Guðmundar- og Geirfinnsmálið - Öll umfjöllunin á einum stað 5. október 2011 17:15 Guðmundar- og Geirfinnsmálið er eitt af stærstu sakamálum Íslandssögunnar og hefur verið í almennri umræðu reglulega síðustu 36 ár. Nú eru komin fram ný gögn sem vakið hafa mikil viðbrögð í samfélaginu og það eru dagbækur Tryggva Rúnars Leifssonar sakbornings í málinu. Einn virtasti réttarsálfræðingur í heimi, Gísli Guðjónsson telur tilefni til að hefja rannsókna á málinu að nýju með tilliti til falskra játninga með tilkomu þessara dagbóka. Þær gefi góða heimild um hvernig meðferð sakborninga í málinu hafi verið háttað og nauðsynlegt sé að rannsaka málsmeðferðina og lögreglurannsóknina að nýju. Fréttastofa Stöðvar 2, Bylgjunnar, Vísis og Ísland í dag hafa fjallað ítarlega um málið nú í vikunni. Hér fyrir neðan er samantekt á umfjölluninni sem unnin var af þeim Helgu Arnardóttur og Jóni Grétari Gissurarsyni.Gísli Guðjónsson réttarsálfræðingur.SUNNUDAGUR 2. OKTÓBERNý gögn í Guðmundar- og Geirfinnsmálinu kalla á rannsókn Upplýsingar úr dagbókum Tryggva Rúnars birtast í fyrsta skipti opinberlega. Gísli Guðjónsson, einn fremsti réttarsálfræðingur í heimi, segir nauðsynlegt að rannsaka málið að nýju í ljósi dagbókanna með tilliti til falskra játninga.Ögmundur Jónasson innanríkisráðherra. MÁNUDAGUR 3. OKTÓBERÁkveður í vikunni hvort málið verði tekin upp Ögmundur Jónasson innanríkisráðherra segist ætla að ákveða hvort Guðmundar- og Geirfinnsmálin svokölluðu verði tekin til rannsóknar að nýju, fyrir vikulok.Guðmundar og Geirfinnsmálið rifjað upp Burðarsteinninn í umfjölluninni um málið, ítarlegur Ísland í dag þáttur Helgu Arnardóttur og Jóns Gissurarsonar.Mynd úr dagbókum Tryggva.ÞRIÐJUDAGUR 4. OKTÓBERVill aðstoða verði Geirfinnsmálið tekið upp Gísli Guðjónsson réttarsálfræðingur segist reiðubúinn að aðstoða við rannsókn á Guðmundar- og Geirfinnsmálinu verði það tekið upp aftur, þrátt fyrir að hann hafi starfað hjá rannsóknarlögreglunni á sama tíma og málið var í rannsókn. Mikilvægt sé að almenn sátt ríki um hans störf.Hóf að rannsaka málið eftir andlát Sævars Ciesielskis Helga Arnardóttir fréttamaður ræddi samantekt sína um Guðmundar- og Geirfinnsmálið í þættinum Í bítið á Bylgjunni. Helga mætti einnig í Reykjavík síðdegis á Bylgjunni og fór yfir málið.Björgvin G. vill sannleiksnefnd um málið Björgvin G. Sigurðsson þingmaður Samfylkingarinnar hefur lagt fram tillögu á Alþingi um að sérstök sannleiksnefnd verði skipuð til rannsóknar á Guðmundar- og Geirfinnsmálinu. Hann segir fólk úr öllum flokkum styðja tillöguna og mikilvægt sé fyrir samfélagið að gera þessi mál upp.Dóttir Tryggva um dagbækurnar Tilviljun ein réði því að dagbækur Tryggva Rúnars komu fram í dagsljósið segir dóttir hans.Erla Bolladóttir: Við vorum ranglega dæmd Annar hluti ítarlegrar umfjöllunar Helgu Arnardóttur í Íslandi í dag um Guðmundar- og GeirfinnsmáliðMorgunblaðið 30. desember 1975.MIÐVIKUDAGUR 