Innlent

Lengja opnunartíma fyrir jólin

Opið verður hjá Fjölskylduhjálp Íslands í Reykjavík alla virka daga fram að jólum. fréttablaðið/gva
Opið verður hjá Fjölskylduhjálp Íslands í Reykjavík alla virka daga fram að jólum. fréttablaðið/gva
Opið verður frá og með deginum í dag hjá Fjölskylduhjálp Íslands í Eskihlíð í Reykjavík alla virka daga milli klukkan 9 og 17 fram að jólum.

Þá mun Fjölskylduhjálpin taka upphitað húsnæði í notkun í vikunni þar sem fólk getur sest meðan beðið er.

„Við höfum skipulagt kerfið svo fólk þarf ekki lengur að bíða í biðröðum niður á Miklubraut,“ segir Ásgerður Jóna Flosadóttir hjá Fjölskylduhjálpinni. „Fólk getur mætt klukkan 10 og fengið miða og séð um það bil hvenær röðin kemur að því. Við afgreiðum um 200 fjölskyldur á klukkustund og hér geta verið milli 40 og 60 manns að bíða,“ segir Ásgerður. „Nú vantar okkur stóla af öllum gerðum í húsnæðið svo fólk geti tyllt sér.“

Skráningar fyrir jólaaðstoð í Eskihlíð í Reykjavík verða 22. til 24. nóvember og 28. nóvember frá klukkan 13 til 16 en afgreiðsla jólaaðstoðar verður dagana 16. 20. og 22. desember frá klukkan 14 til 18.

Í Grófinni 10C í Reykjanesbæ verður skráning fyrir jólaaðstoð 22. til 24. nóvember milli klukkan 14 og 18 en afgreiðsla jólaaðstoðar þriðjudaginn 20. desember frá 13 til 18.- rat




Fleiri fréttir

Sjá meira


×