Forráðamenn LA Galaxy frá Bandaríkjunum hafa áhuga á því að fá knattspyrnumanninn Frank Lampard frá Chelsea til liðsins fyrir næsta tímabil. Hlutverk hans yrði að leysa David Beckham af hólmi bæði innan sem og utan vallar, en Beckham er líklega á leiðinni frá félaginu.
Lampard á að hafa réttu ímyndina og gæðin sem leikmaður til að leysa Beckham af sem aðalstjarna MLS deildarinnar.
„David hefur gert mikið fyrir þessa deild bæði inn á vellinum og utan hans líka," sagði Don Garber, forseti MLS-deildarinnar.
Lampard gæti verið á leiðinni til LA Galaxy
Stefán Árni Pálsson skrifar

Mest lesið

Eiginkona Diogo Jota með vasaklútaskilaboð
Enski boltinn

Karlremban Chicharito í klandri
Fótbolti







Isak fer ekki í æfingaferðina
Enski boltinn
