Fótbolti

Enn óvíst með Jóhann Berg

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Jóhann Berg gengur meiddur af velli um helgina.
Jóhann Berg gengur meiddur af velli um helgina. Mynd/Anton
Jóhann Berg Guðmundsson gat ekki beitt sér af fullum krafti á æfingu íslenska U-21 landsliðsins í dag. Hann meiddist á öxl í tapleiknum gegn Hvíta-Rússlandi um helgina.

Íslenska liðið æfði síðdegis og gat Jóhann Berg tekið þátt í æfingunni. Hins vegar gat hann ekki beitt sér eðlilega vegna meiðslanna og verður staðan á honum aftur tekin á morgun. Þá fyrst kemur í ljós hvort hann geti spilað með gegn Sviss.

Ekki eru önnur meiðsli í íslenska landsliðshópnum og allir hinir 22 leikmennirnir klárir í slaginn gegn Sviss. Leikurinn fer fram í Álaborg og hefst klukkan 16.00.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×