Forlan fetar í fótspor föður og afa Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 26. júlí 2011 08:00 með Gullið um hálsinn Diego Forlan fagnar sigri í Copa America með félögum sínum.Mynd/AFP Úrúgvæinn Diego Forlan bætti enn einni skrautfjöðrinni í hattinn um helgina þegar hann leiddi þjóð sína til sigurs í Suður-Ameríkukeppninni í knattspyrnu. Þessi jafnfætti spyrnumaður af guðs náð skoraði tvö mörk í úrslitaleiknum gegn Paragvæ. Sigurinn gerði Úrúgvæ að sigursælustu þjóð í sögu keppninnar. Forlan á ekki langt að sækja knattspyrnuhæfileikana en faðir hans og afi voru báðir í sigurliði Úrúgvæ í keppninni á sínum tíma. „Afi minn vann titilinn, pabbi minn vann titilinn og nú hef ég unnið hann. Þetta er stór stund fyrir fjölskyldu mína. Forlan-nafnið hefur verið skráð á spjöld knattspyrnusögunnar," sagði Forlan stoltur. Evrópubúar fengu fyrst veður af Forlan þegar hann gekk til liðs við Manchester United árið 2002. Hann hafði slegið í gegn með Independiente í Argentínu og mikils vænst af honum í framlínu Englandsmeistaranna. Tíma Forlan hjá United verður helst minnst fyrir fagnaðarlæti hans þau fáu skipti sem hann skoraði. Forlan fagnaði mörkum sínum undantekningarlítið með því að rífa sig úr að ofan áður en farið var að spjalda leikmenn fyrir slík fagnaðarviðbrögð. Í eitt skiptið var fögnuðurinn svo mikill að honum tókst ekki að koma sér í treyjuna áður en leikurinn hófst að nýju. Forlan gekk erfiðlega að vinna sér fast sæti í stjörnum prýddu liði United. Hann kom iðulega af bekknum og markatölfræði hans því verri fyrir vikið. Eftir þrjú tímabil á Englandi tóku við betri tímar í heitara veðurfari á Spáni. Forlan varð markakóngur á Spáni með gulu kafbátunum í Villarreal sem tryggðu sér óvænt sæti í Meistaradeild Evrópu. Mörkin tryggðu honum markakóngstitil Evrópu í fyrra skiptið af tveimur. Mikil breyting á stuttum tíma. „Eftir að ég skipti um félag fór ég að spila alla leiki. Það gefur þér sjálfstraust sem þú færð ekki ef þú situr á varamannabekknum. Hjá Villarreal fékk ég tækifærið og mínúturnar á vellinum útskýra þessa breytingu," segir Forlan. Forlan varð einnig markahæstur á Spáni og Evrópu í búningi Atletico Madrid þar sem hann spilar nú. Með Atletico vann Forlan Evrópudeildina vorið 2010 þar sem hann skoraði bæði mörkin í 2-1 sigri í úrslitaleiknum gegn Fulham. Mánuði síðar hófst HM í Suður-Afríku þar sem Forlan var fremstur meðal jafningja. Fimm mörk hans skiluðu Úrúgvæ í 4. sæti keppninnar og Forlan var valinn besti leikmaðurinn. Með sigrinum á Paragvæ í Buenos Aires á sunnudaginn hefur Forlan líklega náð hátindi feril síns. Atletico Madrid er ólíklegt til þess að ná góðum árangri í einokaðri spænskri deildarkeppni. Þá verður Forlan orðinn 35 ára gamall þegar HM fer fram í Brasilíu 2014. Forlan þarf þó ekki að hafa áhyggjur af veru sinni í sögu knattspyrnunnar. Hann er leikjahæsti leikmaðurinn í sögu þjóðar sinnar og deilir markametinu með þjóðhetju Úrúgvæja frá HM 1930. Þá voru Úrúgvæjar fremstir meðal jafningja og frammistaða Forlans hefur fengið landa hans til þess að upplifa tímabil velgengni á nýjan leik. Fótbolti Mest lesið Bjóða dómurum í WNBA ókeypis LASIK aðgerðir Körfubolti Munkur slær í gegn á Opna breska Golf „Búin að segja við Sölva síðan ég kom að hann á mig inni í níunni“ Sport „Bikarleikurinn sat aðeins í mönnum“ Íslenski boltinn „Skemmtilegt og erfitt að spila