Sterkur sjávarútvegur styrkir samningsstöðu 19. nóvember 2011 06:00 Stefán Haukur Jóhannesson, aðalsamningamaður Íslands, og Kolbeinn Árnason, formaður samningahóps um sjávarútveg, fóru yfir stöðuna í ESB-viðræðunum á fundi Viðskiptaráðs. Fréttablaðið/GVA Styrkur íslensks sjávarútvegs og mikilvægi greinarinnar fyrir efnahag landsins er einn af helstu styrkleikum Íslands í yfirstandandi aðildarviðræðum við ESB. Þetta kom fram í máli Kolbeins Árnasonar, formanns samningahóps Íslands um sjávarútvegsmál, á morgunfundi Viðskiptaráðs Íslands í gær. „Við hljótum að leggja áherslu á þennan styrk í okkar nálgun að viðræðunum að það sé fengur í að hafa okkur innan borðs,“ segir Kolbeinn og vísar til þess að sjávarútvegur hér á landi sé sjálfbær og skili arði. Ef til inngöngu kæmi yrði Ísland stærsta fiskveiðiríkið í ESB með um þriðjung af heildarafla sambandsins. „Við höfum staðið okkur vel og greinin skilar okkur arði. Það, ásamt öðrum stórum greinum eins og álframleiðslu og ferðamannaiðnaði, yrði til þess að ef við gengjum í sambandið myndum við í grunninn leggja meira af mörkum til sambandsins en það sem við fengjum beint þaðan.“ Kolbeinn segir það munu veita Íslandi sterka stöðu varðandi stjórn yfir eigin málum. „Enda hlýtur það að vera öllum til góða, jafnt Íslendingum og þeim löndum sem fyrir eru í ESB, að greinarnar fái að blómstra áfram sem hingað til.“ Hann bætir því við að mikilvægi sjávarútvegsins fyrir efnahag Íslands sé óumdeilt og það skapi ákveðna sérstöðu sem rétt sé að byggja á í samningaviðræðunum. Sjávarútvegurinn nemur um 12% af landsframleiðslu hér á landi á meðan hann er einungis um 0,1% af heildinni hjá ESB. Efasemdir hafa verið á lofti um að við hugsanlega inngöngu Íslands geti reglum sambandsins verið breytt þannig að þær sérlausnir sem Ísland fengi yrðu mögulega ógiltar. Kolbeinn segir þær áhyggjur vera óþarfar. „Við leggjum áherslu á að fastsetja reglurnar um okkar hagsmuni inn í fyrirhugaðan aðildarsamning. Það jafngildir grundvallarsáttmálum sambandsins og verður þess vegna ekki breytt nema með okkar samþykki. Hagsmunirnir yrðu þá tryggðir, ekki bara við inngöngu heldur til framtíðar.“ Staðan í sjávarútvegsmálunum er nú þannig að framkvæmdastjórn ESB er að vinna að rýniskýrslu um málaflokkinn, en hún verður vart tilbúin fyrr en undir árslok. Þá hefst vinna að gerð samningsafstöðu, en formlegar viðræður um sjávarútveg gætu byrjað í júní á næsta ári. thorgils@frettabladid.is Mest lesið „Markmið mitt var bara að ná byssunni af honum“ Erlent Í deilum við nágrannann vegna trjáa Erlent Tvær þyrlur sækja fjóra eftir alvarlegan árekstur á Fagurhólsmýri Innlent „Gamla góða Ísland, bara betra“ Innlent Trump telur friðarsamkomulag mögulegt innan nokkurra vikna Erlent Þrír réðust á einn og höfðu af honum farsíma Innlent Ferðakostnaður forsetans rúmar tuttugu milljónir Innlent „Þetta er ansi flókið, en þó ekki svo flókið“ Erlent Ekki boðlegt að þingið hunsi þjóðaratkvæðagreiðslu Innlent Sakamálin sem einkenndu árið sem er á enda Innlent Fleiri fréttir Þrír réðust á einn og höfðu af honum farsíma Tvær þyrlur sækja fjóra eftir alvarlegan árekstur á Fagurhólsmýri „Rúllandi rafmangsleysi“ alla daga og tífaldur þungi í árásum „Gamla góða Ísland, bara betra“ Gróður farinn að grænka fyrir norðan Ferðakostnaður forsetans rúmar tuttugu milljónir Sakamálin sem einkenndu árið sem er á enda Ekki boðlegt að þingið hunsi þjóðaratkvæðagreiðslu Margfaldur þungi í loftárásum og kyntákn kveður Afbrot, fjölmiðlastyrkir og stefna Miðflokksins Segir dulda skattahækkun taka gildi á næsta ári Líkamsárás í miðbænum Dró konu eftir gangstétt og lyfti henni svo upp með hálstaki Reyndi ítrekað að stofna til slagsmála við skemmtistað Sjálfvirkir lyfjaskammtarar borgi sig tvöfalt til baka Tilhæfulaus líkamsárás í annað sinn og enginn kom til aðstoðar Keyptu aðstoð vegna leiðréttingar landsframlags og hringferðar ráðherra Frumkvæðisvinna lögreglu að loka fjórum afhendingarstöðum „Fara þarf í raunverulegar aðgerðir“ Hrindir af stað söfnun fyrir föður drengsins Kjartan sækist ekki eftir endurráðningu sem bæjarstjóri Landeldi í vexti og lögregla lokar áfengisverslunum Árekstur á Suðurlandsbraut Ekki talinn tengjast aukinni eldvirkni Handteknir grunaðir um framleiðslu fíkniefna Jarðskjálfti við Kleifarvatn Lögreglumenn eltu lausa hesta Lögregla lokaði Smáríkinu og Nýju vínbúðinni Stöðvuðu menn í ofbeldishug við landamærin Piltur skilinn eftir ber að ofan og skólaus eftir hrottafengna árás Sjá meira