5. OKTÓBERGjörbreytt umhverfi málsmeðferða Brynjar Níelsson, formaður Lögmannafélags Íslands, ræddi það í Reykjavík síðdegis hvort hætt sé á að mál svipað Guðmundar- og Geirfinnsmálinu komi upp aftur. Hann segir reglur um meðferð mála nú með gjörólíkum hætti.FIMMTUDAGUR 6. OKTÓBERRáðherra lætur skoða Guðmundar- og Geirfinnsmálið Ögmundur Jónasson innanríkisráðherra mun tilkynna um stofnun starfshóps sem á að fara yfir Guðmundar- og Geirfinnsmálið á morgun. Þetta staðfesti hann í samtali við Vísi. Hann vill að öðru leyti ekki tjá sig um málið fyrr en í fyrramálið.Áfangasigur segir dóttir Tryggva Rúnars „Þetta er áfangasigur," segir Kristín Anna Tryggvadóttir dóttir Tryggva Rúnars Leifssonar eftir að innanríkisráðherra tilkynnti um skipun starfshóps sem kanna skal Guðmundar- og Geirfinnsmálin að nýju. Tryggvi var einn sakborninga í málinu og leggur Kristín áherslu á það að þetta sé hvorki endapunkturinn í málinu né byrjunin á því.Erla Bolladóttir gleðst yfir stofnun starfshópsins Erla Bolladóttir, einn sakborninganna í Guðmundar- og Geirfinnsmálinu, segist glöð yfir því að búið sé að stofna starfshóp sem mun fara yfir rannsókn málsins. „En ég finn líka fyrir trega yfir því að Sævar og Tryggvi Rúnar skuli vera farnir og ekki upplifa þetta með okkur," segir Erla.Frá blaðamannafundinum.FÖSTUDAGUR 7. OKTÓBERFjórir skipa starfshópinn Ögmundur Jónasson innanríkisráðherra hefur skipað fjögurra manna starfshóp til að fara yfir svonefnd Guðmundar- og Geirfinnsmál. Starfshópurinn skal skila ráðherra áfangaskýrslu fyrir lok apríl á næsta ári en þetta kom fram á blaðamannafundi sem ráðherra hélt í dag.Slæmt ef samfélagið telur að réttarkerfið hafi brugðist „Almenningur hefur látið sig Guðmundar- og Geirfinnsmálið varða. Þannig hef ég í vikunni fengið 1190 undirskriftir þar sem krafist er rannsóknar og endurupptöku þessara mála," sagði Ögmundur Jónasson innanríkisráðherra þegar að hann tilkynnti um stofnun sérstaks starfshóps sem mun rannsaka Guðmundar- og Geirfinnsmálin.LAUGARDAGUR 8. OKTÓBERDagbækur Tryggva studdu ákvörðunina Þau sjónarmið hafa ítrekað komið fram að margt hafi farið svo alvarlega úrskeiðis við rannsókn svonefnds Guðmundar- og Geirfinnsmáls að það varði almannahag að rannsókn fari fram á sjálfri rannsókninni. Mest lesið Árásarkonan Þjóðverji á fertugsaldri Erlent Sást ekki til sólar fyrir mýi Innlent Tekist á um breytta ásýnd Suðurlandsbrautar með tilkomu Borgarlínunnar Innlent Brennandi einbýlishús reyndist eyðibýli Innlent Bensínbrúsar inni í íbúðinni Innlent Fólk látið vinna of hratt og fái ekki greitt fyrir alla vinnuna Innlent Hitabylgjan sú mesta í maímánuði svo vitað sé Veður Fólk veltir fyrir sér hvort Áslaug Arna hafi verið slompuð í ræðustól Innlent Fólk í fjarvinnu finni fyrir minni streitu Innlent Beiðni Oscars hafnað: „Það bíður hans engin birta, það er enginn þarna“ Innlent Fleiri fréttir Dráttarvéladagur er á Blikastöðum í dag Beiðni