Hjörvar: Undirbúningur liðsins virðist hafa verið afleitur Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 15. júní 2011 20:51 Hjörvar Hafliðason, knattspyrnuspekingur, var í viðtali við Guðjón Guðmundsson íþróttamanna Stöðvar 2 í fréttum Stöðvar 2 í kvöld þar sem að hann fór yfir gengi íslenska 21 árs landsliðsins á EM í Danmörku. Íslenska liðið hefur tapað tveimur fyrstu leikjum sínum á mótinu og verður að bursta Dani til þess að komast upp úr riðlinum. „Ég veit ekki hvað hefur farið nákvæmlega úrskeiðis en við töpuðum þarna fyrir Hvíta-Rússlandi sem var algjör lykilleikur. Við skulum heldur ekki gleyma því að áður en Hvíta-Rússland skorar þá fáum við þrjú algjör dauðafæri," sagði Hjörvar. „Það var algjör lykilleikur í þessu móti og ég held að við höfum séð það í gær að Sviss er einfaldlega betri en við í fótbolta. Við söknuðum reyndar okkar besta manns, Arons Einars Gunnarssonar, sem var í leikbanni," sagði Hjörvar. „Það eru margir ósáttir við valið á liðinu og hugsanlega hefði Eggert Gunnþór átt að vera settur á miðjuna og Skúli Jón í hægri bakvörðinn. Ég held samt að það sé enginn spurning að Sviss er með betra lið en við," sagði Hjörvar. „Bjarni Þór fyrirliði liðsins lék lítið í vetur í Belgíu og meiddist hann líka í aðdraganda keppninnar. Hann var skugginn af sjálfum sér allavega í gær og sama er hægt að segja um son þjálfarans, Hólmar Örn Eyjólfsson. Hann lék ekkert með West Ham í vetur og hefur átt erfiða keppni í Danmörku," sagði Hjörvar. „Auðvitað gerum við gríðarlega kröfur til Gylfa og Kolbeins. Kolbeinn var mjög góður á móti Hvíta-Rússlandi en fann sig ekki í gær," sagði Hjörvar. „Það er ekki komin nein niðurstaða en auðvitað eru þessi úrslit vonbrigði. Ég er samt ennþá bjartsýnn fyrir hönd þessarar gullkynslóðar íslenska fótboltans. Vonbrigði eru oft veganesti að velgengni og ég hef tröllatrú á því að þetta sé kynslóðin sem eigi eftir að rífa upp íslenska fótbolta," sagði Hjörvar. „Það er bara ákveðin kúnst að fara á stórmót og ég held við Íslendingar kunnum bara ekki að fara á stórmót. Ég hefði alveg viljað sjá einhvern hjá KSÍ banka upp á hjá HSÍ og spyrja: Við erum á leiðinni á stórmót, hvernig gerum við þetta?," sagði Hjörvar. „Það er rosalega auðvelt að vera gáfaður núna en undirbúningur liðsins virðist hafa verið afleitur," sagði Hjörvar en það má sjá allt viðtalið með því að smella hér fyrir ofan. Mest lesið Farin frá Braga eftir aðeins hálft ár Fótbolti „Feginn að þú lifðir krabbameinið af svo þú gætir séð skítaliðið þitt fara niður“ Handbolti Réttlætti Zirkzee-skiptinguna: „Stundum sækirðu betur með færri framherja“ Enski boltinn Neyðarlegt jafntefli United gegn Úlfunum Enski boltinn „Mér var bara tjáð að þeir ætluðu að leita eitthvað annað“ Íslenski boltinn Segir Ísland eiga tvo af tíu bestu í heimi Handbolti Arsenal rústaði Villa og náði fimm stiga forskoti Enski boltinn Sjáðu Arsenal rúlla yfir Villa og Úlfana ná í stig á Old Trafford Enski boltinn Fékk á sig víti í mögulegum kveðjuleik Enski boltinn Segir dómarana bara hafa verið að giska Enski boltinn Fleiri fréttir Segir dómarana bara hafa verið að giska Stuðningsmaður stendur heilu leikina eins og stytta „Mér var bara tjáð að þeir ætluðu að leita eitthvað annað“ Sjáðu Arsenal rúlla yfir Villa og Úlfana ná í stig á Old Trafford Farin frá Braga eftir aðeins hálft ár Réttlætti Zirkzee-skiptinguna: „Stundum sækirðu betur með færri framherja“ Arsenal rústaði Villa og náði