Mesut Özil, leikmaður Real Madrid og þýska landsliðsins, hefur tekið af allan vafa um það hvort leikmaðurinn sé að yfirgefa spænska liðið.
Manchester United hefur verið orðað við þennan snjalla miðjumann, en hann gæti fyllt það skarð sem Paul Scholes mun skilja eftir sig.
Umboðsmaður leikmannsins, Reza Fazeli, hefur gefið það út að miðjumaðurinn hafi ekki áhuga á því að yfirgefa Madridarliðið.
„Við þökkum Manchester United fyrir áhugann, en Özil líður virkilega vel hjá Real Madrid og ætlar sér ekki að fara frá klúbbnum,“ sagði Fazeli við fjölmiðla.
