Lög leyfi nafnlausar ábendingar á netinu 26. ágúst 2011 04:00 Alþingi Forstjóri Vinnumálastofnunar vill að velferðarráðuneytið beiti sér fyrir því að löggjafinn tryggi ótvíræða heimild til að taka áfram við nafnlausum ábendingum á netinu um bótasvik.Fréttablaðið/Pjetur Skúli Eggert Þórðarson „Við munum taka þessa gátt úr sambandi en fara jafnframt fram á það við velferðarráðuneytið að það verði gert skýrt með lögum að þessi möguleiki sé ótvíræður,“ segir Gissur Pétursson, forstjóri Vinnumálastofnunar, um þá ákvörðun Persónuverndar að Vinnumálastofnun og Ríkisskattstjóri megi ekki bjóða fólki að gefa upplýsingar um aðra undir nafnleynd á netinu. Persónuvernd segir bæði Vinnumálastofnun og Ríkisskattstjóra bjóða upp á þann möguleika með tilteknum hnöppum á heimasíðum að fólk geti undir nafnleynd komið á framfæri ábendingum um hugsanleg bótasvik annars vegar og skattsvik hins vegar. Með þessu sé fólk hvatt til að gefa nafnlausar ábendingar á netinu og það samræmist ekki lögum. Gissur Pétursson segir að um eitt þúsund ábendingar um bótasvik hafi borist um sérstaka gátt á heimasíðu stofnunarinnar í fyrra, bæði undir nafni og nafnlaust. Á grundvelli þeirra hafi um tvö hundruð manns verið teknir af atvinnuleysisbótum sem þeir áttu ekki rétt á. „Ég get ekki fallist á það að þessi möguleiki á heimasíðunni feli í sér hvatningu til að menn gefi upplýsingar nafnlaust,“ segir Gissur og undirstrikar mikilvægi þess að Vinnumálastofnun njóti liðveislu almennings til þess að upplýsa um bótasvik. Skúli Eggert Þórðarson ríkisskattstjóri hafnar því að embætti hans hafi hvatt fólk til að gefa nafnlausar ábendingar. „Við virðum þessa ákvörðun en meginforsenda hennar um að Ríkisskattstjóri hafi hvatt til slíks er ekki rétt. Það hefur einungis verið þessi möguleiki að senda rafrænt án þess að tilkynna nafn eða auðkenni – í því felst engin hvatning,“ segir Skúli og bætir við að í raun breyti þetta litlu því þær upplýsingar sem borist hafi á þennan hátt hafi ekki verið veigamiklar. Persónuvernd telur enn fremur villandi að segja að á heimasíðum Ríkisskattstjóra og Vinnumálastofnunar geti fólk með ábendingar notið nafnleyndar. Persónugreina megi upplýsingar á netinu með IP-tölum og öðrum greiningartólum. Skúli segir að sér vitanlega séu engin fordæmi fyrir því að reynt sé að rekja slíkar upplýsingar. „Enda eru þær ekki rekjanlegar nema með atbeina sérfræðinga sem hafa aðgang að IP-tölum. Það höfum við ekki,“ segir ríkisskattstjóri. gar@frettabladid.isGissur Pétursson Fréttir Mest lesið Gera loftárásir á háhýsi og vara við yfirvofandi innrás Erlent Gefa grænt ljós á handtökur á grundvelli kynþáttar og málnotkunar Erlent Opinbera bréf Trumps til Epsteins Erlent Kínversk ferðaskrifstofa fær ekki áheyrn hjá Hæstarétti Innlent Ruddust inn til manns og mölbrutu í honum tennurnar Innlent Boða 157 mál á 157. löggjafaþingi og hér er það helsta Innlent Verið ættleiddur af Íslendingum Innlent Ekki útgangspunktur að beita ákvæðinu Innlent Svona var kynning ríkisstjórnar á þingmálum vetrarins Innlent Reyksprengju kastað inn á pall í Hafnarfirði Innlent Fleiri fréttir Bein útsending: Guðsþjónusta og setning Alþingis „Við munum reyna að bæta öll mál“ „Er þetta allt sem Ísland getur gert?