þessar ástæður en menn geta svo sem getið í eyðurnar um hverjar þær voru." „En við erum að reka öflugt félag og í vor hefst gríðarlega mikilvægt tímabil fyrir Víking. Það var of mikið af truflandi þáttum í kringum liðið og var ákvörðunin tekin með hagsmuni félagsins að leiðarljósi." Víkingar ræddu einnig við Ásmund Arnarsson, þjálfara Fjölnis, sem ákvað að hafna boði Víkinga. „Þegar svona vinna fer í gang gera menn ákveðinn lista og vinna eftir honum. Ásmundur hefur verið að vinna frábært starf í Grafarvoginum en það fór eins og það fór. Við erum afar ánægðir með Andra og hann hefur þann kost að bera að hann var frábær leikmaður með liðinu á sínum tíma. Við erum mjög ánægðir með að hann skuli vera kominn aftur heim." Pepsi Max-deild karla Tengdar fréttir Andri: Verið erfitt fyrir alla aðila Andri Marteinsson er því feginn að hann sé búinn að ganga frá samningum við Víking og hlakkar til sumarsins sem er fram undan. 9. mars 2011 15:30 Andri ráðinn til Víkings - Magnús tekur við Haukum Andri Marteinsson hefur verið ráðinn þjálfari Víkings til næstu þriggja ára. Þetta var tilkynnt á blaðamannafundi í Víkinni nú rétt í þessu. 9. mars 2011 11:02 Mest lesið Eitt vandræðalegasta kvöldið í sögu Manchester United Enski boltinn Uppgjörið: Breiðablik - Athlone Town 3-1 | Tvö mörk á tveimur mínútum og Blikar unnu Fótbolti Isak gæti spilað fyrsta leikinn sinn á tímabilinu Enski boltinn Gætt af Interpol og sagt að fela fána fyrir leikinn við Ísland Körfubolti Svona var EM-Pallborðið Körfubolti Ástin sögð ástæða þess að Sancho vilji ekki Roma Fótbolti EM í dag: Ætli Katowice sé enn versta borg í heimi og leðurjakki í hitabylgju Körfubolti Tveir nýliðar í landsliðshópnum Fótbolti Arnar kynnti fyrsta hópinn í undankeppni HM Fótbolti Segir Daníel ekki líkan pabba sem leikmanni en hafi Guðjohnsen-svægið Fótbolti Fleiri fréttir „Hefur komið með stál og styrk og þekkingu inn í varnarleik Stjörnunnar“ „Ekkert auðvelt fyrir þann sem fer í hans skó“ Sjáðu draumamark Tryggva, erfitt víti í rokinu og Valdimar leiða Víking til sigurs Uppgjörið: Víkingur - Vestri 4-1 | Víkingar fóru illa með nýkrýnda bikarmeistara Uppgjörið: Valur - Afturelding 4-3 | Valur skoraði fjögur í seinni og endurheimti toppsætið Taplausir síðan Caulker kom inn í liðið Fall reyndist fararheill hjá Eyjakonum Sjáðu Örvarnar hitta í mark á Meistaravöllum Sjáðu gullstrákana í Vestra fagna: „Vorum bara miklu stærra lið“ Óskar Hrafn: Stundum hata ég fótbolta Jökull: Förum ekki hærra með svona frammistöðu Örvar: Tökum þessa þrjá punkta og förum brosandi heim Uppgjör: KR-Stjarnan 1-2 | Örvar kom Stjörnunni inn í titilbaráttuna Markvörður ÍBV kominn með fimm gul spjöld í sumar Sjáðu dramatíkina í Krikanum og mörkin fyrir norðan „Við eigum bestu stuðningsmenn á landinu“ „Óskar seldi mér bara hugmyndina sína“ Fer í aðgerð á föstudag og frá í sex til átta mánuði Töpuðu 15-0 í síðasta leik og mættu ekki til leiks í gær Uppgjörið: FH - ÍBV 1-1 | Alvöru dramatík í uppbótartíma Uppgjörið: KA - Fram 2-0 | Sanngjarn sigur heimamanna Myndaveisla frá sögulegri stund Vestra „Það er æfing á morgun“ „Flottasta mark sem ég hef skorað á ferlinum“ Patrick sleit hásin og verður frá út tímabilið „Lið úr bæ þar sem eru fleiri fiskar og kindur en fólk“ Uppgjörið: Valur - Vestri 0-1 | Vestri bikarmeistari í fyrsta sinn Uppgjörið: Breiðablik - Tindastóll 5-0 | Blikar fóru illa með laskaða Stóla Sjáðu mörkin: Borðtennis í Garðabæ og tveggja mánaða bið tók enda á Akureyri „Erum við virkilega í fituprósentum 2025?“ Sjá meira
Björn Einarsson, formaður knattspyrnudeildar Víkings, segir að síðasta vika hafi verið erfið fyrir félagið. Leifur Garðarsson var rekinn sem þjálfari liðsins í síðustu viku og var Andri Marteinsson, fyrrum þjálfari Hauka, ráðinn í hans stað í dag. Mikið hefur verið fjallað um Víking síðustu vikurnar. Fyrst vegna Excel-skjalsins fræga sem var fyrir slysni sent á leikmannahópinn en í því var að finna umsagnir Leifs um leikmennina. Svo var birtur pistill á Fótbolta.net í síðustu viku þar sem fjallað var um huldumanninn Albert Örn sem virtist hafa það eina hlutverk að koma Leifi Garðarssyni til varnar í netheimum. Þann sama dag var tilkynnt að Leifi hafi verið vikið úr starfi hjá Víkingi. „Svona átti þetta ekki að vera en þegar slík mál koma upp verðum við að taka á þeim af krafti og við töldum þetta rétt mat á stöðu mála," sagði Björn í samtali við Vísi í dag. „Það er stutt í mót og við vildum gefa nýjum manni eins mikinn tíma með liðinu og mögulegt væri." Björn vildi ekki tjá sig með nákvæmum hætti um þær ástæður þess að Leifi var sagt upp störfum. „Menn sem hafa fylgst með vita að það hefur ýmislegt gengið á. Við höfum ákveðið að tjá okkur mikið um þessar ástæður en menn geta svo sem getið í eyðurnar um hverjar þær voru." „En við erum að reka öflugt félag og í vor hefst gríðarlega mikilvægt tímabil fyrir Víking. Það var of mikið af truflandi þáttum í kringum liðið og var ákvörðunin tekin með hagsmuni félagsins að leiðarljósi." Víkingar ræddu einnig við Ásmund Arnarsson, þjálfara Fjölnis, sem ákvað að hafna boði Víkinga. „Þegar svona vinna fer í gang gera menn ákveðinn lista og vinna eftir honum. Ásmundur hefur verið að vinna frábært starf í Grafarvoginum en það fór eins og það fór. Við erum afar ánægðir með Andra og hann hefur þann kost að bera að hann var frábær leikmaður með liðinu á sínum tíma. Við erum mjög ánægðir með að hann skuli vera kominn aftur heim."
