Ráðuneytið gerir allt til að fá Jóel heim 14. janúar 2011 06:15 Jóel Færseth Einarsson er kominn með íslenskan ríkisborgararétt en fær ekki að komast til landsins þar sem óvissa er um hver fer með forræðið yfir honum. „Þetta mál hefur ekki strandað í ráðuneytinu, heldur í indverskri stjórnsýslu,“ segir Ögmundur Jónasson innanríkisráðherra um mál íslensku fjölskyldunnar sem er föst á Indlandi. „Innan- og utanríkisráðuneytin hafa gert allt sem í þeirra valdi stendur til þess að greiða úr málinu hið fyrsta. Við erum að vonast til þess að niðurstaða fáist innan skamms.“ Ögmundur segir ráðuneytið leggja mjög ríka áherslu á að barnið, Jóel Færseth Einarsson, komist til Íslands sem allra fyrst. Ráðuneytið sé að taka á málinu af miklum velvilja og ásetningi um að greiða götu fjölskyldunnar, sem hefur verið föst á Indlandi í þrjá mánuði. „Við höfum viljað fá gögn frá indversku stjórnsýslunni til að tryggja réttarstöðu einstaklinganna og á því hefur staðið. Ekki neinu öðru,“ segir Ögmundur. „Málið snýst um réttarstöðu barnsins og forræði foreldranna. Það er margt mjög ómaklegt sem hefur verið sagt í þessu máli og ég hvet til þess að menn taki á því af sanngirni. Við þurfum ekki að biðjast afsökunar á neinu í ráðuneytinu.“ Þá bendir Ögmundur á að aðstæður fjölskyldunnar séu sannarlega ekki einsdæmi og fjöldinn allur af evrópskum foreldrum á Indlandi sé í nákvæmlega sömu stöðu. ögmundur jónasson Innanríkisráðuneytið hefur kallað eftir gögnum frá Indlandi varðandi forræðisrétt foreldra Jóels. Hjónin keyptu þjónustu indverskrar staðgöngumóður til að ganga með barnið. Slíkt er ólöglegt hér á landi, og samkvæmt íslenskum lögum er staðgöngumóðirin líffræðileg móðir barnsins og því með forræði yfir því. Urður Gunnarsdóttir, upplýsingafulltrúi utanríkisráðuneytisins, segir málið liggja að nær öllu leyti hjá innanríkisráðuneytinu. „Ráðuneytið bað okkur að óska eftir ákveðnum upplýsingum og höfum gert það að þeirra beiðni,“ segir Urður. „Við erum milliliður og það er okkar eina hlutdeild í þessu máli.“ Urður segir enn engin svör hafa borist frá Indlandi um hvort eða hvenær innanríkisráðuneytið fái svör við spurningum sínum. Herra S. Swaminathan, sendiherra Indlands, hefur fylgst vel með máli fjölskyldunnar og segist standa í þeirri trú að málið leysist hið fyrsta. Hann vildi ekki tjá sig frekar um málið, né heldur vildi sendiherrann staðfesta hvort haft hefði verið samband við hann af hálfu ráðuneytisins. sunna@frettabladid.is Mest lesið „Ekki bara rekinn heldur á staðnum og fyrirvaralaust“ Innlent „Vona að þú sofir vel“ Innlent Í leyfi frá þingstörfum og flytur til New York Innlent Búið að innsigla Kastrup: „Góður að taka á móti fólki en ömurlegur í tölvupóstum“ Innlent Tifandi tímasprengjan sem grunuð er um frelsissviptingu Innlent Kári var harðákveðinn að hætta ekki sem forstjóri Innlent „Ég meina, hann er að missa fyrirtækið sitt“ Innlent Kári hættur hjá Íslenskri erfðagreiningu Innlent Lokunin óásættanleg og muni leiða til verðhækkana fyrir