“ Bókun 35 verði keyrð í gegnum þingið Ríkisstjórnin sýnir á spilin og Alþingi sett í dag Ekki útgangspunktur að beita ákvæðinu Mikill meirihluti hlynntur Hvammsvirkjun Ruddust inn til manns og mölbrutu í honum tennurnar Boða 157 mál á 157. löggjafaþingi og hér er það helsta Kínversk ferðaskrifstofa fær ekki áheyrn hjá Hæstarétti Gagnrýnir hæstu ríkisútgjöld sögunnar í fjárlagafrumvarpi Svona var kynning ríkisstjórnar á þingmálum vetrarins Reyksprengju kastað inn á pall í Hafnarfirði Verið ættleiddur af Íslendingum Fyrsti dagur Kvikmyndaskólans: „Það besta sem hefur gerst fyrir skólann síðan í apríl“ Hækka hámarksgreiðslur um hundrað þúsund krónur Uppfæra ekki fríverslunarsamning og banna tvo ráðherra Tveir fluttir til aðhlynningar eftir árekstur á Suðurlandsvegi Tekist á um fjárlög, lykkjumálið og aleigan í rafmynt Einn bílstjóri án leyfis og skráningar „Sultaról rithöfunda enn hert“ í fjárlögum Óásættanlegt að almennir starfsmenn séu beittir óeðlilegum þrýstingi Vill hækka skráningargjöldin í 100 þúsund krónur Skjálfti upp á 3,3 í Vatnafjöllum Afnemur æviskipanir varasaksóknara eftir mál Helga Magnúsar Gul úrkomuviðvörun á Austfjörðum og á Suðausturlandi Gestur Guðmundsson er látinn Breski sundkappinn kominn í land og lofsyngur Íslendinga Háskólinn hafi ekki breytt stefnu sinni um inntöku alþjóðlegra nema Hallar á karla í fjárlagafrumvarpi Sjá meira
Skúli Eggert Þórðarson „Við munum taka þessa gátt úr sambandi en fara jafnframt fram á það við velferðarráðuneytið að það verði gert skýrt með lögum að þessi möguleiki sé ótvíræður,“ segir Gissur Pétursson, forstjóri Vinnumálastofnunar, um þá ákvörðun Persónuverndar að Vinnumálastofnun og Ríkisskattstjóri megi ekki bjóða fólki að gefa upplýsingar um aðra undir nafnleynd á netinu. Persónuvernd segir bæði Vinnumálastofnun og Ríkisskattstjóra bjóða upp á þann möguleika með tilteknum hnöppum á heimasíðum að fólk geti undir nafnleynd komið á framfæri ábendingum um hugsanleg bótasvik annars vegar og skattsvik hins vegar. Með þessu sé fólk hvatt til að gefa nafnlausar ábendingar á netinu og það samræmist ekki lögum. Gissur Pétursson segir að um eitt þúsund ábendingar um bótasvik hafi borist um sérstaka gátt á heimasíðu stofnunarinnar í fyrra, bæði undir nafni og nafnlaust. Á grundvelli þeirra hafi um tvö hundruð manns verið teknir af atvinnuleysisbótum sem þeir áttu ekki rétt á. „Ég get ekki fallist á það að þessi möguleiki á heimasíðunni feli í sér hvatningu til að menn gefi upplýsingar nafnlaust,“ segir Gissur og undirstrikar mikilvægi þess að Vinnumálastofnun njóti liðveislu almennings til þess að upplýsa um bótasvik. Skúli Eggert Þórðarson ríkisskattstjóri hafnar því að embætti hans hafi hvatt fólk til að gefa nafnlausar