Pepsi Max-deild karla Tengdar fréttir Andri: Verið erfitt fyrir alla aðila Andri Marteinsson er því feginn að hann sé búinn að ganga frá samningum við Víking og hlakkar til sumarsins sem er fram undan. 9. mars 2011 15:30 Andri ráðinn til Víkings - Magnús tekur við Haukum Andri Marteinsson hefur verið ráðinn þjálfari Víkings til næstu þriggja ára. Þetta var tilkynnt á blaðamannafundi í Víkinni nú rétt í þessu. 9. mars 2011 11:02 Mest lesið Eitt vandræðalegasta kvöldið í sögu Manchester United Enski boltinn Uppgjörið: Breiðablik - Athlone Town 3-1 | Tvö mörk á tveimur mínútum og Blikar unnu Fótbolti Isak gæti spilað fyrsta leikinn sinn á tímabilinu Enski boltinn Gætt af Interpol og sagt að fela fána fyrir leikinn við Ísland Körfubolti Svona var EM-Pallborðið Körfubolti Ástin sögð ástæða þess að Sancho vilji ekki Roma Fótbolti EM í dag: Ætli Katowice sé enn versta borg í heimi og leðurjakki í hitabylgju Körfubolti Tveir nýliðar í landsliðshópnum Fótbolti Arnar kynnti fyrsta hópinn í undankeppni HM Fótbolti Segir Daníel ekki líkan pabba sem leikmanni en hafi Guðjohnsen-svægið Fótbolti Fleiri fréttir „Hefur komið með stál og styrk og þekkingu inn í varnarleik Stjörnunnar“ „Ekkert auðvelt fyrir þann sem fer í hans skó“ Sjáðu draumamark Tryggva, erfitt víti í rokinu og Valdimar leiða Víking til sigurs Uppgjörið: Víkingur - Vestri 4-1 | Víkingar fóru illa með nýkrýnda bikarmeistara Uppgjörið: Valur - Afturelding 4-3 | Valur skoraði fjögur í seinni og endurheimti toppsætið Taplausir síðan Caulker kom inn í liðið Fall reyndist fararheill hjá Eyjakonum Sjáðu Örvarnar hitta í mark á Meistaravöllum Sjáðu gullstrákana í Vestra fagna: „Vorum bara miklu stærra lið“ Óskar Hrafn: Stundum hata ég fótbolta Jökull: Förum ekki hærra með svona frammistöðu Örvar: Tökum þessa þrjá punkta og förum brosandi heim Uppgjör: KR-Stjarnan 1-2 | Örvar kom Stjörnunni inn í titilbaráttuna Markvörður ÍBV kominn með fimm gul spjöld í sumar Sjáðu dramatíkina í Krikanum og mörkin fyrir norðan „Við eigum bestu stuðningsmenn á landinu“ „Óskar seldi mér bara hugmyndina sína“ Fer í aðgerð á föstudag og frá í sex til átta mánuði Töpuðu 15-0 í síðasta leik og mættu ekki til leiks í gær Uppgjörið: FH - ÍBV 1-1 | Alvöru dramatík í uppbótartíma Uppgjörið: KA - Fram 2-0 | Sanngjarn sigur heimamanna Myndaveisla frá sögulegri stund Vestra „Það er æfing á morgun“ „Flottasta mark sem ég hef skorað á ferlinum“ Patrick sleit hásin og verður frá út tímabilið „Lið úr bæ þar sem eru fleiri fiskar og kindur en fólk“ Uppgjörið: Valur - Vestri 0-1 | Vestri bikarmeistari í fyrsta sinn Uppgjörið: Breiðablik - Tindastóll 5-0 | Blikar fóru illa með laskaða Stóla Sjáðu mörkin: Borðtennis í Garðabæ og tveggja mánaða bið tók enda á Akureyri „Erum við virkilega í fituprósentum 2025?“ Sjá meira
Andri: Verið erfitt fyrir alla aðila Andri Marteinsson er því feginn að hann sé búinn að ganga frá samningum við Víking og hlakkar til sumarsins sem er fram undan. 9. mars 2011 15:30
Andri ráðinn til Víkings - Magnús tekur við Haukum Andri Marteinsson hefur verið ráðinn þjálfari Víkings til næstu þriggja ára. Þetta var tilkynnt á blaðamannafundi í Víkinni nú rétt í þessu. 9. mars 2011 11:02