Eigandi Rottweiler tíkarinnar: Ég gerði mistök að skilja hana eina eftir í bandi Boði Logason skrifar 10. mars 2011 13:05 Tekin verður ákvörðun á næstu dögum hvort að tíkinni verður lógað. Eigandinn segir hana vera yndislega í alla staði og harmar að hafa gert þau mistök að skilja hana eina eftir í bandi. Mynd/Úr einkasafni „Ég gerði mistök að binda hana í band við húsið, ég vissi ekki að ég mætti ekki gera það," segir eigandi Rottweiler tíkur sem réðst á konu í Hveragerði á föstudaginn í síðustu viku. Eigandinn segir að tíkin hafi farið í skapgerðarmat í gær hjá dýralækni og komið rosalega vel út úr því. Tíkin réðst á konuna sem ætlaði að heimsækja fólkið sem þar býr og beit hana í úlnliðinn. Eigandinn segir að tíkin sé nýkomin til landsins og sé ennþá hvekkt. „Hún er enn að kynnast nýjum aðstæðum og er tiltölulega nýkomin úr einangrun. Þetta er mjög ljótt og sorglegt mál," segir eigandinn sem flutti tíkina inn frá amerískum og evrópskum meisturum. Hann segir að tíkinni hafi verið ógnað þegar konan kom að heimilinu og tekur undir orð Jónu Th. Viðarsdóttur, formanns Hundaræktarfélags Íslands, um að ekki megi skilja hund einan eftir í bandi, sama af hvaða tegund hundurinn er. „Ég gerði mistök, rétt eins og Jóna benti á í viðtalinu, þetta var vítavert kæruleysi sem gerist ekki aftur," segir eigandinn. Eigandinn segir að tíkin hafi ekki verið neitt annað en yndisleg síðan hún kom á heimilið. „En þarna var henni ógnað og mér finnst leiðinlegt að hafa gert þau mistök að hafa hana eina í bandi úti. Hún hefur annars verið yndisleg í alla staði." Eigandinn segir að hundurinn sé ekki árásarhundur þó vissulega séu margir Rottweiler hundar agaðir sem slíkir. „Hún er ekki ein af þeim. Ég fékk mér hana til þess að bæta stofninn á Íslandi því þess er þörf," segir eigandinn en nú er hundurinn í vörslu lögreglu og tekin verður ákvörðun á næstu dögum hvort hundinum verður lógað fyrir að bíta konuna. „Þetta er bara spurning um daginn í dag og á morgun þá verður þessi ákvörðun tekin. Ég geri allt til að fá tíkina mína aftur heim." Tengdar fréttir Það á aldrei að skilja hunda eina eftir í bandi Jóna Th. Viðarsdóttir, formaður Hundaræktarfélags Íslands, segir að aldrei eigi að skilja hund eftir einan í bandi, sama af hvaða tegund hundurinn er. Hún segir að sem betur fer komi ekki oft upp mál þar sem hundar bíti ókunnuga. 7. mars 2011 21:58 Rottweiler hundur réðst á konu Rottweiler hundur sem var bundinn við íbúðarhús í Hveragerði réðst á konu á föstudaginn og beit hana í úlnliðinn. Konan var að koma að húsi þar sem hún hugðist heimsækja fólk. 7. mars 2011 10:20 Rottweiler hundur enn í haldi lögreglu Rottweiler hundurinn sem réðst á konu í Hveragerði á föstudaginn í síðustu viku er enn í vörslu lögreglunnar á Selfossi. Ekki hefur verið tekið ákvörðun um hvort hundinum verði lógað en lögreglustjórinn í bænum tekur þá ákvörðun. Samkvæmt upplýsingum frá lögreglu er rannsókn en í fullum gangi. 