Fótbolti

David Cameron segir FIFA-kosningarnar farsa

Kolbeinn Tumi Daðason skrifar
Mynd/Getty Images
David Cameron forsætisráðherra Bretlands segir nýafstaðnar forsetakosningar FIFA, þar sem Sepp Blatter var einn í framboði, farsa. Þetta kom fram í svari Cameron við fyrirspurn þingmanns um skoðun forsætisráðherrans á hvort ekki þyrfti að sýna Blatter rauða spjaldið.

„Orðspor FIFA er í lægstu lægðum og augljóslega voru kosningarnar, þar sem aðeins einn var í framboði, farsi. FIFA verður að vera gegnsærri og ábyrgari í vinnubrögðum sínum."

Cameron sagði enska knattspyrnusambandið eiga að spila lykilhlutverk í stuðla að breytingum.

„FIFA verður að sýna að það geti framkvæmt það sem af því er ætlast. Á endanum verður breytingin þó að koma úr rótum fótboltans og ég er viss um að enska knattspyrnusambandið vilji spila lykilhlutverk í því sambandi."




Fleiri fréttir

Sjá meira


×