Enski boltinn

Litli bróðir Balotelli æfir með Stoke

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Mario Balotelli á æfingu með Manchester City.
Mario Balotelli á æfingu með Manchester City. Nordic Photos / Getty Images
Enoch Balotelli, nítján ára gamall bróðir Mario Balotelli hjá Manchester City, hefur æft síðustu vikurnar með enska úrvalsdeildarfélaginu Stoke City.

Hann spilaði stærstan hluta leiksins þegar að varalið Stoke gerði markalaust jafntefli við Burton Albion í gær. „Hann hefur verið að æfa með okkur í nokkurn tíma og það var gott að leyfa honum að spila,“ sagði Dave Kean, þjálfari í unglingaakademíu Stoke.

Enoch var orðaður við Napoli fyrr á þessu ári en óvíst er hvort að honum verði boðinn samningur hjá Stoke. „Þetta er góður drengur. Svolítið hrár eins og er. Við verðum að bíða og sjá til.“

Balotelli-bræðurnir fæddust í Gana en voru ættleiddir og fluttust þá til Ítalíu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×