Solskjær dreymir um að mæta sem þjálfari á Old Trafford Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 1. nóvember 2011 06:30 Ole Gunnar Solskjær og Sir Alex Ferguson. Mynd/AFP Ole Gunnar Solskjær var ein af hetjum Manchester United fyrir ekki svo löngu og er nú einn af fjölmörgum lærisveinum Sir Alex Ferguson sem hafa reynt fyrir sér í þjálfun. Solskjær var fljótur að sýna hæfileika sína á hliðarlínunni því á sínu fyrsta ári gerði hann æskufélagið Molde að Noregsmeisturum í fyrsta sinn í hundrað ára sögu félagsins. Molde fór á einu ári frá því að vera í 11. sæti í að vinna deildina þegar enn eru tvær umferðir eftir óspilaðar. „Ég var alltaf að spila Championship Manager þegar ég var ungur og ætlaði alltaf að verða stjóri. Síðan spilaði ég fyrir United og fannst það ekki koma lengur til greina því mér fannst ég þurfa að losna undan sviðsljósinu og sleppa úr fyrirsögnunum. Þegar ég meiddist og fótboltinn var tekinn frá mér hugsaði ég hlutina upp á nýtt. Ég vildi vera í fótboltanum eins lengi og ég gæti. Það er ekkert betra en að spila fótbolta en þetta starf er miklu meira krefjandi,“ sagði Solskjær, sem er strax farinn að skipuleggja næsta tímabil. Solskjær eyddi nánast engum peningum í nýja leikmenn þrátt fyrir að fara með liðið úr fallbaráttu árið á undan í það að verða besta lið landsins. Hann viðurkennir alveg fúslega að sig dreymi um að mæta með Molde á Old Trafford í Meistaradeildinni. „Auðvitað dreymir mig um að koma á Old Trafford sem þjálfari. Það væri ekki leiðinlegt að mæta stjóranum [Sir Alex Ferguson],“ sagði Solskjær. Ole Gunnar segist oft hafa hugsað hvað Sir Alex hefði gert í sömu stöðu, en hann hefur þegar unnið sér inn mikla virðingu fyrir það hvernig hann hefur borið sig á erfiðum stundum. „Ég hef ekki talað við hann síðan deildin byrjaði en ég fór nokkrum sinnum inn á skrifstofuna hans fyrir tímabilið. Ég gæti spurt hann en ég vil vera minn eigin herra. Ég hlustaði á hann í fimmtán ár en nú ætla ég að gera þetta á minn hátt,“ sagði Solskjær. Hann hefur strax verið orðaður við stærri lið eftir þessa frábæru byrjun með Molde. „Ég hef sett stefnuna á það að vera hér í mörg ár. Ég flutti heim út af fjölskyldunni og vegna þess að ég vildi að börnin mín myndu alast hér upp. Það eru alltaf einhverjar sögusagnir í gangi en ég er vanur því,“ sagði Solskjær en Jan Åge Fjørtoft er viss um að Solskjær eigi eftir að ná langt. „Ég held að Ole Gunnar verði stjóri Manchester United í framtíðinni en hann mun þó ekki taka við af Sir Alex Ferguson. Hann mun samt fá tækifærið því hann hefur United-andann, hefur góð tengsl við félagið og er vinsæll meðal stuðningsmannanna,“ sagði Fjørtoft. Meistaradeild Evrópu Fótbolti á Norðurlöndum Mest lesið Evrópa leiðir baráttuna um Ryder bikarinn Sport Einföld aðgerð varð að fimm mánaða ferli Sport Víkingur vann bikarinn úr aukaspyrnum Fótbolti Kane skoraði hundrað mörk á methraða Fótbolti NFL leikir á Maracanã næstu fimm árin Sport KA sótti sigur gegn stigalausu liði HK Handbolti Stjarnan sneri leiknum og lagði FH Handbolti Ekitike var ekki sektaður: „Það má gera mistök hjá þessu félagi“ Enski boltinn Trump missir ekki trúna: „Við munum klára þetta“ Golf Dagskráin í dag: Ryder bikarinn, enski boltinn og baráttan í Bestu Sport Fleiri fréttir Slæm byrjun Chelsea skilaði Bayern sigri Víkingur vann bikarinn úr aukaspyrnum Kane skoraði hundrað mörk á methraða Ekitike var ekki sektaður: „Það má gera mistök hjá þessu félagi“ „Held við séum búnir að sjúga karamelluna nægilega mikið“ Lofar æðislegum leik Palmer frá næstu þrjár vikurnar Flottustu mörkin hjá Newcastle og Arsenal: Snilld Bergkamps