Fótbolti

Gylfi: Þurfum að spila mikið betur en þetta

Guðmundur Marinó Ingvarsson skrifar
Gylfi Þór Sigurðsson var ekki ánægður með hversu illa gekk að spila úr öftustu varnarlínu í ósigrinum gegn Dönum á Laugardalsvellinum í kvöld. "Einu hálffærin sem við sköpuðum okkur var þegar við unnum boltann og náðum að sækja hratt í gegnum miðjuna," sagði Gylfi og bætti við "við þurfum að spila mikið betur en þetta til að safna stigum í þessum riðli."

"Við erum mjög ósáttir við að ná ekki neinu út úr þessu. Við þurfum að fara að safna stigum, það er ekki alltaf hægt að tala um að eitthvað sé jákvætt, við þurfum að safna stigum."




Fleiri fréttir

Sjá meira


×