Ráðuneytið gerir allt til að fá Jóel heim 14. janúar 2011 06:15 Jóel Færseth Einarsson er kominn með íslenskan ríkisborgararétt en fær ekki að komast til landsins þar sem óvissa er um hver fer með forræðið yfir honum. „Þetta mál hefur ekki strandað í ráðuneytinu, heldur í indverskri stjórnsýslu,“ segir Ögmundur Jónasson innanríkisráðherra um mál íslensku fjölskyldunnar sem er föst á Indlandi. „Innan- og utanríkisráðuneytin hafa gert allt sem í þeirra valdi stendur til þess að greiða úr málinu hið fyrsta. Við erum að vonast til þess að niðurstaða fáist innan skamms.“ Ögmundur segir ráðuneytið leggja mjög ríka áherslu á að barnið, Jóel Færseth Einarsson, komist til Íslands sem allra fyrst. Ráðuneytið sé að taka á málinu af miklum velvilja og ásetningi um að greiða götu fjölskyldunnar, sem hefur verið föst á Indlandi í þrjá mánuði. „Við höfum viljað fá gögn frá indversku stjórnsýslunni til að tryggja réttarstöðu einstaklinganna og á því hefur staðið. Ekki neinu öðru,“ segir Ögmundur. „Málið snýst um réttarstöðu barnsins og forræði foreldranna. Það er margt mjög ómaklegt sem hefur verið sagt í þessu máli og ég hvet til þess að menn taki á því af sanngirni. Við þurfum ekki að biðjast afsökunar á neinu í ráðuneytinu.“ Þá bendir Ögmundur á að aðstæður fjölskyldunnar séu sannarlega ekki einsdæmi og fjöldinn allur af evrópskum foreldrum á Indlandi sé í nákvæmlega sömu stöðu. ögmundur jónasson Innanríkisráðuneytið hefur kallað eftir gögnum frá Indlandi varðandi forræðisrétt foreldra Jóels. Hjónin keyptu þjónustu indverskrar staðgöngumóður til að ganga með barnið. Slíkt er ólöglegt hér á landi, og samkvæmt íslenskum lögum er staðgöngumóðirin líffræðileg móðir barnsins og því með forræði yfir því. Urður Gunnarsdóttir, upplýsingafulltrúi utanríkisráðuneytisins, segir málið liggja að nær öllu leyti hjá innanríkisráðuneytinu. „Ráðuneytið bað okkur að óska eftir ákveðnum upplýsingum og höfum gert það að þeirra beiðni,“ segir Urður. „Við erum milliliður og það er okkar eina hlutdeild í þessu máli.“ Urður segir enn engin svör hafa borist frá Indlandi um hvort eða hvenær innanríkisráðuneytið fái svör við spurningum sínum. Herra S. Swaminathan, sendiherra Indlands, hefur fylgst vel með máli fjölskyldunnar og segist standa í þeirri trú að málið leysist hið fyrsta. Hann vildi ekki tjá sig frekar um málið, né heldur vildi sendiherrann staðfesta hvort haft hefði verið samband við hann af hálfu ráðuneytisins. sunna@frettabladid.is Mest lesið Stigmögnun í nágrannaerjum: „Hann vildi keyra á mig“ Innlent Gengst nú við skilaboðunum umdeildu Innlent Hægt að nálgast vottorð um að makinn hafi rangt fyrir sér Innlent „Það átti að taka mig í karphúsið“ Innlent Selenskí undir miklum þrýstingi Innlent „Einhver SA prins mættur til að láta sem allt sé bara kózý“ Innlent Trump fer í fýlu og dregur boð sitt til Carney til baka Erlent Játaði meira og meira eftir því sem á leið Innlent Ólympíufarinn eftirlýsti gómaður eftir áratug á flótta Erlent Eldur í sendibíl á Miklubraut Innlent Fleiri fréttir Stigmögnun í nágrannaerjum: „Hann vildi keyra á mig“ Gengst nú við skilaboðunum umdeildu Hægt að nálgast vottorð um að makinn hafi rangt fyrir sér Um 900 manns nú með lögheimili í Grindavík „Það átti að taka mig í karphúsið“ Selenskí undir miklum þrýstingi Tímamótaviðræður hafnar og ögurstund hjá Samfylkingunni Eldur í sendibíl á Miklubraut Arnar Grétarsson í stjórnmálin Gjörbreytt Langahlíð fyrir milljarð Segist ekki muna eftir að hafa sent skilaboðin „Einhver SA prins mættur til að láta sem allt sé bara kózý“ Endurtekin og alvarleg mál valda áhyggjum Hiti færist í leikinn: „Frægur karl með enga reynslu“ Samfylkingarmönnum í Reykjavík fjölgað um 72 prósent Heimilisofbeldismálin alvarlegri en áður og fundað um Úkraínu í Abu Dhabi Svona var Pallborðið með Heiðu Björgu og Pétri Játaði meira og meira eftir því sem á leið Fann innbrotsþjófinn sofandi á heimilinu Nú geta íbúar skráð sjálfir hvað megi betur fara í borginni „Þetta er svolítið óvenjulegt, ég er ekki á þingi“ Landsleikir á vinnutíma fela í sér tækifæri Pétur vill leiða Viðreisn í Kópavogi Kom ekki á teppið Landsvirkjun hyggst bjóða út alla verkþætti Hvammsvirkjunar í ár Lilja sækist eftir því að leiða Framsókn Willum fer ekki fram og styður Lilju Foreldrarnir vissu ekki af kynferðisofbeldinu Magnea vill hækka sig um sæti Vissu ekki af kynferðisbrotinu fyrr en lögreglan hafði samband Sjá meira
