Sterkur sjávarútvegur styrkir samningsstöðu 19. nóvember 2011 06:00 Stefán Haukur Jóhannesson, aðalsamningamaður Íslands, og Kolbeinn Árnason, formaður samningahóps um sjávarútveg, fóru yfir stöðuna í ESB-viðræðunum á fundi Viðskiptaráðs. Fréttablaðið/GVA Styrkur íslensks sjávarútvegs og mikilvægi greinarinnar fyrir efnahag landsins er einn af helstu styrkleikum Íslands í yfirstandandi aðildarviðræðum við ESB. Þetta kom fram í máli Kolbeins Árnasonar, formanns samningahóps Íslands um sjávarútvegsmál, á morgunfundi Viðskiptaráðs Íslands í gær. „Við hljótum að leggja áherslu á þennan styrk í okkar nálgun að viðræðunum að það sé fengur í að hafa okkur innan borðs,“ segir Kolbeinn og vísar til þess að sjávarútvegur hér á landi sé sjálfbær og skili arði. Ef til inngöngu kæmi yrði Ísland stærsta fiskveiðiríkið í ESB með um þriðjung af heildarafla sambandsins. „Við höfum staðið okkur vel og greinin skilar okkur arði. Það, ásamt öðrum stórum greinum eins og álframleiðslu og ferðamannaiðnaði, yrði til þess að ef við gengjum í sambandið myndum við í grunninn leggja meira af mörkum til sambandsins en það sem við fengjum beint þaðan.“ Kolbeinn segir það munu veita Íslandi sterka stöðu varðandi stjórn yfir eigin málum. „Enda hlýtur það að vera öllum til góða, jafnt Íslendingum og þeim löndum sem fyrir eru í ESB, að greinarnar fái að blómstra áfram sem hingað til.“ Hann bætir því við að mikilvægi sjávarútvegsins fyrir efnahag Íslands sé óumdeilt og það skapi ákveðna sérstöðu sem rétt sé að byggja á í samningaviðræðunum. Sjávarútvegurinn nemur um 12% af landsframleiðslu hér á landi á meðan hann er einungis um 0,1% af heildinni hjá ESB. Efasemdir hafa verið á lofti um að við hugsanlega inngöngu Íslands geti reglum sambandsins verið breytt þannig að þær sérlausnir sem Ísland fengi yrðu mögulega ógiltar. Kolbeinn segir þær áhyggjur vera óþarfar. „Við leggjum áherslu á að fastsetja reglurnar um okkar hagsmuni inn í fyrirhugaðan aðildarsamning. Það jafngildir grundvallarsáttmálum sambandsins og verður þess vegna ekki breytt nema með okkar samþykki. Hagsmunirnir yrðu þá tryggðir, ekki bara við inngöngu heldur til framtíðar.“ Staðan í sjávarútvegsmálunum er nú þannig að framkvæmdastjórn ESB er að vinna að rýniskýrslu um málaflokkinn, en hún verður vart tilbúin fyrr en undir árslok. Þá hefst vinna að gerð samningsafstöðu, en formlegar viðræður um sjávarútveg gætu byrjað í júní á næsta ári. thorgils@frettabladid.is Mest lesið Mátti ekki lána sér pening úr eigin fyrirtæki Innlent Metnaðarfullar malbikunarauglýsingar hluti af væb-kúltúrnum Innlent Pilturinn er fundinn Innlent Fundu jöklafýlu í Þórsmörk vegna hlaupsins Innlent Sjúklingar óttist dómhörku vegna þyngdarstjórnunarlyfja Innlent Vill hefna vinar síns Bolsonaro með 50 prósenta tollum á Brasilíu Erlent Bindur vonir við „einn inn, einn út“ áætlun í innflytjendamálum Erlent Ökumaður bifhjólsins látinn Innlent Ógeðsleg aðkoma að íbúðinni eftir Airbnb-gesti Innlent „Það er engin ástæða til að gefast upp“ Innlent Fleiri fréttir Fundu jöklafýlu í Þórsmörk vegna hlaupsins Metnaðarfullar malbikunarauglýsingar hluti af væb-kúltúrnum Mátti ekki lána sér pening úr eigin fyrirtæki Pilturinn er fundinn „Skýr vísbending um að gera þurfi betur í málefnum erlendra barna“ Sjúklingar óttist dómhörku vegna þyngdarstjórnunarlyfja „Það er engin ástæða til að gefast upp“ Reiðarslag fyrir Landsvirkjun, kjarnorkukafbátur og heimsfræg íslensk kisa „Í næstu umferð fara hlutirnir í gegn“ Tilkynnt um buxnalausan mann og stolinn pizzaofn „Það er enginn svartur listi hjá okkur“ Davíð hafi lagt Golíat Hlaup er hafið úr Mýrdalsjökli Ökumaður bifhjólsins látinn Dettifoss vélarvana úti á ballarhafi Flugvél snúið við vegna bilunar „Enn ein viðurkenning að það má brjóta á fötluðu fólki“ Ógeðsleg aðkoma að íbúðinni eftir Airbnb-gesti Óska eftir vitnum: Missti stjórn og hafnaði á vegriði Bíða niðurstaðna um magakveisuna á Laugarvatni Dómurinn vonbrigði en virkjunin ekki út úr myndinni Kona á fimmtugsaldri í haldi vegna hnífstunguárásar „Nú verður að hafa hraðar hendur“ Hvammsvirkjun í uppnámi og ókyrrð hjá Play Hæstiréttur hafnar Hvammsvirkjun Inga Sæland með galsa á þingi í nótt „Orðaskiftismetið tikið“ Bifhjólamaðurinn „mikið slasaður“ Alvarlegt mótorhjólaslys og Miklubraut lokað Ungt fólk notar frekar samfélagsmiðla en hefðbundna fréttamiðla Sjá meira
