Fótbolti

Romanov setur Hearts á sölu

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Eggert hefur verið lykilmaður í liði Hearts undanfarin ár.
mynd/valli
Eggert hefur verið lykilmaður í liði Hearts undanfarin ár. mynd/valli
Litháinn Vladimír Romanov hefur ákveðið að setja skoska knattspyrnufélagið Hearts á sölu, þar sem hann er orðinn þreyttur á fótbolta. Hann keypti félagið árið 2005 en landsliðsmaðurinn Eggert Gunnþór Jónsson er á mála hjá félaginu.

„Ég vil hætta í fótbolta og hef gefið þá skipun að finna skuli knattspyrnufélögum mínum nýja eigendur,“ sagði hann í samtali við rússneska fjölmiðla í gær.

Auk Hearts á hann einnig FBK Kaunas í heimalandinu og Partizan Minsk í Hvíta-Rússlandi.

Á ýmsu hefur gengið á þeim sex árum sem Hearts hefur verið í eigu Romanovs, en á þeim tíma hafa til að mynda átta mismunandi knattspyrnustjórar stýrt liðinu. Samingur Eggerts Gunnþórs við félagið rennur út í sumar.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×