Oscars hafnað: „Það bíður hans engin birta, það er enginn þarna“ Nýr meirihluti komi ekki til greina Umsókn Oscars um landvistarleyfi hafnað og nýr meirihluti útilokaður Þrjár erlendar stúlkur með hæstu einkunn í FÁ Brennandi einbýlishús reyndist eyðibýli Tekist á um breytta ásýnd Suðurlandsbrautar með tilkomu Borgarlínunnar Ökumenn sektaðir vegna notkunar nagladekkja Fólk í fjarvinnu finni fyrir minni streitu Fólk látið vinna of hratt og fái ekki greitt fyrir alla vinnuna Sást ekki til sólar fyrir mýi Áfengi og íþróttaviðburðir geti átt samleið sé farið að lögum Bensínbrúsar inni í íbúðinni Fjögurra ára gömul hola heyrir brátt sögunni til Möguleg íkveikja til rannsóknar, snuðað á ræstingarfólki og flugnager Hafi verulega þýðingu hvort Dagbjört hafi haft ásetning til morðs „Verkefnið bara heltekur okkur“ Annar látinn eftir eldsvoðann á Hjarðarhaga Lagði Livio sem þarf að punga út 25 milljónum króna Stefna að opnun nýs hjúkrunarheimilis á Akureyri árið 2028 Framkvæmdir í tómri Árbæjarlaug ganga vel Fólk veltir fyrir sér hvort Áslaug Arna hafi verið slompuð í ræðustól Ný samræmd próf taki ekki yfir skólastarfið eins og þau gömlu Upptök eldsvoðans í rannsókn og nemar við Harvard áhyggjufullir Skoða hvort eitthvað saknæmt hafi átt sér stað Bein útsending: Að eldast á Íslandi Lítil hreyfing á fylgi stjórnmálaflokkanna Maðurinn kominn í leitirnar Verði bylting að geta fylgst með námsframvindu barna í rauntíma NEL tekur fyrir mál fjölskyldu Sigurðar Kristófers í júní Sjá meira
Guðmundar- og Geirfinnsmálið er eitt af stærstu sakamálum Íslandssögunnar og hefur verið í almennri umræðu reglulega síðustu 36 ár. Nú eru komin fram ný gögn sem vakið hafa mikil viðbrögð í samfélaginu og það eru dagbækur Tryggva Rúnars Leifssonar sakbornings í málinu. Einn virtasti réttarsálfræðingur í heimi, Gísli Guðjónsson telur tilefni til að hefja rannsókna á málinu að nýju með tilliti til falskra játninga með tilkomu þessara dagbóka. Þær gefi góða heimild um hvernig meðferð sakborninga í málinu hafi verið háttað og nauðsynlegt sé að rannsaka málsmeðferðina og lögreglurannsóknina að nýju. Fréttastofa Stöðvar 2, Bylgjunnar, Vísis og Ísland í dag hafa fjallað ítarlega um málið nú í vikunni. Hér fyrir neðan er samantekt á umfjölluninni sem unnin var af þeim Helgu Arnardóttur og Jóni Grétari Gissurarsyni.Gísli Guðjónsson réttarsálfræðingur.SUNNUDAGUR 2. OKTÓBERNý gögn í Guðmundar- og Geirfinnsmálinu kalla á rannsókn Upplýsingar úr dagbókum Tryggva Rúnars birtast í fyrsta skipti opinberlega. Gísli Guðjónsson, einn fremsti réttarsálfræðingur í heimi, segir nauðsynlegt að rannsaka málið að nýju í ljósi dagbókanna með tilliti til falskra játninga.Ögmundur Jónasson innanríkisráðherra. MÁNUDAGUR 3. OKTÓBERÁkveður í vikunni hvort málið verði tekin upp Ögmundur Jónasson innanríkisráðherra segist ætla að ákveða hvort Guðmundar- og Geirfinnsmálin svokölluðu verði tekin til rannsóknar að nýju, fyrir vikulok.Guðmundar og Geirfinnsmálið rifjað upp Burðarsteinninn í umfjölluninni um málið, ítarlegur Ísland í dag þáttur Helgu Arnardóttur og Jóns Gissurarsonar.Mynd úr dagbókum Tryggva.