Fótbolti

Salan á Veigari gæti fælt styrktaraðila frá Vålerenga

Salan á Veigari Páli Gunnarssyni hefur verið eitt helsta fréttaefnið í Noregi undanfarnar vikur.
Salan á Veigari Páli Gunnarssyni hefur verið eitt helsta fréttaefnið í Noregi undanfarnar vikur.
Salan á Veigari Páli Gunnarssyni frá Stabæk til Vålerenga er enn fréttaefni í Noregi en málið er til rannsóknar hjá lögreglu. Stærsti styrktaraðili Vålerenga, Nordea bankinn, er ekki sáttur við þá hluti sem félagið er bendlað við og ef allt fer á versta veg gæti bankinn hætt að styrkja félagið.

Grunur leikur á um að félögin hafi komið sér saman um „falskt“ söluverð á Veigari til þess að koma Stabæk undan því að greiða franska félaginu Nancy háar fjárhæðir.

Ef Vålerenga fær dóm á sig vegna sölunnar gætu fleiri styrktaraðilar félagsins hætt samstarfinu við Oslóarliðið. Þar má nefna raforkufyrirtækið Hafslund . Talið er að verðmæti samstarfssamninga sem Vålerenga hefur gert sé um 1,8 milljarðar kr.

Norska knattspyrnusambandið og lögreglan í Asker eru að rannsaka málið og voru nokkrir af yfirmönnum Stabæk og Vålerenga reknir um leið og málið komst í hámæli.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×