Íslenski boltinn

Gunnar Þór framlengir við KR

Henry Birgir Gunnarsson skrifar
Rúnar þjálfari er greinilega ánægður með það sem hann hefur séð hjá Gunnari í sumar.
Rúnar þjálfari er greinilega ánægður með það sem hann hefur séð hjá Gunnari í sumar.
Varnarmaðurinn Gunnar Þór Gunnarsson skrifaði í kvöld undir nýjan samning við KR sem gildir til ársins 2014. Frá þessu er greint á heimasíðu KR í kvöld.

Gunnar kom til félagsins frá Norrköping í Svíþjóð. Hann spilaði ekkert framan af sumri þar sem hann var meiddur.

Hann hefur þó staðið sig vel eftir að heilsan komst í lag og KR-ingar munu njóta þjónustu hans næstu árin.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×