„Taugaveiklaður markvörður og kona í vörninni“ Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 1. desember 2011 08:30 Leikmenn og þjálfarar landsliðs Bandarísku Samóa-eyjanna stilla sér upp eftir sigurinn á Tonga. Mynd/AP Ein athyglisverðasta fréttin úr knattspyrnuheiminum síðustu vikuna er 2-1 sigur Bandarísku Samóa-eyjanna á Tonga. Var þetta fyrsti sigur liðsins frá því að knattspyrnusamband landsins fékk inngöngu í Alþjóðaknattspyrnusambandið, FIFA, árið 1994, en leikið var í undankeppni HM 2014. Liðið gerði svo jafntefli við Cook-eyjar í næsta leik og átti möguleika á að komast áfram upp úr riðlinum með sigri á Samóa-eyjum í lokaumferðinni. Þar hafði hins vegar „stóri bróðir“ betur en Samóa vann leikinn 1-0 og kom sigurmarkið einni mínútu fyrir leikslok. Fyrir leikinn gegn Tonga hafði landslið Bandarísku Samóa-eyjanna leikið 30 FIFA-leiki í röð og tapað þeim öllum með markatölunni 12-229. Hollendingurinn Thomas Rongen var fenginn til liðsins, en hans helsta verk hefur verið að vinna í sjálfstrausti leikmanna. Einna helst markvarðarins Nicky Salapu sem fékk eitt sinn 31 mark á sig í leik gegn Ástralíu. Er það stærsti sigur knattspyrnusögunnar í opinberum landsleik og sóknarmaðurinn Archie Thompson setti einnig met með því að skora þrettán mörk í leiknum. „Hver hefur sinn djöful að draga en fáir í sama mæli og hann,“ sagði Rogan í viðtali við New York Times. „Hann er maðurinn sem er þekktur fyrir að fá 31 mark á sig í einum leik og hans líf gengur út á að bæta fyrir þá skömm fyrir sig og fjölskyldu sína.“ Þar að auki er einn varnarmanna liðsins, Johnny Saelua, ólíkur flestum öðrum í liðinu. Hann var nefnilega alinn upp sem kona. „Ég er í raun með konu í miðverðinum. Getur þú ímyndað þér að það gæti gerst annaðhvort á Englandi eða Spáni?“ Uppeldi Saelua er þó ekki óhefðbundið á Samóa-eyjunum en það þekkist sem fa‘afafine. Það þekkist víða í menningu eyjanna að ala drengi upp sem stúlkur, ef foreldarnir bera kennsl á kvenlega eiginleika í barninu. Fa‘afafine er þekkt sem þriðja kynið á eyjunum og er því hvorki karl né kona. „Liðið tekur mér eins og ég er og við berum virðingu fyrir hver öðrum. Það er frábært enda allt hluti af okkar menningu,“ sagði Saelua. HM 2014 í Brasilíu Mest lesið „Loksins fæ ég að hafa hann í mínu liði“ Körfubolti Uppgjör: FH - Valur 3-0| FH skellti Valsmönnum Íslenski boltinn Piastri fagnaði þriðja sigrinum í röð Formúla 1 Heimamaður setti met í fjölmennasta utanvegahlaupi Íslands Sport Diamond: Þurfum að ná í stopp allan leikinn Körfubolti Nik sendi Ástu skeyti: „Mikil eftirvænting fyrir þessari frumraun“ Íslenski boltinn Hörður í hóp eftir tæplega tveggja ára meiðsli Fótbolti „Vantar hjarta og baráttu í mína menn“ Fótbolti „Þetta er tilfinning sem maður nærist á“ Sport Bayern varð sófameistari Fótbolti Fleiri fréttir Uppgjör: FH - Valur 3-0| FH skellti Valsmönnum „Vantar hjarta og baráttu í mína menn“ „Náðum að nýta kröftuga byrjun með mörkum“ Lille bjargaði mikilvægu stigi Nik sendi Ástu skeyti: „Mikil eftirvænting fyrir þessari frumraun“ Hörður í hóp eftir tæplega tveggja ára meiðsli Uppgjörið: ÍA - KA 3-0 | Skagamenn risu upp og Viktor fann markaskóna Bayern varð sófameistari Logi skoraði í tapi en Stefán setti sigurmark Erfitt hjá Íslendingunum í Svíþjóð Uppgjörið: ÍBV - Vestri 0-2 | Vestramenn aftur á toppinn Vont tap hjá Alberti í Rómarborg Meistaraþynnka hjá Liverpool og Chelsea græddi mikilvæg stig Isak tryggði Skjórunum stig gegn Mávunum Sjö marka leikur í Lundúnum og enn eitt tap United Hamrarnir jöfnuðu gegn Spurs en biðin eftir sigri lengist enn Titilvonir Real Madrid lifa og El Clásico framundan Yngstur til að byrja leik fyrir United í ensku úrvalsdeildinni Leikmaður Palace vann tvær og hálfa milljón á skákmóti Sjáðu markaveislu Breiðabliks og FH og mörkin úr sögulegum sigri Fram Ætla að nýta reiðina í Meistaradeildinni Markmaðurinn á batavegi eftir harkalegt höfuðhögg Börsungar sneru við blaðinu gegn botnliðinu „Við gátum ekki farið mikið neðar“ Fyrsta mark Eggerts í fimmta sigri Brann í röð Uppgjörið: Stjarnan - Valur 1-0 | Stjarnan fyrst til að skora gegn Val Kirsuberin komu til baka og stálu sigri af Skyttunum FH-ingar kláruðu Akureyringa á korteri og jöfnuðu Blika á toppnum Benóný kom inn af bekknum og skoraði í lokaumferðinni Leik lokið: Þróttur - Tindastóll 1-0 | Eina markið skorað úr fyrstu sókn leiksins Sjá meira
