Stökkbreytt veira vekur ugg hérlendis 21. desember 2011 08:00 Fuglaflensan 2006 Vísindamenn í Hollandi segja ástæðu þess að þeir þróuðu nýlega stökkbreytt afbrigði af veirunni þá að þekkingin sé nauðsynleg í þróun betri bóluefna.Fréttablaðið/Ap Hollenskir vísindamenn hafa þróað stökkbreytt afbrigði fuglaflensunnar H5N1 sem smitast milli manna með lofti. Bandarísk yfirvöld óttast faraldur og meta hvort birta eigi rannsóknirnar. Mér líst ekkert á blikuna, segir sóttvarnalæknir. „Nú eru þeir búnir að gera það sem allir hafa óttast. Þetta eru mjög vondar fréttir,“ segir Haraldur Briem sóttvarnalæknir. Hollenskir vísindamenn hafa þróað stökkbreytt og banvænt afbrigði af fuglaflensunni H5N1. Því er haldið fram að veiran geti nú smitast með lofti á milli manna, en fyrra afbrigði smitaðist með snertingu. Fréttastofan Sky greinir frá því að forsvarsmenn rannsóknarstofunnar, Erasmus Medical Center í Rotterdam, vilji fá að birta niðurstöður rannsókna sinna opinberlega en bandarísk yfirvöld eru efins þar sem ótti ríkir um að hryðjuverkamenn gætu nýtt sér upplýsingarnar. Haraldur segir rannsóknarstöðina vel þekkta og virta á sínu sviði. Hann segir þó, líkt og stjórnandi rannsóknarinnar, Ron Fouchier, sagði við Sky að stökkbreytingin hefði einnig getað gerst þar sem veiran er í sínu náttúrulega umhverfi. „Veiran hefði getað þróast á þennan hátt og það er í raun tímaspursmál hvenær hún tekur þetta upp hjá sjálfri sér,“ segir Haraldur. „Það er nákvæmlega það sem menn óttuðust, því hún er enn í fuglum víða um heim og menn geta ennþá smitast.“ Í samtali við Sky segir Fouchier að tilgangur rannsóknarinnar hafi verið sá að sjá hversu auðveldlega hægt sé að stökkbreyta veirunni úr sinni upprunalegu mynd í bráðsmitandi inflúensu. Það hafi verið mun auðveldara en talið var í fyrstu. Hann telur að sú þekking sem hafi skapast við rannsóknirnar sé bráðnauðsynleg til að þróa ný og betri bóluefni. Haraldur segir að nauðsynlegt sé að muna að upprunalega fuglaflensan hafi einnig verið banvæn, eins og þessi, en smitleiðir voru erfiðari. Þó hafi annar hver smitaður maður dáið. „Mér líst ekkert á blikuna,“ segir hann. „Ef þessi nýja veira er jafnskæð og sú sem er í náttúrunni eru þetta ekki góðar fréttir.“ Hann segir að komist stökkbreytta afbrigðið út í andrúmsloftið gætum við átt von á alvarlegum inflúensufaraldri víða um heim, sem væri mun skæðari. „Það viljum við ekki sjá,“ segir hann. „En góðu fréttirnar eru þó þær að það eru til bóluefni við þessari veiru.“sunna@frettabladid.is Mest lesið Hvetja ráðuneytið til að kynna sér málið og leiðrétta rangfærslur Innlent Rúmlega 300 ökumenn sviptir eða sektaðir í dag á Kringlumýrarbraut Innlent Sautján ára drengur drukknaði á Hróarskeldu Erlent Umræður um veiðigjaldafrumvarpið slá nýtt met Innlent Reykjanesbraut verður öll orðin tvöföld fyrir veturinn Innlent Fjölskyldan franska sendi ættingjum erfðaskrá frá Íslandi Innlent Táningsstúlkan sem lést var að teyma íslenskan hest Erlent Játar að hafa myrt fjórmenningana í Idaho Erlent Bubbi gerir sögulegan samning um eigin