Enski boltinn

Clattenburg ætlar að taka sér frí í mánuð

Henry Birgir Gunnarsson skrifar
Clattenburg hlaut mikla gagnrýni er hann sleppti Rooney fyrir olnbogaskotið.
Clattenburg hlaut mikla gagnrýni er hann sleppti Rooney fyrir olnbogaskotið.
Það hefur gustað um enska dómarann Mark Clattenburg síðustu daga. Hann sleppti því að reka Rooney af velli fyrir olnbogaskot gegn Wigan og hefur fylgt því eftir með fleiri umdeildum dómum.

Nú er hermt að hann hafi beðið um að komast í mánaðarfrí til þess að jafna sig á öllum látunum sem hafa verið í kringum hann.

Einhverjar sögusagnir fóru af stað að hann ætlaði sér hreinlega að hætta að dæma en niðurstaðan er líklega sú að hann fari í smá frí.

Ekki er enn vitað hvort hann ætli einnig að fara í frí frá Evrópuleikjum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×