ábendingar. „Við virðum þessa ákvörðun en meginforsenda hennar um að Ríkisskattstjóri hafi hvatt til slíks er ekki rétt. Það hefur einungis verið þessi möguleiki að senda rafrænt án þess að tilkynna nafn eða auðkenni – í því felst engin hvatning,“ segir Skúli og bætir við að í raun breyti þetta litlu því þær upplýsingar sem borist hafi á þennan hátt hafi ekki verið veigamiklar. Persónuvernd telur enn fremur villandi að segja að á heimasíðum Ríkisskattstjóra og Vinnumálastofnunar geti fólk með ábendingar notið nafnleyndar. Persónugreina megi upplýsingar á netinu með IP-tölum og öðrum greiningartólum. Skúli segir að sér vitanlega séu engin fordæmi fyrir því að reynt sé að rekja slíkar upplýsingar. „Enda eru þær ekki rekjanlegar nema með atbeina sérfræðinga sem hafa aðgang að IP-tölum. Það höfum við ekki,“ segir ríkisskattstjóri. gar@frettabladid.isGissur Pétursson
Fréttir Mest lesið Gera loftárásir á háhýsi og vara við yfirvofandi innrás Erlent Gefa grænt ljós á handtökur á grundvelli kynþáttar og málnotkunar Erlent Opinbera bréf Trumps til Epsteins Erlent Kínversk ferðaskrifstofa fær ekki áheyrn hjá Hæstarétti Innlent Ruddust inn til manns og mölbrutu í honum tennurnar Innlent Boða 157 mál á 157. löggjafaþingi og hér er það helsta Innlent Verið ættleiddur af Íslendingum Innlent Ekki útgangspunktur að beita ákvæðinu Innlent Svona var kynning ríkisstjórnar á þingmálum vetrarins Innlent Reyksprengju kastað inn á pall í Hafnarfirði Innlent Fleiri fréttir Bein útsending: Guðsþjónusta og setning Alþingis „Við munum reyna að bæta öll mál“ „Er þetta allt sem Ísland getur gert?“ Bókun 35 verði keyrð í gegnum þingið Ríkisstjórnin sýnir á spilin og Alþingi sett í dag Ekki útgangspunktur að beita ákvæðinu Mikill meirihluti hlynntur Hvammsvirkjun Ruddust inn til manns og mölbrutu í honum tennurnar Boða 157 mál á 157. löggjafaþingi og hér er það helsta Kínversk ferðaskrifstofa fær ekki áheyrn hjá Hæstarétti Gagnrýnir hæstu ríkisútgjöld sögunnar í fjárlagafrumvarpi Svona var kynning ríkisstjórnar á þingmálum vetrarins Reyksprengju kastað inn á pall í Hafnarfirði Verið ættleiddur af Íslendingum Fyrsti dagur Kvikmyndaskólans: „Það besta sem hefur gerst fyrir skólann síðan í apríl“ Hækka hámarksgreiðslur um hundrað þúsund krónur Uppfæra ekki fríverslunarsamning og banna tvo ráðherra Tveir fluttir til aðhlynningar eftir árekstur á Suðurlandsvegi Tekist á um fjárlög, lykkjumálið og aleigan í rafmynt Einn bílstjóri án leyfis og skráningar „Sultaról rithöfunda enn hert“ í fjárlögum Óásættanlegt að almennir starfsmenn séu beittir óeðlilegum þrýstingi Vill hækka skráningargjöldin í 100 þúsund krónur Skjálfti upp á 3,3 í Vatnafjöllum Afnemur æviskipanir varasaksóknara eftir mál Helga Magnúsar Gul úrkomuviðvörun á Austfjörðum og á Suðausturlandi Gestur Guðmundsson er látinn Breski sundkappinn kominn í land og lofsyngur Íslendinga Háskólinn hafi ekki breytt stefnu sinni um inntöku alþjóðlegra nema Hallar á karla í fjárlagafrumvarpi Sjá meira