og þrumufleygur Tiotés Arnar ekki áfram með Fylki Þjálfari Daníels og Arnórs rekinn Man. Utd tryggir sér aftur táning frá S-Ameríku en fær hann ekki strax Trump hikar ekki við að færa leiki á HM úr hættulegum borgum Sjáðu Stjörnuna stöðva partýið, bombur Bergdísar og dramað í Dalnum „Erfitt að kveðja allt fólkið í Krikanum“ Busquets stígur niður af sviðinu Sjáðu mörkin: Sævar á skotskónum en Giroud með sigurmarkið Sjáðu brotið sem Blikar eru brjálaðir yfir Börsungar halda í við Madrídinga Uppgjörið: Þór/KA - Tindastóll 3-0 | Þægilegt hjá Þór/KA Villa vann loksins en Watkins rúinn sjálfstrausti Úr svartnætti í sólarljós „Mjög ljót meiðsli eftir slæma og óþarfa tæklingu“ Uppgjörið: Þróttur - Víkingur 3-2 | Dramatík í Dalnum Látinn eftir höfuðhögg í leik Uppgjörið: FH - Valur 1-1 | Allt jafnt og Blikar nær titli Spilaði fyrsta leikinn í tvö ár: „Er í gervigrasskóm og hef ekki snert gras síðan 2023“ Giroud tryggði sigurinn eftir mark Sævars Högg fyrir KR-inga í fallbaráttunni Uppgjörið: Breiðablik - Stjarnan 1-2 | Stjarnan vann sanngjarnt og titillinn bíður betri tíma Trump vill koma í veg fyrir að UEFA banni Ísrael Sjá meira
Ole Gunnar Solskjær var ein af hetjum Manchester United fyrir ekki svo löngu og er nú einn af fjölmörgum lærisveinum Sir Alex Ferguson sem hafa reynt fyrir sér í þjálfun. Solskjær var fljótur að sýna hæfileika sína á hliðarlínunni því á sínu fyrsta ári gerði hann æskufélagið Molde að Noregsmeisturum í fyrsta sinn í hundrað ára sögu félagsins. Molde fór á einu ári frá því að vera í 11. sæti í að vinna deildina þegar enn eru tvær umferðir eftir óspilaðar. „Ég var alltaf að spila Championship Manager þegar ég var ungur og ætlaði alltaf að verða stjóri. Síðan spilaði ég fyrir United og fannst það ekki koma lengur til greina því mér fannst ég þurfa að losna undan sviðsljósinu og sleppa úr fyrirsögnunum. Þegar ég meiddist og fótboltinn var tekinn frá mér hugsaði ég hlutina upp á nýtt. Ég vildi vera í fótboltanum eins lengi og ég gæti. Það er ekkert betra en að spila fótbolta en þetta starf er miklu meira krefjandi,“ sagði Solskjær, sem er strax farinn að skipuleggja næsta tímabil. Solskjær eyddi nánast engum peningum í nýja leikmenn þrátt fyrir að fara með liðið úr fallbaráttu árið á undan í það að verða besta lið landsins. Hann viðurkennir alveg fúslega að sig dreymi um að mæta með Molde á Old Trafford í Meistaradeildinni. „Auðvitað dreymir mig um að koma á Old Trafford sem þjálfari. Það væri ekki leiðinlegt að mæta stjóranum [Sir Alex Ferguson],“ sagði Solskjær. Ole Gunnar segist oft hafa hugsað hvað Sir Alex hefði gert í sömu stöðu, en hann hefur þegar unnið sér inn mikla virðingu fyrir það hvernig hann hefur borið sig á erfiðum stundum. „Ég hef ekki talað við hann síðan deildin byrjaði en ég fór nokkrum sinnum inn á skrifstofuna hans fyrir tímabilið. Ég gæti spurt hann en ég vil vera minn eigin herra. Ég hlustaði á hann í fimmtán ár en nú ætla ég að gera þetta á minn hátt,“ sagði Solskjær. Hann hefur strax verið orðaður við stærri lið eftir þessa frábæru byrjun með Molde. „Ég hef sett stefnuna á það að vera hér í mörg ár. Ég flutti heim út af fjölskyldunni og vegna þess að ég vildi að börnin mín myndu alast hér upp. Það eru alltaf einhverjar sögusagnir í gangi en ég er vanur því,“ sagði Solskjær en Jan Åge Fjørtoft er viss um að Solskjær eigi eftir að ná langt. „Ég held að Ole Gunnar verði stjóri Manchester United í framtíðinni en hann mun þó ekki taka við af Sir Alex Ferguson. Hann mun samt fá tækifærið því hann hefur United-andann, hefur góð tengsl við félagið og er vinsæll meðal stuðningsmannanna,“ sagði Fjørtoft.
