Fótbolti

Allir heilir í danska hópnum

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Morten Olsen, landsliðsþjálfari Dana.
Morten Olsen, landsliðsþjálfari Dana. Mynd/Daníel
Morten Olsen, landsliðsþjálfari Danmerkur, þarf ekki að hafa áhyggjur af meiðslum fyrir leikinn gegn Íslandi í kvöld því allir 23 leikmennirnir í hópnum eru við fulla heilsu.

„Ég hef ekki ákveðið hverjir verða í byrjunarliðinu. Ég er með 23 leikmenn og það býður upp á marga möguleika. Þannig á það líka að vera,“ sagði Olsen við danska fjölmiðla.

„En það verður mjög erfitt að þurfa að velja á milli þessara leikmanna,“ bætti hann við. „Og ekki síst að velja þá fimm sem munu sitja upp í stúku. Það á enginn þeirra skilið.“




Fleiri fréttir

Sjá meira


×