10. mars 2011 09:55 Mest lesið Hótar að beita stríðsmálaráðuneytinu: „Chipocalypse Now“ Erlent Ákærðir vegna fölsuðu taflanna tuttugu þúsund Innlent Ákærðir fyrir hópnauðgun gegn ólögráða stúlku Innlent „Vona bara að hún grípi til raunverulegra aðgerða sem bíta“ Innlent Veltir fyrir sér hvort íslensk íþróttafélög verði af milljörðum Innlent „Eins og að fá hnefahögg í andlitið“ Innlent Kennir íslensku en fær ekki ríkisborgararétt að óbreyttu Innlent Korn ræktað á um fjögur þúsund hekturum Innlent Ástand á stúdentagörðum: Ítrekuð innbrot, mat stolið, dýnur í kjallara og hland á gólfi Innlent Gríðarlegur fjöldi á mótmælunum Þjóð gegn þjóðarmorði Innlent Fleiri fréttir Ákærðir vegna fölsuðu taflanna tuttugu þúsund „Vona bara að hún grípi til raunverulegra aðgerða sem bíta“ Korn ræktað á um fjögur þúsund hekturum Veltir fyrir sér hvort íslensk íþróttafélög verði af milljörðum Handtekinn undir áhrifum með tvö börn í bílnum Fjölmenn mótmæli og skortur á íslenskukunnáttu þrátt fyrir doktorsnám Ákærðir fyrir hópnauðgun gegn ólögráða stúlku Gullkistan opnuð á Vestfjörðum Sóttu slasaðan ökumann við Surtshelli Gríðarlegur fjöldi á mótmælunum Þjóð gegn þjóðarmorði Tæpir sextíu þúsund fermetrar í eigu ríkisins standa tómir Kennir íslensku en fær ekki ríkisborgararétt að óbreyttu Tvöföldun erlendra fanga á fimm árum: „Þetta er auðvitað gríðarlega hátt hlutfall“ Nöfn myrtra barna verða lesin upp í sjö klukkustundir Eygir vonarneista í fyrsta sinn í marga mánuði Eygir vonarneista í fyrsta sinn og mótmæli um allt land Segir dregið úr veiðum á grundvelli „Walt Disneylíffræði“ Árborg girnist svæði Flóahrepps Sendu kæligáma til Úkraínu Langflestir lögreglumenn á Suðurnesjum Brunarústirnar fjarlægðar tveimur árum eftir brunann Íbúar mótmæla og vilja börn frekar en byggingu í Gunnarsbrekku Reyndi að stinga lögreglu af á buggy Bílvelta í Kömbunum „Eins og að fá hnefahögg í andlitið“ Sveitarstjórn reyni að skrá íbúa úr sveitarfélaginu og ógni grundvallarréttindum Skoða að efla geðheilbrigðisþjónustu á Austurlandi eftir röð áfalla Kjölur ekki á dagskrá Lögregla kölluð til eftir að bremsuvírar voru klipptir á reiðhjólum barna Fólk deili lyfseðlum og „míkródósi“: „Við getum ekki réttlætt þá meðferð“ Sjá meira
„Ég gerði mistök að binda hana í band við húsið, ég vissi ekki að ég mætti ekki gera það," segir eigandi Rottweiler tíkur sem réðst á konu í Hveragerði á föstudaginn í síðustu viku. Eigandinn segir að tíkin hafi farið í skapgerðarmat í gær hjá dýralækni og komið rosalega vel út úr því. Tíkin réðst á konuna sem ætlaði að heimsækja fólkið sem þar býr og beit hana í úlnliðinn. Eigandinn segir að tíkin sé nýkomin til landsins og sé ennþá hvekkt. „Hún er enn að kynnast nýjum aðstæðum og er tiltölulega nýkomin úr einangrun. Þetta er mjög ljótt og sorglegt mál," segir eigandinn sem flutti tíkina inn frá amerískum og evrópskum meisturum. Hann segir að tíkinni hafi verið ógnað þegar konan kom að heimilinu og tekur undir orð Jónu Th. Viðarsdóttur, formanns Hundaræktarfélags Íslands, um að ekki megi skilja hund einan eftir í bandi, sama af hvaða tegund hundurinn er. „Ég gerði mistök, rétt eins og Jóna benti á í viðtalinu, þetta var vítavert kæruleysi sem gerist ekki aftur," segir eigandinn. Eigandinn segir að tíkin hafi ekki verið neitt annað en yndisleg síðan hún kom á heimilið. „En þarna var henni ógnað og mér finnst leiðinlegt að hafa gert þau mistök að hafa hana eina í bandi úti. Hún hefur annars verið yndisleg í alla staði." Eigandinn segir að hundurinn sé ekki árásarhundur þó vissulega séu margir Rottweiler hundar agaðir sem slíkir. „Hún er ekki ein af þeim. Ég fékk mér hana til þess að bæta stofninn á Íslandi því þess er þörf," segir eigandinn en nú er hundurinn í vörslu lögreglu og tekin verður ákvörðun á næstu dögum hvort hundinum verður lógað fyrir að bíta konuna. „Þetta er bara spurning um daginn í dag og á morgun þá verður þessi ákvörðun tekin. Ég geri allt til að fá tíkina mína aftur heim."
