Bert van Marwijk, landsliðsþjálfari Hollands í knattpyrnu, hefur samþykkt að gefa Robin van Persie frí frá vitáttuleiknum gegn Þjóðverjum á þriðjudaginn.
Arsene Wenger, knattspyrnustjóri Arsenal, hafði beðið um að stjörnuleikmaðurinn sinn myndi fá að hvíla í vikunni og Marwijk hefur nú samþykkt það.
„Arsena spurði mig hvort ég gæti hvílt hann í báðum vináttuleikjunum, en ég var ekki tilbúinn í það,“ sagði Marwijk.
„Við áttum síðan góðan fund saman og komumst að þeirri niðurstöðu að hann myndi aðeins spila leikinn á föstudaginn. Ég mun því ekki nota Robin á móti Þjóðverjum“.
Marwijk mun hvíla van Persie gegn Þjóðverjum
Stefán Árni Pálsson skrifar
