„Taugaveiklaður markvörður og kona í vörninni“ Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 1. desember 2011 08:30 Leikmenn og þjálfarar landsliðs Bandarísku Samóa-eyjanna stilla sér upp eftir sigurinn á Tonga. Mynd/AP Ein athyglisverðasta fréttin úr knattspyrnuheiminum síðustu vikuna er 2-1 sigur Bandarísku Samóa-eyjanna á Tonga. Var þetta fyrsti sigur liðsins frá því að knattspyrnusamband landsins fékk inngöngu í Alþjóðaknattspyrnusambandið, FIFA, árið 1994, en leikið var í undankeppni HM 2014. Liðið gerði svo jafntefli við Cook-eyjar í næsta leik og átti möguleika á að komast áfram upp úr riðlinum með sigri á Samóa-eyjum í lokaumferðinni. Þar hafði hins vegar „stóri bróðir“ betur en Samóa vann leikinn 1-0 og kom sigurmarkið einni mínútu fyrir leikslok. Fyrir leikinn gegn Tonga hafði landslið Bandarísku Samóa-eyjanna leikið 30 FIFA-leiki í röð og tapað þeim öllum með markatölunni 12-229. Hollendingurinn Thomas Rongen var fenginn til liðsins, en hans helsta verk hefur verið að vinna í sjálfstrausti leikmanna. Einna helst markvarðarins Nicky Salapu sem fékk eitt sinn 31 mark á sig í leik gegn Ástralíu. Er það stærsti sigur knattspyrnusögunnar í opinberum landsleik og sóknarmaðurinn Archie Thompson setti einnig met með því að skora þrettán mörk í leiknum. „Hver hefur sinn djöful að draga en fáir í sama mæli og hann,“ sagði Rogan í viðtali við New York Times. „Hann er maðurinn sem er þekktur fyrir að fá 31 mark á sig í einum leik og hans líf gengur út á að bæta fyrir þá skömm fyrir sig og fjölskyldu sína.“ Þar að auki er einn varnarmanna liðsins, Johnny Saelua, ólíkur flestum öðrum í liðinu. Hann var nefnilega alinn upp sem kona. „Ég er í raun með konu í miðverðinum. Getur þú ímyndað þér að það gæti gerst annaðhvort á Englandi eða Spáni?“ Uppeldi Saelua er þó ekki óhefðbundið á Samóa-eyjunum en það þekkist sem fa‘afafine. Það þekkist víða í menningu eyjanna að ala drengi upp sem stúlkur, ef foreldarnir bera kennsl á kvenlega eiginleika í barninu. Fa‘afafine er þekkt sem þriðja kynið á eyjunum og er því hvorki karl né kona. „Liðið tekur mér eins og ég er og við berum virðingu fyrir hver öðrum. Það er frábært enda allt hluti af okkar menningu,“ sagði Saelua. HM 2014 í Brasilíu Mest lesið Zlatan sendi sænsku táningsstelpunni skilaboð eftir vítaklúðrið Fótbolti Rannsaka Íslendingafélagið Burton Albion Enski boltinn Ætlar að vera lengi hjá Spurs: „Ég hef aldrei verið rekinn“ Fótbolti Sóknin enn vandamál: „Okkur skortir hraða“ Fótbolti Tíu Þjóðverjar tryggðu sæti í undanúrslitum eftir vító Fótbolti Segist viss um að Isak fari ekki fet Fótbolti Samkomulag í höfn og Rashford á leið til Barcelona Fótbolti Scheffler með örugga forystu fyrir lokadaginn Golf „Svo ákveð ég alltaf að drulla mér ennþá lengra í burtu“ Fótbolti Hvar mun Mbeumo spila fyrir Man United? Enski boltinn Fleiri fréttir Ætlar að vera lengi hjá Spurs: „Ég hef aldrei verið rekinn“ Rannsaka Íslendingafélagið Burton Albion Sóknin enn vandamál: „Okkur skortir hraða“ Segist viss um að Isak fari ekki fet Samkomulag í höfn og Rashford á leið til Barcelona Tíu Þjóðverjar tryggðu sæti í undanúrslitum eftir vító ÍR-ingar héldu út fyrir norðan Uppgjörið: KA - ÍA 2-0 | KA sendi KR í fallsæti Nýliðarnir halda áfram að styrkja sig „Stilltum sennilega upp sóknarsinnaðasta liði í sögu íslenskrar knattspyrnu“ „Við náttúrulega þurfum að skora mörk“ Ten Hag byrjar ekki vel hjá Leverkusen: „Mér er skítsama“ Uppgjörið: Breiðablik-Vestri 1-0 | Blikar náðu Víkingum á toppnum Daníel Tristan lagði upp mark í sigri Malmö Brotist inn hjá Platini og verðlaunin hurfu Lærisveinar Freys töpuðu fyrir KFUM liðinu Heimsmeistararnir stóðu heiðursvörð fyrir svissneska liðið í leikslok Rashford nálgast Barcelona „Svo ákveð ég alltaf að drulla mér ennþá lengra í burtu“ Zlatan sendi sænsku táningsstelpunni skilaboð eftir vítaklúðrið Dómarinn í úrslitaleik HM með kartöflu um hálsinn eftir að hann hitti Trump Hvar mun Mbeumo spila fyrir Man United? Hrókeringar í markmannsmálum Man City Cosic skaut Njarðvík á toppinn áður en hann fer til KR Spánverjar örugglega áfram þrátt fyrir vítaklúður Töpuðu stórt áður en þeir mæta Blikum í Meistaradeildinni Andri Fannar á leið frá Bologna enn á ný Hófu titilvörnina á naumum sigri Ince missir prófið og þarf að borga yfir milljón í sekt Afturelding að styrkja sig fyrir seinni hlutann Sjá meira