Tengdar fréttir Það á aldrei að skilja hunda eina eftir í bandi Jóna Th. Viðarsdóttir, formaður Hundaræktarfélags Íslands, segir að aldrei eigi að skilja hund eftir einan í bandi, sama af hvaða tegund hundurinn er. Hún segir að sem betur fer komi ekki oft upp mál þar sem hundar bíti ókunnuga. 7. mars 2011 21:58 Rottweiler hundur réðst á konu Rottweiler hundur sem var bundinn við íbúðarhús í Hveragerði réðst á konu á föstudaginn og beit hana í úlnliðinn. Konan var að koma að húsi þar sem hún hugðist heimsækja fólk. 7. mars 2011 10:20 Rottweiler hundur enn í haldi lögreglu Rottweiler hundurinn sem réðst á konu í Hveragerði á föstudaginn í síðustu viku er enn í vörslu lögreglunnar á Selfossi. Ekki hefur verið tekið ákvörðun um hvort hundinum verði lógað en lögreglustjórinn í bænum tekur þá ákvörðun. Samkvæmt upplýsingum frá lögreglu er rannsókn en í fullum gangi. 10. mars 2011 09:55 Mest lesið Hótar að beita stríðsmálaráðuneytinu: „Chipocalypse Now“ Erlent Ákærðir vegna fölsuðu taflanna tuttugu þúsund Innlent Ákærðir fyrir hópnauðgun gegn ólögráða stúlku Innlent „Vona bara að hún grípi til raunverulegra aðgerða sem bíta“ Innlent Veltir fyrir sér hvort íslensk íþróttafélög verði af milljörðum Innlent „Eins og að fá hnefahögg í andlitið“ Innlent Kennir íslensku en fær ekki ríkisborgararétt að óbreyttu Innlent Korn ræktað á um fjögur þúsund hekturum Innlent Ástand á stúdentagörðum: Ítrekuð innbrot, mat stolið, dýnur í kjallara og hland á gólfi Innlent Gríðarlegur fjöldi á mótmælunum Þjóð gegn þjóðarmorði Innlent Fleiri fréttir Ákærðir vegna fölsuðu taflanna tuttugu þúsund „Vona bara að hún grípi til raunverulegra aðgerða sem bíta“ Korn ræktað á um fjögur þúsund hekturum Veltir fyrir sér hvort íslensk íþróttafélög verði af milljörðum Handtekinn undir áhrifum með tvö börn í bílnum Fjölmenn mótmæli og skortur á íslenskukunnáttu þrátt fyrir doktorsnám Ákærðir fyrir hópnauðgun gegn ólögráða stúlku Gullkistan opnuð á Vestfjörðum Sóttu slasaðan ökumann við Surtshelli Gríðarlegur fjöldi á mótmælunum Þjóð gegn þjóðarmorði Tæpir sextíu þúsund fermetrar í eigu ríkisins standa tómir Kennir íslensku en fær ekki ríkisborgararétt að óbreyttu Tvöföldun erlendra fanga á fimm árum: „Þetta er auðvitað gríðarlega hátt hlutfall“ Nöfn myrtra barna verða lesin upp í sjö klukkustundir Eygir vonarneista í fyrsta sinn í marga mánuði Eygir vonarneista í fyrsta sinn og mótmæli um allt land Segir dregið úr veiðum á grundvelli „Walt Disneylíffræði“ Árborg girnist svæði Flóahrepps Sendu kæligáma til Úkraínu Langflestir lögreglumenn á Suðurnesjum Brunarústirnar fjarlægðar tveimur árum eftir brunann Íbúar mótmæla og vilja börn frekar en byggingu í Gunnarsbrekku Reyndi að stinga lögreglu af á buggy Bílvelta í Kömbunum „Eins og að fá hnefahögg í andlitið“ Sveitarstjórn reyni að skrá íbúa úr sveitarfélaginu og ógni grundvallarréttindum Skoða að efla geðheilbrigðisþjónustu á Austurlandi eftir röð áfalla Kjölur ekki á dagskrá Lögregla kölluð til eftir að bremsuvírar voru klipptir á reiðhjólum barna Fólk deili lyfseðlum og „míkródósi“: „Við getum ekki réttlætt þá meðferð“ Sjá meira
Það á aldrei að skilja hunda eina eftir í bandi Jóna Th. Viðarsdóttir, formaður Hundaræktarfélags Íslands, segir að aldrei eigi að skilja hund eftir einan í bandi, sama af hvaða tegund hundurinn er. Hún segir að sem betur fer komi ekki oft upp mál þar sem hundar bíti ókunnuga. 7. mars 2011 21:58
Rottweiler hundur réðst á konu Rottweiler hundur sem var bundinn við íbúðarhús í Hveragerði réðst á konu á föstudaginn og beit hana í úlnliðinn. Konan var að koma að húsi þar sem hún hugðist heimsækja fólk. 7. mars 2011 10:20
Rottweiler hundur enn í haldi lögreglu Rottweiler hundurinn sem réðst á konu í Hveragerði á föstudaginn í síðustu viku er enn í vörslu lögreglunnar á Selfossi. Ekki hefur verið tekið ákvörðun um hvort hundinum verði lógað en lögreglustjórinn í bænum tekur þá ákvörðun. Samkvæmt upplýsingum frá lögreglu er rannsókn en í fullum gangi. 10. mars 2011 09:55