Enski boltinn

Umboðsmaður: Vidic er með slitið krossband

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Vidic er hér borinn af velli í leiknum gegn Basel.
Vidic er hér borinn af velli í leiknum gegn Basel. Nordic Photos / Getty Images
Umboðsmaður varnarmannsins Nemanja Vidic hjá Manchester United hefur gefið í skyn að kappinn spili ekki meira á tímabilinu þar sem hann sé með slitið krossband í hné.

Vidic meiddist illa á hné í leik United gegn Basel í Meistaradeild Evrópu í vikunni og þurfti að bera hann af velli. Hann var svo á hækjum eftir leikinn.

Manchester United hefur ekki staðfest hversu alvarleg meiðslin eru en umboðsmaður Vidic, Silvano Martina, sagði þau vera alvarleg í viðtali við ítalska fjölmiðla í gær.

„Því miður er hann með slitið krossband,“ sagði Martina og bætti við að hann verði því frá næstu mánuðina.

Vidic hefur verið orðaður við Juventus á Ítalíu en Martina sagði ekki tímabært að ræða það. „Hann verður frá næstu mánuðina og hvort sem það sé eitthvað til í því að Juventus hafi áhuga á honum er tilgangslaust að ræða það nú.“




Fleiri fréttir

Sjá meira


×