íbúa Innlent Buðu mótherjum Björgólfs fyrst þjónustu sína Innlent Fleiri fréttir Sér fram á bjarta framtíð fyrir börnin þökk sé styrknum Umtöluð frelsissvipting og stórslösuð sjónvarpsstjarna Búið að innsigla Kastrup: „Góður að taka á móti fólki en ömurlegur í tölvupóstum“ Tifandi tímasprengjan sem grunuð er um frelsissviptingu „Ekki bara rekinn heldur á staðnum og fyrirvaralaust“ „Vona að þú sofir vel“ Eldur í ruslabíl vestur í bæ Buðu mótherjum Björgólfs fyrst þjónustu sína Mannréttindadómstóllinn blandar sér í Vatnsendamálið „Mér finnst þetta ómöguleg framkoma“ Í leyfi frá þingstörfum og flytur til New York Óljóst hvers vegna ferðamanni var haldið í gíslingu Borgarstjóri sé brennuvargur en Framsókn í slökkviliðinu „Ég meina, hann er að missa fyrirtækið sitt“ Sindri og Védís Hervör til Kópavogsbæjar Bókhaldstækni og aukin skattheimta skýri afganginn Tæplega tíu milljarða viðsnúningur Kári var harðákveðinn að hætta ekki sem forstjóri Stuðningsmenn Oscars mótmæltu og Kári Stefáns hættur Bein útsending: Kynna ársreikning Reykjavíkurborgar „Við gerum ekki svona við börn“ Mótmælt við ríkisstjórnarfund: „Oscar á heima hér“ Kári hættur hjá Íslenskri erfðagreiningu Lokunin óásættanleg og muni leiða til verðhækkana fyrir íbúa Líkamsárásir og brotist inn í raftækjaverslun Grunaður um að hafa frelsissvipt ferðamann í nokkrar klukkustundir Hikar ekki við að lögsækja skyldi Rafmennt nota nafn skólans Myndaveisla: Lúðrasveit, fánar og gríðarstór stytta á Verkalýðsdaginn Kalla eftir mannúð og miskunnsemi stjórnvalda gagnvart börnum Fulllestað og veikt flutningskerfi raforku Sjá meira
„Þetta mál hefur ekki strandað í ráðuneytinu, heldur í indverskri stjórnsýslu,“ segir Ögmundur Jónasson innanríkisráðherra um mál íslensku fjölskyldunnar sem er föst á Indlandi. „Innan- og utanríkisráðuneytin hafa gert allt sem í þeirra valdi stendur til þess að greiða úr málinu hið fyrsta. Við erum að vonast til þess að niðurstaða fáist innan skamms.“ Ögmundur segir ráðuneytið leggja mjög ríka áherslu á að barnið, Jóel Færseth Einarsson, komist til Íslands sem allra fyrst. Ráðuneytið sé að taka á málinu af miklum velvilja og ásetningi um að greiða götu fjölskyldunnar, sem hefur verið föst á Indlandi í þrjá mánuði. „Við höfum viljað fá gögn frá indversku stjórnsýslunni til að tryggja réttarstöðu einstaklinganna og á því hefur staðið. Ekki neinu öðru,“ segir Ögmundur. „Málið snýst um réttarstöðu barnsins og forræði foreldranna. Það er margt mjög ómaklegt sem hefur verið sagt í þessu máli og ég hvet til þess að menn taki á því af sanngirni. Við þurfum ekki að biðjast afsökunar á neinu í ráðuneytinu.