Styrkur íslensks sjávarútvegs og mikilvægi greinarinnar fyrir efnahag landsins er einn af helstu styrkleikum Íslands í yfirstandandi aðildarviðræðum við ESB. Þetta kom fram í máli Kolbeins Árnasonar, formanns samningahóps Íslands um sjávarútvegsmál, á morgunfundi Viðskiptaráðs Íslands í gær. „Við hljótum að leggja áherslu á þennan styrk í okkar nálgun að viðræðunum að það sé fengur í að hafa okkur innan borðs,“ segir Kolbeinn og vísar til þess að sjávarútvegur hér á landi sé sjálfbær og skili arði. Ef til inngöngu kæmi yrði Ísland stærsta fiskveiðiríkið í ESB með um þriðjung af heildarafla sambandsins. „Við höfum staðið okkur vel og greinin skilar okkur arði. Það, ásamt öðrum stórum greinum eins og álframleiðslu og ferðamannaiðnaði, yrði til þess að ef við gengjum í sambandið myndum við í grunninn leggja meira af mörkum til sambandsins en það sem við fengjum beint þaðan.“ Kolbeinn segir það munu veita Íslandi sterka stöðu varðandi stjórn yfir eigin málum. „Enda hlýtur það að vera öllum til góða, jafnt Íslendingum og þeim löndum sem fyrir eru í ESB, að greinarnar fái að blómstra áfram sem hingað til.“ Hann bætir því við að mikilvægi sjávarútvegsins fyrir efnahag Íslands sé óumdeilt og það skapi ákveðna sérstöðu sem rétt sé að byggja á í samningaviðræðunum. Sjávarútvegurinn nemur um 12% af landsframleiðslu hér á landi á meðan hann er einungis um 0,1% af heildinni hjá ESB. Efasemdir hafa verið á lofti um að við hugsanlega inngöngu Íslands geti reglum sambandsins verið breytt þannig að þær sérlausnir sem Ísland fengi yrðu mögulega ógiltar. Kolbeinn segir þær áhyggjur vera óþarfar. „Við leggjum áherslu á að fastsetja reglurnar um okkar hagsmuni inn í fyrirhugaðan aðildarsamning. Það jafngildir grundvallarsáttmálum sambandsins og verður þess vegna ekki breytt nema með okkar samþykki. Hagsmunirnir yrðu þá tryggðir, ekki bara við inngöngu heldur til framtíðar.“ Staðan í sjávarútvegsmálunum er nú þannig að framkvæmdastjórn ESB er að vinna að rýniskýrslu um málaflokkinn, en hún verður vart tilbúin fyrr en undir árslok. Þá hefst vinna að gerð samningsafstöðu, en formlegar viðræður um sjávarútveg gætu byrjað í júní á næsta ári. thorgils@frettabladid.is
Mest lesið „Markmið mitt var bara að ná byssunni af honum“ Erlent Í deilum við nágrannann vegna trjáa Erlent Tvær þyrlur sækja fjóra eftir alvarlegan árekstur á Fagurhólsmýri Innlent „Gamla góða Ísland, bara betra“ Innlent Trump telur friðarsamkomulag mögulegt innan nokkurra vikna Erlent Þrír réðust á einn og höfðu af honum farsíma Innlent Ferðakostnaður forsetans rúmar tuttugu milljónir Innlent „Þetta er ansi flókið, en þó ekki svo flókið“ Erlent Ekki boðlegt að þingið hunsi þjóðaratkvæðagreiðslu Innlent Sakamálin sem einkenndu árið sem er á enda Innlent Fleiri fréttir Þrír réðust á einn og höfðu af honum farsíma Tvær þyrlur sækja fjóra eftir alvarlegan árekstur á Fagurhólsmýri „Rúllandi rafmangsleysi“ alla daga og tífaldur þungi í árásum „Gamla góða Ísland, bara betra“ Gróður farinn að grænka fyrir norðan Ferðakostnaður forsetans rúmar tuttugu milljónir Sakamálin sem einkenndu árið sem er á enda Ekki boðlegt að þingið hunsi þjóðaratkvæðagreiðslu Margfaldur þungi í loftárásum og kyntákn kveður Afbrot, fjölmiðlastyrkir og stefna Miðflokksins Segir dulda skattahækkun taka gildi á næsta ári Líkamsárás í miðbænum Dró konu eftir gangstétt og lyfti henni svo upp með hálstaki Reyndi ítrekað að stofna til slagsmála við skemmtistað Sjálfvirkir lyfjaskammtarar borgi sig tvöfalt til baka Tilhæfulaus líkamsárás í annað sinn og enginn kom til aðstoðar Keyptu aðstoð vegna leiðréttingar landsframlags og hringferðar ráðherra Frumkvæðisvinna lögreglu að loka fjórum afhendingarstöðum „Fara þarf í raunverulegar aðgerðir“ Hrindir af stað söfnun fyrir föður drengsins Kjartan sækist ekki eftir endurráðningu sem bæjarstjóri Landeldi í vexti og lögregla lokar áfengisverslunum Árekstur á Suðurlandsbraut Ekki talinn tengjast aukinni eldvirkni Handteknir grunaðir um framleiðslu fíkniefna Jarðskjálfti við Kleifarvatn Lögreglumenn eltu lausa hesta Lögregla lokaði Smáríkinu og Nýju vínbúðinni Stöðvuðu menn í ofbeldishug við landamærin Piltur skilinn eftir ber að ofan og skólaus eftir hrottafengna árás Sjá meira