Meistaradeild Evrópu Fótbolti á Norðurlöndum Mest lesið Evrópa leiðir baráttuna um Ryder bikarinn Sport Einföld aðgerð varð að fimm mánaða ferli Sport Víkingur vann bikarinn úr aukaspyrnum Fótbolti Kane skoraði hundrað mörk á methraða Fótbolti NFL leikir á Maracanã næstu fimm árin Sport KA sótti sigur gegn stigalausu liði HK Handbolti Stjarnan sneri leiknum og lagði FH Handbolti Ekitike var ekki sektaður: „Það má gera mistök hjá þessu félagi“ Enski boltinn Trump missir ekki trúna: „Við munum klára þetta“ Golf Dagskráin í dag: Ryder bikarinn, enski boltinn og baráttan í Bestu Sport Fleiri fréttir Slæm byrjun Chelsea skilaði Bayern sigri Víkingur vann bikarinn úr aukaspyrnum Kane skoraði hundrað mörk á methraða Ekitike var ekki sektaður: „Það má gera mistök hjá þessu félagi“ „Held við séum búnir að sjúga karamelluna nægilega mikið“ Lofar æðislegum leik Palmer frá næstu þrjár vikurnar Flottustu mörkin hjá Newcastle og Arsenal: Snilld Bergkamps og þrumufleygur Tiotés Arnar ekki áfram með Fylki Þjálfari Daníels og Arnórs rekinn Man. Utd tryggir sér aftur táning frá S-Ameríku en fær hann ekki strax Trump hikar ekki við að færa leiki á HM úr hættulegum borgum Sjáðu Stjörnuna stöðva partýið, bombur Bergdísar og dramað í Dalnum „Erfitt að kveðja allt fólkið í Krikanum“ Busquets stígur niður af sviðinu Sjáðu mörkin: Sævar á skotskónum en Giroud með sigurmarkið Sjáðu brotið sem Blikar eru brjálaðir yfir Börsungar halda í við Madrídinga Uppgjörið: Þór/KA - Tindastóll 3-0 | Þægilegt hjá Þór/KA Villa vann loksins en Watkins rúinn sjálfstrausti Úr svartnætti í sólarljós „Mjög ljót meiðsli eftir slæma og óþarfa tæklingu“ Uppgjörið: Þróttur - Víkingur 3-2 | Dramatík í Dalnum Látinn eftir höfuðhögg í leik Uppgjörið: FH - Valur 1-1 | Allt jafnt og Blikar nær titli Spilaði fyrsta leikinn í tvö ár: „Er í gervigrasskóm og hef ekki snert gras síðan 2023“ Giroud tryggði sigurinn eftir mark Sævars Högg fyrir KR-inga í fallbaráttunni Uppgjörið: Breiðablik - Stjarnan 1-2 | Stjarnan vann sanngjarnt og titillinn bíður betri tíma Trump vill koma í veg fyrir að UEFA banni Ísrael Sjá meira