Enski boltinn

Stjóri QPR: Mátti berjast fyrir Heiðari

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Heiðar þarf að bíða eitthvað enn eftir nýjum samningi.nordic photos/getty
Heiðar þarf að bíða eitthvað enn eftir nýjum samningi.nordic photos/getty
Neil Warnock, stjóri QPR, segir að ekki sé rétt það sem fram kom í enska blaðinu Daily Mail á dögunum að félagið ætlaði að verðlauna Heiðar Helguson með nýjum tólf mánaða samningi fyrir góða frammistöðu að undanförnu.

Warnock sagði að þeir væru ánægðir með Heiðar en að umræða um framhaldið væri ótímabær.

„Ég þurfti að berjast kröftuglega við Flavio [Briatore, þáverandi eiganda QPR] í sumar til þess að gefa honum nýjan samning. Mér fannst hann vera okkar Kevin Davies en fyrrum eigendur vildu láta hann fara aldursins vegna,“ sagði Warnock en Heiðar hefur farið á kostum að undanförnu og skorað sex mörk í síðustu sjö leikjum sínum.

„Hann er 34 ára gamall og nú þegar samningsbundinn. Ég sé því ekki fyrir mér að ég ætli að gera sex ára samning við hann!“






Fleiri fréttir

Sjá meira


×