líkindi til allrar framtíðar Innlent Hælisleitandi fór huldu höfði í þrjú ár og fleygði sér svo niður stiga Innlent Fleiri fréttir Hvetja ráðuneytið til að kynna sér málið og leiðrétta rangfærslur Umræður um veiðigjaldafrumvarpið slá nýtt met Reykjanesbraut verður öll orðin tvöföld fyrir veturinn Landvernd gagnrýnir skerðingar á aðgengi almennings að Heiðmörk Stjórnarandstaða setji ný viðmið á þingi sem ógni lýðræðinu Rúmlega 300 ökumenn sviptir eða sektaðir í dag á Kringlumýrarbraut Telur að allt fari í skrúfuna verði ekki brugðist við Bubbi gerir sögulegan samning um eigin líkindi til allrar framtíðar Ólafur Thors og Bjarni Ben sneru sér við í kaldri gröf Fjölskyldan franska sendi ættingjum erfðaskrá frá Íslandi Ótti um að allt fari í skrúfuna, Bubbi og pattstaða „Jú, jú, þetta er orðið málþóf“ Borgin sé ekki að refsa Grafarvogsbúum Pilturinn áfrýjar ekki þyngsta mögulega dómi Bætur Hugins lækkaðar og máli Vinnslustöðvarinnar vísað frá Samfylkingin í stórsókn á landsbyggðinni „Erum við að kenna börnunum okkar að vinna?“ Bærinn sagði nei við fyrsta kosti lögreglu Þinglok 2026 verði 12. júní „Eftir höfðinu dansa limirnir“ Hvalfjarðargöng opin á ný Gagnrýni Bryndísar á málþóf frá 2019 vekur athygli Skipuð nýr skrifstofustjóri í innviðaráðuneytinu Hiti á þingi: „Hættið þessu bara“ Hafa lokið rannsókn á Samherjamálinu Skildi illa við bálhyttuna og úr varð eldur Kjósa um að sameina Skorradalshrepp við Borgarbyggð Hælisleitandi fór huldu höfði í þrjú ár og fleygði sér svo niður stiga „Úrræðaleysi“ og „lausatök“ sögð einkenna yfirstjórn heilbrigðismála Ríkisendurskoðun gagnrýnir lausatök í heilbrigðismálum Sjá meira
Hollenskir vísindamenn hafa þróað stökkbreytt afbrigði fuglaflensunnar H5N1 sem smitast milli manna með lofti. Bandarísk yfirvöld óttast faraldur og meta hvort birta eigi rannsóknirnar. Mér líst ekkert á blikuna, segir sóttvarnalæknir. „Nú eru þeir búnir að gera það sem allir hafa óttast. Þetta eru mjög vondar fréttir,“ segir Haraldur Briem sóttvarnalæknir. Hollenskir vísindamenn hafa þróað stökkbreytt og banvænt afbrigði af fuglaflensunni H5N1. Því er haldið fram að veiran geti nú smitast með lofti á milli manna, en fyrra afbrigði smitaðist með snertingu. Fréttastofan Sky greinir frá því að forsvarsmenn rannsóknarstofunnar, Erasmus Medical Center í Rotterdam, vilji fá að birta niðurstöður rannsókna sinna opinberlega en bandarísk yfirvöld eru efins þar sem ótti ríkir um að hryðjuverkamenn gætu nýtt sér upplýsingarnar. Haraldur segir rannsóknarstöðina vel þekkta og virta á sínu sviði. Hann segir þó, líkt og stjórnandi rannsóknarinnar, Ron Fouchier, sagði við Sky að stökkbreytingin hefði einnig getað gerst þar sem veiran er í sínu náttúrulega umhverfi. „Veiran hefði getað þróast á þennan hátt og það er í raun tímaspursmál hvenær hún tekur þetta upp hjá sjálfri sér,“ segir Haraldur. „Það er nákvæmlega það sem menn óttuðust, því hún er enn í fuglum víða um heim og menn geta ennþá smitast.