Björn: Menn geta getið í eyðurnar Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 9. mars 2011 16:45 Björn Einarsson og Andri Marteinsson. Mynd/GVA Björn Einarsson, formaður knattspyrnudeildar Víkings, segir að síðasta vika hafi verið erfið fyrir félagið. Leifur Garðarsson var rekinn sem þjálfari liðsins í síðustu viku og var Andri Marteinsson, fyrrum þjálfari Hauka, ráðinn í hans stað í dag. Mikið hefur verið fjallað um Víking síðustu vikurnar. Fyrst vegna Excel-skjalsins fræga sem var fyrir slysni sent á leikmannahópinn en í því var að finna umsagnir Leifs um leikmennina. Svo var birtur pistill á Fótbolta.net í síðustu viku þar sem fjallað var um huldumanninn Albert Örn sem virtist hafa það eina hlutverk að koma Leifi Garðarssyni til varnar í netheimum. Þann sama dag var tilkynnt að Leifi hafi verið vikið úr starfi hjá Víkingi. „Svona átti þetta ekki að vera en þegar slík mál koma upp verðum við að taka á þeim af krafti og við töldum þetta rétt mat á stöðu mála," sagði Björn í samtali við Vísi í dag. „Það er stutt í mót og við vildum gefa nýjum manni eins mikinn tíma með liðinu og mögulegt væri." Björn vildi ekki tjá sig með nákvæmum hætti um þær ástæður þess að Leifi var sagt upp störfum. „Menn sem hafa fylgst með vita að það hefur ýmislegt gengið á. Við höfum ákveðið að tjá okkur mikið um þessar ástæður en menn geta svo sem getið í eyðurnar um hverjar þær voru." „En við erum að reka öflugt félag og í vor hefst gríðarlega mikilvægt tímabil fyrir Víking. Það var of mikið af truflandi þáttum í kringum liðið og var ákvörðunin tekin með hagsmuni félagsins að leiðarljósi." Víkingar ræddu einnig við Ásmund Arnarsson, þjálfara Fjölnis, sem ákvað að hafna boði Víkinga. „Þegar svona vinna fer í gang gera menn ákveðinn lista og vinna eftir honum. Ásmundur hefur verið að vinna frábært starf í Grafarvoginum en það fór eins og það fór. Við erum afar ánægðir með Andra og hann hefur þann kost að bera að hann var frábær leikmaður með liðinu á sínum tíma. Við erum mjög ánægðir með að hann skuli vera kominn aftur heim." Pepsi Max-deild karla Tengdar fréttir Andri: Verið erfitt fyrir alla aðila Andri Marteinsson er því feginn að hann sé búinn að ganga frá samningum við Víking og hlakkar til sumarsins sem er fram undan. 9. mars 2011 15:30 Andri ráðinn til Víkings - Magnús tekur við Haukum Andri Marteinsson hefur verið ráðinn þjálfari Víkings til næstu þriggja ára. Þetta var tilkynnt á blaðamannafundi í Víkinni nú rétt í þessu. 9. mars 2011 11:02 Mest lesið Gagnrýnir lýsingu Einars Arnar: „Tuðandi nánast allan leikinn“ Handbolti Bjarka sagt að koma ekki aftur til Ungverjalands Handbolti Elvar úr leik á EM Handbolti „Beint flug til Köben og nokkrir veikindadagar“ Handbolti Svona meiddist Elvar Handbolti „Langt frá því að vera faglegt“ hjá dómaraparinu frá Norður-Makedóníu Handbolti Holur hljómur í gagnrýni Dana á Guðmund eftir ákvörðun dagsins Handbolti Danir í sjokki eftir fyrsta tapið á heimavelli í tólf ár Handbolti Skýrsla Henrys: Nú er hún gamla Grýla dauð Handbolti „Núna er allt betra“ Handbolti Fleiri fréttir Fyrirliði FHL er mættur í Laugardalinn Telma eltir þjálfarann í Garðabæinn Hringdu dag og nótt til að klófesta Guðmund: „Konan var að verða geðveik á þeim“ Bryndís Arna er komin heim og samdi við Breiðablik Gummi Tóta orðinn leikmaður ÍA Þróttur skellti KR í Reykjavíkurmótinu KR fær tvo unga Ganverja Breytingar hjá Breiðabliki „Á eftir bolta kemur barn“ Viðar Örn leitaði sér aðstoðar við áfengis- og spilafíkn Trúin eykst á Suðurnesjum með komu McLaughlin Blikar farnir að fylla í skörðin Víkingur og Breiðablik mætast í fyrsta leik Bestu deildarinnar Rafael Máni eltir rætur sínar upp á Skaga Tveir ungir varnarmenn til FH Kristín Dís áfram í herbúðum Blika Miðbær Reykjavíkur er Íslandsmeistari Snýr aftur til Íslands og tekur við ÍBV Róbert með þrennu í sigri KR Fram lagði Leiknismenn Landsliðsbræður Palestínu sameinast í Keflavík Bikarhetjan til KA Þrótti berst mikill liðsstyrkur úr Keflavík Jón Guðni aðstoðar Ólaf Inga Blikarnir eru búnir að missa 34 mörk og 25 stoðsendingar Birta eltir ástina og semur við Genoa Júlíus Mar seldur til Kristiansund Bæði Blikaliðin fá sánuklefa fyrir komandi tímabil Feginn að vera fluttur heim úr fátækrahverfinu í Kína Svekktur að fá ekki leyfi til að taka við ÍBV Sjá meira