á móti Fram“ Íslenski boltinn „Hvert færi og hver sókn var nánast bara mark“ Sport Leikur Grindavíkur færður vegna gossins Íslenski boltinn Körfuboltakvöld í Boston: Nablinn tók viðtal við Ice Cube og sættist við Pargo Körfubolti Jota í frægðarhöll Úlfanna Fótbolti Uppgjörið: Víkingur R. - Malisheva 8-0 | Víkingar gjörsigruðu gestina Fótbolti Fleiri fréttir „Bikarleikurinn sat aðeins í mönnum“ „Skemmtilegt og erfitt að spila á móti Fram“ Uppgjörið: Afturelding - Fram 1-1| Allt jafnt í Mosó Jota í frægðarhöll Úlfanna United gerir tilboð í Mbeumo í þriðja sinn Englendingar áfram eftir ótrúlega vítaspyrnukeppni Uppgjörið: Víkingur R. - Malisheva 8-0 | Víkingar gjörsigruðu gestina Átján ára norskt undrabarn til City Neymar með sigurmarkið í fyrsta heila leiknum í marga mánuði Sjáðu ótrúlegt mark Tryggva frá miðju „Við erum með betri menn í öllum stöðum“ Leik lokið: Flora - Valur 1-2 | Valsmenn öruggir áfram Jón Páll aðstoðar Einar „Þau sakna vina sinna og finnst erfitt að keppa á móti þeim“ Leikur Grindavíkur færður vegna gossins Liverpool langt komið með að kaupa Ekitike Arsenal Tivat í tíu ára bann frá Evrópukeppnum „Kom okkur dálítið á óvart hvernig þeir pressuðu“ Messi fékk skell sama kvöld og fréttist af komu „lífvarðarins“ Nýir erlendir leikmenn halda áfram að streyma í botnliðið Skærasta stjarna Sviss fær lítið að spila á EM en allir vilja hitta hana Yamal tekur óhræddur við tíunni Biðin eftir Meistaravöllum styttist um einn dag Eyjakonur gjörsigruðu Gróttu Bellingham í aðgerð á öxl og missir af næstu landsleikjum Arnar Grétarsson tekinn við Fylki Ítalía í undanúrslit í fyrsta sinn síðan 1997 Eigendur Burnley eignast hitt liðið í Barcelona „Þetta var bara byrjunin“ Hetjudáðir gegn Íslandi tryggðu henni sæti í byrjunarliðinu í kvöld Sjá meira
Úrúgvæinn Diego Forlan bætti enn einni skrautfjöðrinni í hattinn um helgina þegar hann leiddi þjóð sína til sigurs í Suður-Ameríkukeppninni í knattspyrnu. Þessi jafnfætti spyrnumaður af guðs náð skoraði tvö mörk í úrslitaleiknum gegn Paragvæ. Sigurinn gerði Úrúgvæ að sigursælustu þjóð í sögu keppninnar. Forlan á ekki langt að sækja knattspyrnuhæfileikana en faðir hans og afi voru báðir í sigurliði Úrúgvæ í keppninni á sínum tíma. „Afi minn vann titilinn, pabbi minn vann titilinn og nú hef ég unnið hann. Þetta er stór stund fyrir fjölskyldu mína. Forlan-nafnið hefur verið skráð á spjöld knattspyrnusögunnar," sagði Forlan stoltur. Evrópubúar fengu fyrst veður af Forlan þegar hann gekk til liðs við Manchester United árið 2002. Hann hafði slegið í gegn með Independiente í Argentínu og mikils vænst af honum í framlínu Englandsmeistaranna. Tíma Forlan hjá United verður helst minnst fyrir fagnaðarlæti hans þau fáu skipti sem hann skoraði. Forlan fagnaði mörkum sínum undantekningarlítið með því að rífa sig úr að ofan áður en farið var að spjalda leikmenn fyrir slík fagnaðarviðbrögð. Í eitt skiptið var fögnuðurinn svo mikill að honum tókst ekki að koma sér í treyjuna áður en leikurinn hófst að nýju. Forlan gekk erfiðlega að vinna sér fast sæti í stjörnum prýddu liði United. Hann kom iðulega af bekknum og markatölfræði hans því verri fyrir vikið. Eftir þrjú tímabil á Englandi tóku við betri tímar í heitara veðurfari á Spáni. Forlan varð markakóngur á Spáni með gulu kafbátunum í Villarreal sem tryggðu sér óvænt sæti í Meistaradeild Evrópu. Mörkin tryggðu honum