ÞRIÐJUDAGUR 4. OKTÓBERVill aðstoða verði Geirfinnsmálið tekið upp Gísli Guðjónsson réttarsálfræðingur segist reiðubúinn að aðstoða við rannsókn á Guðmundar- og Geirfinnsmálinu verði það tekið upp aftur, þrátt fyrir að hann hafi starfað hjá rannsóknarlögreglunni á sama tíma og málið var í rannsókn. Mikilvægt sé að almenn sátt ríki um hans störf.Hóf að rannsaka málið eftir andlát Sævars Ciesielskis Helga Arnardóttir fréttamaður ræddi samantekt sína um Guðmundar- og Geirfinnsmálið í þættinum Í bítið á Bylgjunni. Helga mætti einnig í Reykjavík síðdegis á Bylgjunni og fór yfir málið.Björgvin G. vill sannleiksnefnd um málið Björgvin G. Sigurðsson þingmaður Samfylkingarinnar hefur lagt fram tillögu á Alþingi um að sérstök sannleiksnefnd verði skipuð til rannsóknar á Guðmundar- og Geirfinnsmálinu. Hann segir fólk úr öllum flokkum styðja tillöguna og mikilvægt sé fyrir samfélagið að gera þessi mál upp.Dóttir Tryggva um dagbækurnar Tilviljun ein réði því að dagbækur Tryggva Rúnars komu fram í dagsljósið segir dóttir hans.Erla Bolladóttir: Við vorum ranglega dæmd Annar hluti ítarlegrar umfjöllunar Helgu Arnardóttur í Íslandi í dag um Guðmundar- og GeirfinnsmáliðMorgunblaðið 30. desember 1975.MIÐVIKUDAGUR 5. OKTÓBERGjörbreytt umhverfi málsmeðferða Brynjar Níelsson, formaður Lögmannafélags Íslands, ræddi það í Reykjavík síðdegis hvort hætt sé á að mál svipað Guðmundar- og Geirfinnsmálinu komi upp aftur. Hann segir reglur um meðferð mála nú með gjörólíkum hætti.FIMMTUDAGUR 6. OKTÓBERRáðherra lætur skoða Guðmundar- og Geirfinnsmálið Ögmundur Jónasson innanríkisráðherra mun tilkynna um stofnun starfshóps sem á að fara yfir Guðmundar- og Geirfinnsmálið á morgun. Þetta staðfesti hann í samtali við Vísi. Hann vill að öðru leyti ekki tjá sig um málið fyrr en í fyrramálið.Áfangasigur segir dóttir Tryggva Rúnars „Þetta er áfangasigur," segir Kristín Anna Tryggvadóttir dóttir Tryggva Rúnars Leifssonar eftir að innanríkisráðherra tilkynnti um skipun starfshóps sem kanna skal Guðmundar- og Geirfinnsmálin að nýju. Tryggvi var einn sakborninga í málinu og leggur Kristín áherslu á það að þetta sé hvorki endapunkturinn í málinu né byrjunin á því.Erla Bolladóttir gleðst yfir stofnun starfshópsins Erla Bolladóttir, einn sakborninganna í Guðmundar- og Geirfinnsmálinu, segist glöð yfir því að búið sé að stofna starfshóp sem mun fara yfir rannsókn málsins. „En ég finn líka fyrir trega yfir því að Sævar og Tryggvi Rúnar skuli vera farnir og ekki upplifa þetta með okkur," segir Erla.Frá blaðamannafundinum.FÖSTUDAGUR 7. OKTÓBERFjórir skipa starfshópinn Ögmundur Jónasson innanríkisráðherra hefur skipað fjögurra manna starfshóp til að fara yfir svonefnd Guðmundar- og Geirfinnsmál. Starfshópurinn skal