Ein athyglisverðasta fréttin úr knattspyrnuheiminum síðustu vikuna er 2-1 sigur Bandarísku Samóa-eyjanna á Tonga. Var þetta fyrsti sigur liðsins frá því að knattspyrnusamband landsins fékk inngöngu í Alþjóðaknattspyrnusambandið, FIFA, árið 1994, en leikið var í undankeppni HM 2014. Liðið gerði svo jafntefli við Cook-eyjar í næsta leik og átti möguleika á að komast áfram upp úr riðlinum með sigri á Samóa-eyjum í lokaumferðinni. Þar hafði hins vegar „stóri bróðir“ betur en Samóa vann leikinn 1-0 og kom sigurmarkið einni mínútu fyrir leikslok. Fyrir leikinn gegn Tonga hafði landslið Bandarísku Samóa-eyjanna leikið 30 FIFA-leiki í röð og tapað þeim öllum með markatölunni 12-229. Hollendingurinn Thomas Rongen var fenginn til liðsins, en hans helsta verk hefur verið að vinna í sjálfstrausti leikmanna. Einna helst markvarðarins Nicky Salapu sem fékk eitt sinn 31 mark á sig í leik gegn Ástralíu. Er það stærsti sigur knattspyrnusögunnar í opinberum landsleik og sóknarmaðurinn Archie Thompson setti einnig met með því að skora þrettán mörk í leiknum. „Hver hefur sinn djöful að draga en fáir í sama mæli og hann,“ sagði Rogan í viðtali við New York Times. „Hann er maðurinn sem er þekktur fyrir að fá 31 mark á sig í einum leik og hans líf gengur út á að bæta fyrir þá skömm fyrir sig og fjölskyldu sína.“ Þar að auki er einn varnarmanna liðsins, Johnny Saelua, ólíkur flestum öðrum í liðinu. Hann var nefnilega alinn upp sem kona. „Ég er í raun með konu í miðverðinum. Getur þú ímyndað þér að það gæti gerst annaðhvort á Englandi eða Spáni?“ Uppeldi Saelua er þó ekki óhefðbundið á Samóa-eyjunum en það þekkist sem fa‘afafine. Það þekkist víða í menningu eyjanna að ala drengi upp sem stúlkur, ef foreldarnir bera kennsl á kvenlega eiginleika í barninu. Fa‘afafine er þekkt sem þriðja kynið á eyjunum og er því hvorki karl né kona. „Liðið tekur mér eins og ég er og við berum virðingu fyrir hver öðrum. Það er frábært enda allt hluti af okkar menningu,“ sagði Saelua.
HM 2014 í Brasilíu Mest lesið „Loksins fæ ég að hafa hann í mínu liði“ Körfubolti Uppgjör: FH - Valur 3-0| FH skellti Valsmönnum Íslenski boltinn Piastri fagnaði þriðja sigrinum í röð Formúla 1 Heimamaður setti met í fjölmennasta utanvegahlaupi Íslands Sport Diamond: Þurfum að ná í stopp allan leikinn Körfubolti Nik sendi Ástu skeyti: „Mikil eftirvænting fyrir þessari frumraun“ Íslenski boltinn Hörður í hóp eftir tæplega tveggja ára meiðsli Fótbolti „Vantar hjarta og baráttu í mína menn“ Fótbolti „Þetta er tilfinning sem maður nærist á“ Sport Bayern varð sófameistari Fótbolti Fleiri fréttir Uppgjör: FH - Valur 3-0| FH skellti Valsmönnum „Vantar hjarta og baráttu í mína menn“ „Náðum að nýta kröftuga byrjun með mörkum“ Lille bjargaði mikilvægu stigi Nik sendi Ástu skeyti: „Mikil eftirvænting fyrir þessari frumraun“ Hörður í hóp eftir tæplega tveggja ára meiðsli Uppgjörið: ÍA - KA 3-0 | Skagamenn risu upp og Viktor fann markaskóna Bayern varð sófameistari Logi skoraði í tapi en Stefán setti sigurmark Erfitt hjá Íslendingunum í Svíþjóð Uppgjörið: ÍBV - Vestri 0-2 | Vestramenn aftur á toppinn Vont tap hjá Alberti í Rómarborg Meistaraþynnka hjá Liverpool og Chelsea græddi mikilvæg stig Isak tryggði Skjórunum stig gegn Mávunum Sjö marka leikur í Lundúnum og enn eitt tap United Hamrarnir jöfnuðu gegn Spurs en biðin eftir sigri lengist enn Titilvonir Real Madrid lifa og El Clásico framundan Yngstur til að byrja leik fyrir United í ensku úrvalsdeildinni Leikmaður Palace vann tvær og hálfa milljón á skákmóti Sjáðu markaveislu Breiðabliks og FH og mörkin úr sögulegum sigri Fram Ætla að nýta reiðina í Meistaradeildinni Markmaðurinn á batavegi eftir harkalegt höfuðhögg Börsungar sneru við blaðinu gegn botnliðinu „Við gátum ekki farið mikið neðar“ Fyrsta mark Eggerts í fimmta sigri Brann í röð Uppgjörið: Stjarnan - Valur 1-0 | Stjarnan fyrst til að skora gegn Val Kirsuberin komu til baka og stálu sigri af Skyttunum FH-ingar kláruðu Akureyringa á korteri og jöfnuðu Blika á toppnum Benóný kom inn af bekknum og skoraði í lokaumferðinni Leik lokið: Þróttur - Tindastóll 1-0 | Eina markið skorað úr fyrstu sókn leiksins Sjá meira