“ Þá bendir Ögmundur á að aðstæður fjölskyldunnar séu sannarlega ekki einsdæmi og fjöldinn allur af evrópskum foreldrum á Indlandi sé í nákvæmlega sömu stöðu. ögmundur jónasson Innanríkisráðuneytið hefur kallað eftir gögnum frá Indlandi varðandi forræðisrétt foreldra Jóels. Hjónin keyptu þjónustu indverskrar staðgöngumóður til að ganga með barnið. Slíkt er ólöglegt hér á landi, og samkvæmt íslenskum lögum er staðgöngumóðirin líffræðileg móðir barnsins og því með forræði yfir því. Urður Gunnarsdóttir, upplýsingafulltrúi utanríkisráðuneytisins, segir málið liggja að nær öllu leyti hjá innanríkisráðuneytinu. „Ráðuneytið bað okkur að óska eftir ákveðnum upplýsingum og höfum gert það að þeirra beiðni,“ segir Urður. „Við erum milliliður og það er okkar eina hlutdeild í þessu máli.“ Urður segir enn engin svör hafa borist frá Indlandi um hvort eða hvenær innanríkisráðuneytið fái svör við spurningum sínum. Herra S. Swaminathan, sendiherra Indlands, hefur fylgst vel með máli fjölskyldunnar og segist standa í þeirri trú að málið leysist hið fyrsta. Hann vildi ekki tjá sig frekar um málið, né heldur vildi sendiherrann staðfesta hvort haft hefði verið samband við hann af hálfu ráðuneytisins. sunna@frettabladid.is
Mest lesið „Ekki bara rekinn heldur á staðnum og fyrirvaralaust“ Innlent „Vona að þú sofir vel“ Innlent Í leyfi frá þingstörfum og flytur til New York Innlent Búið að innsigla Kastrup: „Góður að taka á móti fólki en ömurlegur í tölvupóstum“ Innlent Tifandi tímasprengjan sem grunuð er um frelsissviptingu Innlent Kári var harðákveðinn að hætta ekki sem forstjóri Innlent „Ég meina, hann er að missa fyrirtækið sitt“ Innlent Kári hættur hjá Íslenskri erfðagreiningu Innlent Lokunin óásættanleg og muni leiða til verðhækkana fyrir íbúa Innlent Buðu mótherjum Björgólfs fyrst þjónustu sína Innlent Fleiri fréttir Sér fram á bjarta framtíð fyrir börnin þökk sé styrknum Umtöluð frelsissvipting og stórslösuð sjónvarpsstjarna Búið að innsigla Kastrup: „Góður að taka á móti fólki en ömurlegur í tölvupóstum“ Tifandi tímasprengjan sem grunuð er um frelsissviptingu „Ekki bara rekinn heldur á staðnum og fyrirvaralaust“ „Vona að þú sofir vel“ Eldur í ruslabíl vestur í bæ Buðu mótherjum Björgólfs fyrst þjónustu sína Mannréttindadómstóllinn blandar sér í Vatnsendamálið „Mér finnst þetta ómöguleg framkoma“ Í leyfi frá þingstörfum og flytur til New York Óljóst hvers vegna ferðamanni var haldið í gíslingu Borgarstjóri sé brennuvargur en Framsókn í slökkviliðinu „Ég meina, hann er að missa fyrirtækið sitt“ Sindri og Védís Hervör til Kópavogsbæjar Bókhaldstækni og aukin skattheimta skýri afganginn Tæplega tíu milljarða viðsnúningur Kári var harðákveðinn að hætta ekki sem forstjóri Stuðningsmenn Oscars mótmæltu og Kári Stefáns hættur Bein útsending: Kynna ársreikning Reykjavíkurborgar „Við gerum ekki svona við börn“ Mótmælt við ríkisstjórnarfund: „Oscar á heima hér“ Kári hættur hjá Íslenskri erfðagreiningu Lokunin óásættanleg og muni leiða til verðhækkana fyrir íbúa Líkamsárásir og brotist inn í raftækjaverslun Grunaður um að hafa frelsissvipt ferðamann í nokkrar klukkustundir Hikar ekki við að lögsækja skyldi Rafmennt nota nafn skólans Myndaveisla: Lúðrasveit, fánar og gríðarstór stytta á Verkalýðsdaginn Kalla eftir mannúð og miskunnsemi stjórnvalda gagnvart börnum Fulllestað og veikt flutningskerfi raforku Sjá meira