Fótbolti

Van Marwijk áfram landliðsþjálfari Hollands til 2016

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Bert van Marwijk, þjálfari hollenska landsliðsins.
Bert van Marwijk, þjálfari hollenska landsliðsins. Nordic Photos / Getty Images
Bert van Marwijk hefur skrifað undir nýjan samning við hollenska knattspyrnusambandið sem gildir til ársins 2016. Hann tók við landsliðinu árið 2008.

„Ég hef margoft sagt að ég er mjög ánægður hjá hollenska sambandinu og það er fullt af efnilegum leikmönnum á leiðinni,“ sagði hann við hollenska fjölmiðla.

„Ég hef góða tilfinningu gagnvart þessu. Mér finnst það í lagi að vera hérna til lengri tíma litið, ef þeir vilja halda mér. Það reyndist vera tilfellið.“

Hollenska landsliðið hefur unnið 31 af 45 leikjum sínum undir stjórn van Marwijk og hann kom liðinu í úrslitaleik HM 2010 þar sem Hollendingar töpuðu fyrir Spánverjum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×