“ Í samtali við Sky segir Fouchier að tilgangur rannsóknarinnar hafi verið sá að sjá hversu auðveldlega hægt sé að stökkbreyta veirunni úr sinni upprunalegu mynd í bráðsmitandi inflúensu. Það hafi verið mun auðveldara en talið var í fyrstu. Hann telur að sú þekking sem hafi skapast við rannsóknirnar sé bráðnauðsynleg til að þróa ný og betri bóluefni. Haraldur segir að nauðsynlegt sé að muna að upprunalega fuglaflensan hafi einnig verið banvæn, eins og þessi, en smitleiðir voru erfiðari. Þó hafi annar hver smitaður maður dáið. „Mér líst ekkert á blikuna,“ segir hann. „Ef þessi nýja veira er jafnskæð og sú sem er í náttúrunni eru þetta ekki góðar fréttir.“ Hann segir að komist stökkbreytta afbrigðið út í andrúmsloftið gætum við átt von á alvarlegum inflúensufaraldri víða um heim, sem væri mun skæðari. „Það viljum við ekki sjá,“ segir hann. „En góðu fréttirnar eru þó þær að það eru til bóluefni við þessari veiru.“sunna@frettabladid.is
Mest lesið Hvetja ráðuneytið til að kynna sér málið og leiðrétta rangfærslur Innlent Rúmlega 300 ökumenn sviptir eða sektaðir í dag á Kringlumýrarbraut Innlent Sautján ára drengur drukknaði á Hróarskeldu Erlent Umræður um veiðigjaldafrumvarpið slá nýtt met Innlent Reykjanesbraut verður öll orðin tvöföld fyrir veturinn Innlent Fjölskyldan franska sendi ættingjum erfðaskrá frá Íslandi Innlent Táningsstúlkan sem lést var að teyma íslenskan hest Erlent Játar að hafa myrt fjórmenningana í Idaho Erlent Bubbi gerir sögulegan samning um eigin líkindi til allrar framtíðar Innlent Hælisleitandi fór huldu höfði í þrjú ár og fleygði sér svo niður stiga Innlent Fleiri fréttir Hvetja ráðuneytið til að kynna sér málið og leiðrétta rangfærslur Umræður um veiðigjaldafrumvarpið slá nýtt met Reykjanesbraut verður öll orðin tvöföld fyrir veturinn Landvernd gagnrýnir skerðingar á aðgengi almennings að Heiðmörk Stjórnarandstaða setji ný viðmið á þingi sem ógni lýðræðinu Rúmlega 300 ökumenn sviptir eða sektaðir í dag á Kringlumýrarbraut Telur að allt fari í skrúfuna verði ekki brugðist við Bubbi gerir sögulegan samning um eigin líkindi til allrar framtíðar Ólafur Thors og Bjarni Ben sneru sér við í kaldri gröf Fjölskyldan franska sendi ættingjum erfðaskrá frá Íslandi Ótti um að allt fari í skrúfuna, Bubbi og pattstaða „Jú, jú, þetta er orðið málþóf“ Borgin sé ekki að refsa Grafarvogsbúum Pilturinn áfrýjar ekki þyngsta mögulega dómi Bætur Hugins lækkaðar og máli Vinnslustöðvarinnar vísað frá Samfylkingin í stórsókn á landsbyggðinni „Erum við að kenna börnunum okkar að vinna?“ Bærinn sagði nei við fyrsta kosti lögreglu Þinglok 2026 verði 12. júní „Eftir höfðinu dansa limirnir“ Hvalfjarðargöng opin á ný Gagnrýni Bryndísar á málþóf frá 2019 vekur athygli Skipuð nýr skrifstofustjóri í innviðaráðuneytinu Hiti á þingi: „Hættið þessu bara“ Hafa lokið rannsókn á Samherjamálinu Skildi illa við bálhyttuna og úr varð eldur Kjósa um að sameina Skorradalshrepp við Borgarbyggð Hælisleitandi fór huldu höfði í þrjú ár og fleygði sér svo niður stiga „Úrræðaleysi“ og „lausatök“ sögð einkenna yfirstjórn heilbrigðismála Ríkisendurskoðun gagnrýnir lausatök í heilbrigðismálum Sjá meira