Enski boltinn

Wenger kom United til varnar - bara slys

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Nordic Photos / Getty Images
Arsene Wenger, stjóri Arsenal, vildi ekki gera mikið úr því að Manchester United hafi fallið úr leik í Meistaradeild Evrópu í viðtali á heimasíðu fyrrnefnda félagins.

„Allir vilja spila í Meistaradeildinni en það kemur að því að lið detta úr leik. Það eru mikil vonbrigði og lið bregðast við á mismunandi máta,“ sagði Wenger.

„Við skulum ekki gleyma því að Manchester United hefur spilað í þremur úrslitaleikjum af síðustu fjórum og það sem gerðist í ár var bara slys.“

Manchester City féll einnig úr leik í Meistaradeildinni og fulltrúar Englands í 16-liða úrslitunum verða Lundúnarliðin Arsenal og Chelsea.

„Við höfum verið mjög nálægt því að vinna þessa keppni og það hefur Chelsea líka verið,“ sagði Wenger. „Það verður mikil samkeppni um titilinn við mjög stór evrópsk félög. En kannski er þetta ár Lundúna - það er aldrei að vita.“




Fleiri fréttir

Sjá meira


×