Fótbolti

Markvörður Dana: Ég hef yfirhöndina gegn Gylfa

Eiríkur Stefán Ásgeirsson í Álaborg skrifar
Gylfi Þór Sigurðsson í leik með íslenska U-21 liðinu á EM.
Gylfi Þór Sigurðsson í leik með íslenska U-21 liðinu á EM. Mynd/Anton
Mikkel Andersen, markvörður U-21 liðs Danmerkur, þekkir Gylfa Þór Sigurðsson vel, þar sem þeir voru samherjar hjá Reading áður en Gylfi gekk til liðs við Hoffenheim í Þýskalandi.

„Ég hef staðið í markinu þegar Gylfi hefur verið að æfa sín skot,“ sagði Andersen. „En nýt þess betur að þekkja hann en öfugt og hef því yfirhöndina,“ bætti hann við í léttum dúr.

„Gylfi er frábær strákur, góður vinur og býr yfir miklum hæfileikum. Ég met hann mikils. En við þurfum að einbeita okkur að leiknum og við vitum að Íslendingar hafa kannski verið óheppnir í sínum leikjum til þessa. Við vitum að þeir geta staðið sig vel, eins og þeir sýndu oft í undankeppninni.“

Íslendingar hafa ekki skorað enn í Danmörku og hafa lofað því að kveðja ekki mótið án þess að skora. Andersen hefur ekki áhyggjur af því. „Þeir eru með því að setja sjálfir á sig pressu. Það breytir því ekki að ég og allir aðrir í liðinu förum inn í leikinn með það að markmiði að halda hreinu og því er þessi leikur ekkert frábrugðinn öðrum.“




Fleiri fréttir

Sjá meira


×