Fótbolti

12-0 fyrir Dani í síðustu fjórum leikjum

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Eyjólfur Sverrisson árið 2000.
Eyjólfur Sverrisson árið 2000. Nordic Photos / Bongarts
Ísland hefur ekki skoraði í leik gegn Dönum í rúman áratug. Eyjólfur Sverrisson var þar síðast að verki.

Eyjólfur kom þá Íslandi í 1-0 forystu í þeim leik sem fór fram á Laugardalsvelli þann 2. september árið 2000. Ísland tapaði þó leiknum, 2-1.

Þeir Hermann Hreiðarsson og Eiður Smári Guðjohnsen voru í byrjunarliðinu í þeim leik og Heiðar Helguson var á bekknum. Allir eru enn í landsliðinu í dag.

Síðan þá hafa liðin mæst fjórum sinnum og hafa Danir unnið þá fjóra leiki, samanlagt 12-0.

Flestir vita að Ísland hefur aldrei unnið Dani á knattspyrnuvellinum en þessi lið mætast í 22. sinn frá upphafi í dag.

„Af öllum okkar andstæðingum vilja Íslendingar allra helst vinna okkur,“ sagði Morten Olsen, landsliðsþjálfari Dana, og hitti naglann á höfuðið.

„Ísland spilaði mjög vel á móti Noregi og átti skilið að vinna þann leik. Þeir spiluðu svo mjög vel á móti okkur,“ bætti hann við.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×