Fótbolti

Kemur á óvart að Hvít-Rússar séu með þrjú stig

Eiríkur Stefán Ásgeirsson í Álaborg skrifar
Keld Bordinggaard. Mynd. / Getty Images.
Keld Bordinggaard. Mynd. / Getty Images.
Þjálfari U-21 landsliðs Dana, Keld Bordinggaard, segir að það komi á óvart að Hvít-Rússar séu komnir með þrjú stig í A-riðli á EM í Danmörku.

Hvít-Rússar fengu stigin þrjú með því að vinna Ísland í fyrstu umferð riðlakeppninnar um helgina, 2-0. Á sama tíma tapaði Danmörk fyrir Sviss, 1-0, en Danir mæta Hvít-Rússum í Árósum á morgun. „Það hefur komið flestum á óvart að Hvít-Rússar eru með þrjú stig. Það kom líka mörgum á óvart að þeir skulu hafa komist á EM U-21 í Svíþjóð fyrir tveimur árum."

„Og það kom einnig mikið á óvart þegar þeir tryggðu sér sæti á þessu móti, sérstaklega með því að vinna Ítali 3-0. En þetta eru mjög duglegir leikmenn og liðið hefur fundið leikkerfi sem hefur verið mjög erfitt að vinna bug á. Þeir eru mjög hættulegir."




Fleiri fréttir

Sjá meira


×