Styrkur íslensks sjávarútvegs og mikilvægi greinarinnar fyrir efnahag landsins er einn af helstu styrkleikum Íslands í yfirstandandi aðildarviðræðum við ESB. Þetta kom fram í máli Kolbeins Árnasonar, formanns samningahóps Íslands um sjávarútvegsmál, á morgunfundi Viðskiptaráðs Íslands í gær. „Við hljótum að leggja áherslu á þennan styrk í okkar nálgun að viðræðunum að það sé fengur í að hafa okkur innan borðs,“ segir Kolbeinn og vísar til þess að sjávarútvegur hér á landi sé sjálfbær og skili arði. Ef til inngöngu kæmi yrði Ísland stærsta fiskveiðiríkið í ESB með um þriðjung af heildarafla sambandsins. „Við höfum staðið okkur vel og greinin skilar okkur arði. Það, ásamt öðrum stórum greinum eins og álframleiðslu og ferðamannaiðnaði, yrði til þess að ef við gengjum í sambandið myndum við í grunninn leggja meira af mörkum til sambandsins en það sem við fengjum beint þaðan.“ Kolbeinn segir það munu veita Íslandi sterka stöðu varðandi stjórn yfir eigin málum. „Enda hlýtur það að vera öllum til góða, jafnt Íslendingum og þeim löndum sem fyrir eru í ESB, að greinarnar fái að blómstra áfram sem hingað til.“ Hann bætir því við að mikilvægi sjávarútvegsins fyrir efnahag Íslands sé óumdeilt og það skapi ákveðna sérstöðu sem rétt sé að byggja á í samningaviðræðunum. Sjávarútvegurinn nemur um 12% af landsframleiðslu hér á landi á meðan hann er einungis um 0,1% af heildinni hjá ESB. Efasemdir hafa verið á lofti um að við hugsanlega inngöngu Íslands geti reglum sambandsins verið breytt þannig að þær sérlausnir sem Ísland fengi yrðu mögulega ógiltar. Kolbeinn segir þær áhyggjur vera óþarfar. „Við leggjum áherslu á að fastsetja reglurnar um okkar hagsmuni inn í fyrirhugaðan aðildarsamning. Það jafngildir grundvallarsáttmálum sambandsins og verður þess vegna ekki breytt nema með okkar samþykki. Hagsmunirnir yrðu þá tryggðir, ekki bara við inngöngu heldur til framtíðar.“ Staðan í sjávarútvegsmálunum er nú þannig að framkvæmdastjórn ESB er að vinna að rýniskýrslu um málaflokkinn, en hún verður vart tilbúin fyrr en undir árslok. Þá hefst vinna að gerð samningsafstöðu, en formlegar viðræður um sjávarútveg gætu byrjað í júní á næsta ári. thorgils@frettabladid.is
Mest lesið Mátti ekki lána sér pening úr eigin fyrirtæki Innlent Metnaðarfullar malbikunarauglýsingar hluti af væb-kúltúrnum Innlent Pilturinn er fundinn Innlent Fundu jöklafýlu í Þórsmörk vegna hlaupsins Innlent Sjúklingar óttist dómhörku vegna þyngdarstjórnunarlyfja Innlent Vill hefna vinar síns Bolsonaro með 50 prósenta tollum á Brasilíu Erlent Bindur vonir við „einn inn, einn út“ áætlun í innflytjendamálum Erlent Ökumaður bifhjólsins látinn Innlent Ógeðsleg aðkoma að íbúðinni eftir Airbnb-gesti Innlent „Það er engin ástæða til að gefast upp“ Innlent Fleiri fréttir Fundu jöklafýlu í Þórsmörk vegna hlaupsins Metnaðarfullar malbikunarauglýsingar hluti af væb-kúltúrnum Mátti ekki lána sér pening úr eigin fyrirtæki Pilturinn er fundinn „Skýr vísbending um að gera þurfi betur í málefnum erlendra barna“ Sjúklingar óttist dómhörku vegna þyngdarstjórnunarlyfja „Það er engin ástæða til að gefast upp“ Reiðarslag fyrir Landsvirkjun, kjarnorkukafbátur og heimsfræg íslensk kisa „Í næstu umferð fara hlutirnir í gegn“ Tilkynnt um buxnalausan mann og stolinn pizzaofn „Það er enginn svartur listi hjá okkur“ Davíð hafi lagt Golíat Hlaup er hafið úr Mýrdalsjökli Ökumaður bifhjólsins látinn Dettifoss vélarvana úti á ballarhafi Flugvél snúið við vegna bilunar „Enn ein viðurkenning að það má brjóta á fötluðu fólki“ Ógeðsleg aðkoma að íbúðinni eftir Airbnb-gesti Óska eftir vitnum: Missti stjórn og hafnaði á vegriði Bíða niðurstaðna um magakveisuna á Laugarvatni Dómurinn vonbrigði en virkjunin ekki út úr myndinni Kona á fimmtugsaldri í haldi vegna hnífstunguárásar „Nú verður að hafa hraðar hendur“ Hvammsvirkjun í uppnámi og ókyrrð hjá Play Hæstiréttur hafnar Hvammsvirkjun Inga Sæland með galsa á þingi í nótt „Orðaskiftismetið tikið“ Bifhjólamaðurinn „mikið slasaður“ Alvarlegt mótorhjólaslys og Miklubraut lokað Ungt fólk notar frekar samfélagsmiðla en hefðbundna fréttamiðla Sjá meira