fimm stiga forskoti Neyðarlegt jafntefli United gegn Úlfunum Welbeck skoraði úr einu víti og brenndi af öðru Fékk á sig víti í mögulegum kveðjuleik Senegal vann riðilinn en missti Koulibaly í bann Nígeríumenn snöggir að nýta sér liðsmuninn og fengu fullt hús „Þetta er rebbabragð sem ég vissi nú reyndar ekki að hann kynni“ Elsti atvinnumaður heims fer í nýtt lið Nýi þjálfarinn fær strax að njóta krafta Orra Liðið sem gerir stólpagrín að xG Þjálfari Liverpool í föstum leikatriðum látinn fara Arnar vill læra af mistökum gullkynslóðarinnar og gera landsliðið sjálfbærara Gleymdi Íslendingurinn fékk loks að spila: „Ég er ekki vitlaus“ „Fróðari menn segja að maður eigi ekki að láta tilfinningarnar ráða“ Fótboltaþjálfari og þrjú börn hans létust í jólafríinu „Ég hélt ég myndi deyja“ Nottingham Forest vill fá að heyra samtöl dómaranna Ekki góð ferð til Rómarborgar í kvöld Heimamenn í ham og El Kaabi skoraði aftur með hjólhestaspyrnu Sarri gekkst undir hjartaaðgerð Vildi ekki láta undan pressu frá fjölmiðlamönnum Hvíldu Mo Salah en unnu samt riðilinn Beint frá Blikum til Boston í bandarísku deildinni Man Utd samdi við fyrrum liðsfélaga Glódísar Perlu hjá Bayern Sjá meira
Hjörvar Hafliðason, knattspyrnuspekingur, var í viðtali við Guðjón Guðmundsson íþróttamanna Stöðvar 2 í fréttum Stöðvar 2 í kvöld þar sem að hann fór yfir gengi íslenska 21 árs landsliðsins á EM í Danmörku. Íslenska liðið hefur tapað tveimur fyrstu leikjum sínum á mótinu og verður að bursta Dani til þess að komast upp úr riðlinum. „Ég veit ekki hvað hefur farið nákvæmlega úrskeiðis en við töpuðum þarna fyrir Hvíta-Rússlandi sem var algjör lykilleikur. Við skulum heldur ekki gleyma því að áður en Hvíta-Rússland skorar þá fáum við þrjú algjör dauðafæri," sagði Hjörvar. „Það var algjör lykilleikur í þessu móti og ég held að við höfum séð það í gær að Sviss er einfaldlega betri en við í fótbolta. Við söknuðum reyndar okkar besta manns, Arons Einars Gunnarssonar, sem var í leikbanni," sagði Hjörvar. „Það eru margir ósáttir við valið á liðinu og hugsanlega hefði Eggert Gunnþór átt að vera settur á miðjuna og Skúli Jón í hægri bakvörðinn. Ég held samt að það sé enginn spurning að Sviss er með betra lið en við," sagði Hjörvar. „Bjarni Þór fyrirliði liðsins lék lítið í vetur í Belgíu og meiddist hann líka í aðdraganda keppninnar. Hann var skugginn af sjálfum sér allavega í gær og sama er hægt að segja um son þjálfarans, Hólmar Örn Eyjólfsson. Hann lék ekkert með West Ham í vetur og hefur átt erfiða keppni í Danmörku," sagði Hjörvar. „Auðvitað gerum við gríðarlega kröfur til Gylfa og Kolbeins. Kolbeinn var mjög góður á móti Hvíta-Rússlandi en fann sig ekki í gær," sagði Hjörvar. „Það er ekki komin nein niðurstaða en auðvitað eru þessi úrslit vonbrigði. Ég er samt ennþá bjartsýnn fyrir hönd þessarar gullkynslóðar íslenska fótboltans. Vonbrigði eru oft veganesti að velgengni og ég hef tröllatrú á því að þetta sé kynslóðin sem eigi eftir að rífa upp íslenska fótbolta," sagði Hjörvar. „Það er bara ákveðin kúnst að fara á stórmót og ég held við Íslendingar kunnum bara ekki að fara á stórmót. Ég hefði alveg viljað sjá einhvern hjá KSÍ banka upp á hjá HSÍ og spyrja: Við erum á leiðinni á stórmót, hvernig gerum við þetta?," sagði Hjörvar. „Það er rosalega auðvelt að vera gáfaður núna en undirbúningur liðsins virðist hafa verið afleitur," sagði Hjörvar en það má sjá allt viðtalið með því að smella hér fyrir ofan.