skila ráðherra áfangaskýrslu fyrir lok apríl á næsta ári en þetta kom fram á blaðamannafundi sem ráðherra hélt í dag.Slæmt ef samfélagið telur að réttarkerfið hafi brugðist „Almenningur hefur látið sig Guðmundar- og Geirfinnsmálið varða. Þannig hef ég í vikunni fengið 1190 undirskriftir þar sem krafist er rannsóknar og endurupptöku þessara mála," sagði Ögmundur Jónasson innanríkisráðherra þegar að hann tilkynnti um stofnun sérstaks starfshóps sem mun rannsaka Guðmundar- og Geirfinnsmálin.LAUGARDAGUR 8. OKTÓBERDagbækur Tryggva studdu ákvörðunina Þau sjónarmið hafa ítrekað komið fram að margt hafi farið svo alvarlega úrskeiðis við rannsókn svonefnds Guðmundar- og Geirfinnsmáls að það varði almannahag að rannsókn fari fram á sjálfri rannsókninni.
Mest lesið Árásarkonan Þjóðverji á fertugsaldri Erlent Sást ekki til sólar fyrir mýi Innlent Tekist á um breytta ásýnd Suðurlandsbrautar með tilkomu Borgarlínunnar Innlent Brennandi einbýlishús reyndist eyðibýli Innlent Bensínbrúsar inni í íbúðinni Innlent Fólk látið vinna of hratt og fái ekki greitt fyrir alla vinnuna Innlent Hitabylgjan sú mesta í maímánuði svo vitað sé Veður Fólk veltir fyrir sér hvort Áslaug Arna hafi verið slompuð í ræðustól Innlent Fólk í fjarvinnu finni fyrir minni streitu Innlent Beiðni Oscars hafnað: „Það bíður hans engin birta, það er enginn þarna“ Innlent Fleiri fréttir Dráttarvéladagur er á Blikastöðum í dag Beiðni Oscars hafnað: „Það bíður hans engin birta, það er enginn þarna“ Nýr meirihluti komi ekki til greina Umsókn Oscars um landvistarleyfi hafnað og nýr meirihluti útilokaður Þrjár erlendar stúlkur með hæstu einkunn í FÁ Brennandi einbýlishús reyndist eyðibýli Tekist á um breytta ásýnd Suðurlandsbrautar með tilkomu Borgarlínunnar Ökumenn sektaðir vegna notkunar nagladekkja Fólk í fjarvinnu finni fyrir minni streitu Fólk látið vinna of hratt og fái ekki greitt fyrir alla vinnuna Sást ekki til sólar fyrir mýi Áfengi og íþróttaviðburðir geti átt samleið sé farið að lögum Bensínbrúsar inni í íbúðinni Fjögurra ára gömul hola heyrir brátt sögunni til Möguleg íkveikja til rannsóknar, snuðað á ræstingarfólki og flugnager Hafi verulega þýðingu hvort Dagbjört hafi haft ásetning til morðs „Verkefnið bara heltekur okkur“ Annar látinn eftir eldsvoðann á Hjarðarhaga Lagði Livio sem þarf að punga út 25 milljónum króna Stefna að opnun nýs hjúkrunarheimilis á Akureyri árið 2028 Framkvæmdir í tómri Árbæjarlaug ganga vel Fólk veltir fyrir sér hvort Áslaug Arna hafi verið slompuð í ræðustól Ný samræmd próf taki ekki yfir skólastarfið eins og þau gömlu Upptök eldsvoðans í rannsókn og nemar við Harvard áhyggjufullir Skoða hvort eitthvað saknæmt hafi átt sér stað Bein útsending: Að eldast á Íslandi Lítil hreyfing á fylgi stjórnmálaflokkanna Maðurinn kominn í leitirnar Verði bylting að geta fylgst með námsframvindu barna í rauntíma NEL tekur fyrir mál fjölskyldu Sigurðar Kristófers í júní Sjá meira