„Þetta mál hefur ekki strandað í ráðuneytinu, heldur í indverskri stjórnsýslu,“ segir Ögmundur Jónasson innanríkisráðherra um mál íslensku fjölskyldunnar sem er föst á Indlandi. „Innan- og utanríkisráðuneytin hafa gert allt sem í þeirra valdi stendur til þess að greiða úr málinu hið fyrsta. Við erum að vonast til þess að niðurstaða fáist innan skamms.“ Ögmundur segir ráðuneytið leggja mjög ríka áherslu á að barnið, Jóel Færseth Einarsson, komist til Íslands sem allra fyrst. Ráðuneytið sé að taka á málinu af miklum velvilja og ásetningi um að greiða götu fjölskyldunnar, sem hefur verið föst á Indlandi í þrjá mánuði. „Við höfum viljað fá gögn frá indversku stjórnsýslunni til að tryggja réttarstöðu einstaklinganna og á því hefur staðið. Ekki neinu öðru,“ segir Ögmundur. „Málið snýst um réttarstöðu barnsins og forræði foreldranna. Það er margt mjög ómaklegt sem hefur verið sagt í þessu máli og ég hvet til þess að menn taki á því af sanngirni. Við þurfum ekki að biðjast afsökunar á neinu í ráðuneytinu.“ Þá bendir Ögmundur á að aðstæður fjölskyldunnar séu sannarlega ekki einsdæmi og fjöldinn allur af evrópskum foreldrum á Indlandi sé í nákvæmlega sömu stöðu. ögmundur jónasson Innanríkisráðuneytið hefur kallað eftir gögnum frá Indlandi varðandi forræðisrétt foreldra Jóels. Hjónin keyptu þjónustu indverskrar staðgöngumóður til að ganga með barnið. Slíkt er ólöglegt hér á landi, og samkvæmt íslenskum lögum er staðgöngumóðirin líffræðileg móðir barnsins og því með forræði yfir því. Urður Gunnarsdóttir, upplýsingafulltrúi utanríkisráðuneytisins, segir málið liggja að nær öllu leyti hjá innanríkisráðuneytinu. „Ráðuneytið bað okkur að óska eftir ákveðnum upplýsingum og höfum gert það að þeirra beiðni,“ segir Urður. „Við erum milliliður og það er okkar eina hlutdeild í þessu máli.“ Urður segir enn engin svör hafa borist frá Indlandi um hvort eða hvenær innanríkisráðuneytið fái svör við spurningum sínum. Herra S. Swaminathan, sendiherra Indlands, hefur fylgst vel með máli fjölskyldunnar og segist standa í þeirri trú að málið leysist hið fyrsta. Hann vildi ekki tjá sig frekar um málið, né heldur vildi sendiherrann staðfesta hvort haft hefði verið samband við hann af hálfu ráðuneytisins. sunna@frettabladid.is
Mest lesið Stigmögnun í nágrannaerjum: „Hann vildi keyra á mig“ Innlent Gengst nú við skilaboðunum umdeildu Innlent Hægt að nálgast vottorð um að makinn hafi rangt fyrir sér Innlent „Það átti að taka mig í karphúsið“ Innlent Selenskí undir miklum þrýstingi Innlent „Einhver SA prins mættur til að láta sem allt sé bara kózý“ Innlent Trump fer í fýlu og dregur boð sitt til Carney til baka Erlent Játaði meira og meira eftir því sem á leið Innlent Ólympíufarinn eftirlýsti gómaður eftir áratug á flótta Erlent Eldur í sendibíl á Miklubraut Innlent Fleiri fréttir Stigmögnun í nágrannaerjum: „Hann vildi keyra á mig“ Gengst nú við skilaboðunum umdeildu Hægt að nálgast vottorð um að makinn hafi rangt fyrir sér Um 900 manns nú með lögheimili í Grindavík „Það átti að taka mig í karphúsið“ Selenskí undir miklum þrýstingi Tímamótaviðræður hafnar og ögurstund hjá Samfylkingunni Eldur í sendibíl á Miklubraut Arnar Grétarsson í stjórnmálin Gjörbreytt Langahlíð fyrir milljarð Segist ekki muna eftir að hafa sent skilaboðin „Einhver SA prins mættur til að láta sem allt sé bara kózý“ Endurtekin og alvarleg mál valda áhyggjum Hiti færist í leikinn: „Frægur karl með enga reynslu“ Samfylkingarmönnum í Reykjavík fjölgað um 72 prósent Heimilisofbeldismálin alvarlegri en áður og fundað um Úkraínu í Abu Dhabi Svona var Pallborðið með Heiðu Björgu og Pétri Játaði meira og meira eftir því sem á leið Fann innbrotsþjófinn sofandi á heimilinu Nú geta íbúar skráð sjálfir hvað megi betur fara í borginni „Þetta er svolítið óvenjulegt, ég er ekki á þingi“ Landsleikir á vinnutíma fela í sér tækifæri Pétur vill leiða Viðreisn í Kópavogi Kom ekki á teppið Landsvirkjun hyggst bjóða út alla verkþætti Hvammsvirkjunar í ár Lilja sækist eftir því að leiða Framsókn Willum fer ekki fram og styður Lilju Foreldrarnir vissu ekki af kynferðisofbeldinu Magnea vill hækka sig um sæti Vissu ekki af kynferðisbrotinu fyrr en lögreglan hafði samband Sjá meira