Björn Einarsson, formaður knattspyrnudeildar Víkings, segir að síðasta vika hafi verið erfið fyrir félagið. Leifur Garðarsson var rekinn sem þjálfari liðsins í síðustu viku og var Andri Marteinsson, fyrrum þjálfari Hauka, ráðinn í hans stað í dag. Mikið hefur verið fjallað um Víking síðustu vikurnar. Fyrst vegna Excel-skjalsins fræga sem var fyrir slysni sent á leikmannahópinn en í því var að finna umsagnir Leifs um leikmennina. Svo var birtur pistill á Fótbolta.net í síðustu viku þar sem fjallað var um huldumanninn Albert Örn sem virtist hafa það eina hlutverk að koma Leifi Garðarssyni til varnar í netheimum. Þann sama dag var tilkynnt að Leifi hafi verið vikið úr starfi hjá Víkingi. „Svona átti þetta ekki að vera en þegar slík mál koma upp verðum við að taka á þeim af krafti og við töldum þetta rétt mat á stöðu mála," sagði Björn í samtali við Vísi í dag. „Það er stutt í mót og við vildum gefa nýjum manni eins mikinn tíma með liðinu og mögulegt væri." Björn vildi ekki tjá sig með nákvæmum hætti um þær ástæður þess að Leifi var sagt upp störfum. „Menn sem hafa fylgst með vita að það hefur ýmislegt gengið á. Við höfum ákveðið að tjá okkur mikið um þessar ástæður en menn geta svo sem getið í eyðurnar um hverjar þær voru." „En við erum að reka öflugt félag og í vor hefst gríðarlega mikilvægt tímabil fyrir Víking. Það var of mikið af truflandi þáttum í kringum liðið og var ákvörðunin tekin með hagsmuni félagsins að leiðarljósi." Víkingar ræddu einnig við Ásmund Arnarsson, þjálfara Fjölnis, sem ákvað að hafna boði Víkinga. „Þegar svona vinna fer í gang gera menn ákveðinn lista og vinna eftir honum. Ásmundur hefur verið að vinna frábært starf í Grafarvoginum en það fór eins og það fór. Við erum afar ánægðir með Andra og hann hefur þann kost að bera að hann var frábær leikmaður með liðinu á sínum tíma. Við erum mjög ánægðir með að hann skuli vera kominn aftur heim."
Pepsi Max-deild karla Tengdar fréttir Andri: Verið erfitt fyrir alla aðila Andri Marteinsson er því feginn að hann sé búinn að ganga frá samningum við Víking og hlakkar til sumarsins sem er fram undan. 9. mars 2011 15:30 Andri ráðinn til Víkings - Magnús tekur við Haukum Andri Marteinsson hefur verið ráðinn þjálfari Víkings til næstu þriggja ára. Þetta var tilkynnt á blaðamannafundi í Víkinni nú rétt í þessu. 9. mars 2011 11:02 Mest lesið Gagnrýnir lýsingu Einars Arnar: „Tuðandi nánast allan leikinn“ Handbolti Bjarka sagt að koma ekki aftur til Ungverjalands Handbolti Elvar úr leik á EM Handbolti „Beint flug til Köben og nokkrir veikindadagar“ Handbolti Svona meiddist Elvar Handbolti „Langt frá því að vera faglegt“ hjá dómaraparinu frá Norður-Makedóníu Handbolti Holur hljómur í gagnrýni Dana á Guðmund eftir ákvörðun dagsins Handbolti Danir í sjokki eftir fyrsta tapið á heimavelli í tólf ár Handbolti Skýrsla Henrys: Nú er hún gamla Grýla dauð Handbolti „Núna er allt betra“ Handbolti Fleiri fréttir Fyrirliði FHL er mættur í Laugardalinn Telma eltir þjálfarann í Garðabæinn Hringdu dag og nótt til að klófesta Guðmund: „Konan var að verða geðveik á þeim“ Bryndís Arna er komin heim og samdi við Breiðablik Gummi Tóta orðinn leikmaður ÍA Þróttur skellti KR í Reykjavíkurmótinu KR fær tvo unga Ganverja Breytingar hjá Breiðabliki „Á eftir bolta kemur barn“ Viðar Örn leitaði sér aðstoðar við áfengis- og spilafíkn Trúin eykst á Suðurnesjum með komu McLaughlin Blikar farnir að fylla í skörðin Víkingur og Breiðablik mætast í fyrsta leik Bestu deildarinnar Rafael Máni eltir rætur sínar upp á Skaga Tveir ungir varnarmenn til FH Kristín Dís áfram í herbúðum Blika Miðbær Reykjavíkur er Íslandsmeistari Snýr aftur til Íslands og tekur við ÍBV Róbert með þrennu í sigri KR Fram lagði Leiknismenn Landsliðsbræður Palestínu sameinast í Keflavík Bikarhetjan til KA Þrótti berst mikill liðsstyrkur úr Keflavík Jón Guðni aðstoðar Ólaf Inga Blikarnir eru búnir að missa 34 mörk og 25 stoðsendingar Birta eltir ástina og semur við Genoa Júlíus Mar seldur til Kristiansund Bæði Blikaliðin fá sánuklefa fyrir komandi tímabil Feginn að vera fluttur heim úr fátækrahverfinu í Kína Svekktur að fá ekki leyfi til að taka við ÍBV Sjá meira
Andri: Verið erfitt fyrir alla aðila Andri Marteinsson er því feginn að hann sé búinn að ganga frá samningum við Víking og hlakkar til sumarsins sem er fram undan. 9. mars 2011 15:30
Andri ráðinn til Víkings - Magnús tekur við Haukum Andri Marteinsson hefur verið ráðinn þjálfari Víkings til næstu þriggja ára. Þetta var tilkynnt á blaðamannafundi í Víkinni nú rétt í þessu. 9. mars 2011 11:02