Fótbolti

Zlatan fær falleinkunn hjá enskum blaðamönnum

Zlatan Ibrahimovic hefur aldrei átt í vandræðum með að hrósa sjálfum sér.
Zlatan Ibrahimovic hefur aldrei átt í vandræðum með að hrósa sjálfum sér. AFP
Zlatan Ibrahimovic hefur aldrei átt í vandræðum með að hrósa sjálfum sér. Ibrahimovic heillaði ekki enska íþróttafréttamenn í vináttuleik Svía og Englands í gær. Og flestir enskir fjölmiðlar gefa framherjanum  falleinkunn, og helstu einkenni fótboltamannsins séu leti og hroki.

Í ævisögu sinni sem kom nýverið út líkir sænski landsliðsmaðurinn sjálfum við Ferrari sportbíl sem hafi verið meðhöndlaður sem FIAT smábíll hjá Pep Guardiola þjálfara Barcelona.

England hafði betur, 1-0, í leiknum. Daily Mail skrifar m.a. að sé tekið mið af þeim hestöflum, orku og eiginleikum sem leikmaðurinn hafi sýnt gegn Englandi þá hafi þjálfari Barcelona haft rétt fyrir sér með samlíkingunni við FIAT.  Flestir undra sig á því afhverju Zlatan hafi verið valinn í liðið.

„Það var sorglegt að horfa á fyrirliða Svía. Það var sóun að nota AC Milan leikmanninn í þessum leik. Hann trúir því að það sé nóg fyrir hann að vera inni á vellinum – án þess að gera neitt,“ segir m.a. The Sun.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×