Ein athyglisverðasta fréttin úr knattspyrnuheiminum síðustu vikuna er 2-1 sigur Bandarísku Samóa-eyjanna á Tonga. Var þetta fyrsti sigur liðsins frá því að knattspyrnusamband landsins fékk inngöngu í Alþjóðaknattspyrnusambandið, FIFA, árið 1994, en leikið var í undankeppni HM 2014. Liðið gerði svo jafntefli við Cook-eyjar í næsta leik og átti möguleika á að komast áfram upp úr riðlinum með sigri á Samóa-eyjum í lokaumferðinni. Þar hafði hins vegar „stóri bróðir“ betur en Samóa vann leikinn 1-0 og kom sigurmarkið einni mínútu fyrir leikslok. Fyrir leikinn gegn Tonga hafði landslið Bandarísku Samóa-eyjanna leikið 30 FIFA-leiki í röð og tapað þeim öllum með markatölunni 12-229. Hollendingurinn Thomas Rongen var fenginn til liðsins, en hans helsta verk hefur verið að vinna í sjálfstrausti leikmanna. Einna helst markvarðarins Nicky Salapu sem fékk eitt sinn 31 mark á sig í leik gegn Ástralíu. Er það stærsti sigur knattspyrnusögunnar í opinberum landsleik og sóknarmaðurinn Archie Thompson setti einnig met með því að skora þrettán mörk í leiknum. „Hver hefur sinn djöful að draga en fáir í sama mæli og hann,“ sagði Rogan í viðtali við New York Times. „Hann er maðurinn sem er þekktur fyrir að fá 31 mark á sig í einum leik og hans líf gengur út á að bæta fyrir þá skömm fyrir sig og fjölskyldu sína.“ Þar að auki er einn varnarmanna liðsins, Johnny Saelua, ólíkur flestum öðrum í liðinu. Hann var nefnilega alinn upp sem kona. „Ég er í raun með konu í miðverðinum. Getur þú ímyndað þér að það gæti gerst annaðhvort á Englandi eða Spáni?“ Uppeldi Saelua er þó ekki óhefðbundið á Samóa-eyjunum en það þekkist sem fa‘afafine. Það þekkist víða í menningu eyjanna að ala drengi upp sem stúlkur, ef foreldarnir bera kennsl á kvenlega eiginleika í barninu. Fa‘afafine er þekkt sem þriðja kynið á eyjunum og er því hvorki karl né kona. „Liðið tekur mér eins og ég er og við berum virðingu fyrir hver öðrum. Það er frábært enda allt hluti af okkar menningu,“ sagði Saelua.
HM 2014 í Brasilíu Mest lesið Zlatan sendi sænsku táningsstelpunni skilaboð eftir vítaklúðrið Fótbolti Rannsaka Íslendingafélagið Burton Albion Enski boltinn Ætlar að vera lengi hjá Spurs: „Ég hef aldrei verið rekinn“ Fótbolti Sóknin enn vandamál: „Okkur skortir hraða“ Fótbolti Tíu Þjóðverjar tryggðu sæti í undanúrslitum eftir vító Fótbolti Segist viss um að Isak fari ekki fet Fótbolti Samkomulag í höfn og Rashford á leið til Barcelona Fótbolti Scheffler með örugga forystu fyrir lokadaginn Golf „Svo ákveð ég alltaf að drulla mér ennþá lengra í burtu“ Fótbolti Hvar mun Mbeumo spila fyrir Man United? Enski boltinn Fleiri fréttir Ætlar að vera lengi hjá Spurs: „Ég hef aldrei verið rekinn“ Rannsaka Íslendingafélagið Burton Albion Sóknin enn vandamál: „Okkur skortir hraða“ Segist viss um að Isak fari ekki fet Samkomulag í höfn og Rashford á leið til Barcelona Tíu Þjóðverjar tryggðu sæti í undanúrslitum eftir vító ÍR-ingar héldu út fyrir norðan Uppgjörið: KA - ÍA 2-0 | KA sendi KR í fallsæti Nýliðarnir halda áfram að styrkja sig „Stilltum sennilega upp sóknarsinnaðasta liði í sögu íslenskrar knattspyrnu“ „Við náttúrulega þurfum að skora mörk“ Ten Hag byrjar ekki vel hjá Leverkusen: „Mér er skítsama“ Uppgjörið: Breiðablik-Vestri 1-0 | Blikar náðu Víkingum á toppnum Daníel Tristan lagði upp mark í sigri Malmö Brotist inn hjá Platini og verðlaunin hurfu Lærisveinar Freys töpuðu fyrir KFUM liðinu Heimsmeistararnir stóðu heiðursvörð fyrir svissneska liðið í leikslok Rashford nálgast Barcelona „Svo ákveð ég alltaf að drulla mér ennþá lengra í burtu“ Zlatan sendi sænsku táningsstelpunni skilaboð eftir vítaklúðrið Dómarinn í úrslitaleik HM með kartöflu um hálsinn eftir að hann hitti Trump Hvar mun Mbeumo spila fyrir Man United? Hrókeringar í markmannsmálum Man City Cosic skaut Njarðvík á toppinn áður en hann fer til KR Spánverjar örugglega áfram þrátt fyrir vítaklúður Töpuðu stórt áður en þeir mæta Blikum í Meistaradeildinni Andri Fannar á leið frá Bologna enn á ný Hófu titilvörnina á naumum sigri Ince missir prófið og þarf að borga yfir milljón í sekt Afturelding að styrkja sig fyrir seinni hlutann Sjá meira