Mest lesið Farin frá Braga eftir aðeins hálft ár Fótbolti „Feginn að þú lifðir krabbameinið af svo þú gætir séð skítaliðið þitt fara niður“ Handbolti Réttlætti Zirkzee-skiptinguna: „Stundum sækirðu betur með færri framherja“ Enski boltinn Neyðarlegt jafntefli United gegn Úlfunum Enski boltinn „Mér var bara tjáð að þeir ætluðu að leita eitthvað annað“ Íslenski boltinn Segir Ísland eiga tvo af tíu bestu í heimi Handbolti Arsenal rústaði Villa og náði fimm stiga forskoti Enski boltinn Sjáðu Arsenal rúlla yfir Villa og Úlfana ná í stig á Old Trafford Enski boltinn Fékk á sig víti í mögulegum kveðjuleik Enski boltinn Segir dómarana bara hafa verið að giska Enski boltinn Fleiri fréttir Segir dómarana bara hafa verið að giska Stuðningsmaður stendur heilu leikina eins og stytta „Mér var bara tjáð að þeir ætluðu að leita eitthvað annað“ Sjáðu Arsenal rúlla yfir Villa og Úlfana ná í stig á Old Trafford Farin frá Braga eftir aðeins hálft ár Réttlætti Zirkzee-skiptinguna: „Stundum sækirðu betur með færri framherja“ Arsenal rústaði Villa og náði fimm stiga forskoti Neyðarlegt jafntefli United gegn Úlfunum Welbeck skoraði úr einu víti og brenndi af öðru Fékk á sig víti í mögulegum kveðjuleik Senegal vann riðilinn en missti Koulibaly í bann Nígeríumenn snöggir að nýta sér liðsmuninn og fengu fullt hús „Þetta er rebbabragð sem ég vissi nú reyndar ekki að hann kynni“ Elsti atvinnumaður heims fer í nýtt lið Nýi þjálfarinn fær strax að njóta krafta Orra Liðið sem gerir stólpagrín að xG Þjálfari Liverpool í föstum leikatriðum látinn fara Arnar vill læra af mistökum gullkynslóðarinnar og gera landsliðið sjálfbærara Gleymdi Íslendingurinn fékk loks að spila: „Ég er ekki vitlaus“ „Fróðari menn segja að maður eigi ekki að láta tilfinningarnar ráða“ Fótboltaþjálfari og þrjú börn hans létust í jólafríinu „Ég hélt ég myndi deyja“ Nottingham Forest vill fá að heyra samtöl dómaranna Ekki góð ferð til Rómarborgar í kvöld Heimamenn í ham og El Kaabi skoraði aftur með hjólhestaspyrnu Sarri gekkst undir hjartaaðgerð Vildi ekki láta undan pressu frá fjölmiðlamönnum Hvíldu Mo Salah en unnu samt riðilinn Beint frá Blikum til Boston í bandarísku deildinni Man Utd samdi við fyrrum liðsfélaga Glódísar Perlu hjá Bayern Sjá meira