markakóngstitil Evrópu í fyrra skiptið af tveimur. Mikil breyting á stuttum tíma. „Eftir að ég skipti um félag fór ég að spila alla leiki. Það gefur þér sjálfstraust sem þú færð ekki ef þú situr á varamannabekknum. Hjá Villarreal fékk ég tækifærið og mínúturnar á vellinum útskýra þessa breytingu," segir Forlan. Forlan varð einnig markahæstur á Spáni og Evrópu í búningi Atletico Madrid þar sem hann spilar nú. Með Atletico vann Forlan Evrópudeildina vorið 2010 þar sem hann skoraði bæði mörkin í 2-1 sigri í úrslitaleiknum gegn Fulham. Mánuði síðar hófst HM í Suður-Afríku þar sem Forlan var fremstur meðal jafningja. Fimm mörk hans skiluðu Úrúgvæ í 4. sæti keppninnar og Forlan var valinn besti leikmaðurinn. Með sigrinum á Paragvæ í Buenos Aires á sunnudaginn hefur Forlan líklega náð hátindi feril síns. Atletico Madrid er ólíklegt til þess að ná góðum árangri í einokaðri spænskri deildarkeppni. Þá verður Forlan orðinn 35 ára gamall þegar HM fer fram í Brasilíu 2014. Forlan þarf þó ekki að hafa áhyggjur af veru sinni í sögu knattspyrnunnar. Hann er leikjahæsti leikmaðurinn í sögu þjóðar sinnar og deilir markametinu með þjóðhetju Úrúgvæja frá HM 1930. Þá voru Úrúgvæjar fremstir meðal jafningja og frammistaða Forlans hefur fengið landa hans til þess að upplifa tímabil velgengni á nýjan leik.
Fótbolti Mest lesið Bjóða dómurum í WNBA ókeypis LASIK aðgerðir Körfubolti Munkur slær í gegn á Opna breska Golf „Búin að segja við Sölva síðan ég kom að hann á mig inni í níunni“ Sport „Bikarleikurinn sat aðeins í mönnum“ Íslenski boltinn „Skemmtilegt og erfitt að spila á móti Fram“ Íslenski boltinn „Hvert færi og hver sókn var nánast bara mark“ Sport Leikur Grindavíkur færður vegna gossins Íslenski boltinn Körfuboltakvöld í Boston: Nablinn tók viðtal við Ice Cube og sættist við Pargo Körfubolti Jota í frægðarhöll Úlfanna Fótbolti Uppgjörið: Víkingur R. - Malisheva 8-0 | Víkingar gjörsigruðu gestina Fótbolti Fleiri fréttir „Bikarleikurinn sat aðeins í mönnum“ „Skemmtilegt og erfitt að spila á móti Fram“ Uppgjörið: Afturelding - Fram 1-1| Allt jafnt í Mosó Jota í frægðarhöll Úlfanna United gerir tilboð í Mbeumo í þriðja sinn Englendingar áfram eftir ótrúlega vítaspyrnukeppni Uppgjörið: Víkingur R. - Malisheva 8-0 | Víkingar gjörsigruðu gestina Átján ára norskt undrabarn til City Neymar með sigurmarkið í fyrsta heila leiknum í marga mánuði Sjáðu ótrúlegt mark Tryggva frá miðju „Við erum með betri menn í öllum stöðum“ Leik lokið: Flora - Valur 1-2 | Valsmenn öruggir áfram Jón Páll aðstoðar Einar „Þau sakna vina sinna og finnst erfitt að keppa á móti þeim“ Leikur Grindavíkur færður vegna gossins Liverpool langt komið með að kaupa Ekitike Arsenal Tivat í tíu ára bann frá Evrópukeppnum „Kom okkur dálítið á óvart hvernig þeir pressuðu“ Messi fékk skell sama kvöld og fréttist af komu „lífvarðarins“ Nýir erlendir leikmenn halda áfram að streyma í botnliðið Skærasta stjarna Sviss fær lítið að spila á EM en allir vilja hitta hana Yamal tekur óhræddur við tíunni Biðin eftir Meistaravöllum styttist um einn dag Eyjakonur gjörsigruðu Gróttu Bellingham í aðgerð á öxl og missir af næstu landsleikjum Arnar Grétarsson tekinn við Fylki Ítalía í undanúrslit í fyrsta sinn síðan 1997 Eigendur Burnley eignast hitt liðið í Barcelona „Þetta var bara byrjunin“ Hetjudáðir gegn Íslandi tryggðu henni sæti í byrjunarliðinu í kvöld Sjá meira