Norski herinn á hausaveiðum hér 15. júní 2011 07:00 Í Afganistan Norskur hermaður í Kabúl.Nordicphotos/Getty Norski herinn hefur í allnokkur skipti reynt að fá nýliða frá Íslandi og nú gegna tíu íslenskir ríkisborgarar herþjónustu í Noregi. Roger Johnsen, skólastjóri verkfræðiskóla hersins, staðfesti í viðtali við norska ríkisútvarpið að reynt hefði verið að fá nýliða héðan með kynningum í íslenskum framhaldsskólum og að umsóknir hefðu borist á hverju ári. Kynningarnar hafa hafa farið fram í Menntaskólanum í Reykjavík, Verslunarskólanum og Menntaskólanum Hraðbraut. Að sögn skólastjórans eru Íslendingar með góðan bakgrunn. Þeir séu með fjögurra ára framhaldsskólamenntun auk þess sem þeir séu fljótir að aðlagast. „Það er á ábyrgð framhaldsskólanna sjálfra hverjum þeir hleypa að til kynninga úr háskólageiranum,“ segir Einar Hreinsson, sérfræðingur á skrifstofu vísinda og háskóla í menntamálaráðuneytinu. Einn íslensku hermannanna tíu sem um þessar mundir þjóna í norska hernum hefur tvisvar kynnt nám í verkfræðiskóla hersins fyrir íslenskum framhaldsskólanemum. Hermaðurinn, Hilmar Haraldsson, sem verið hefur í norska hernum frá 2003, segir í viðtali við norska ríkisútvarpið að hann hafi farið í slíka kynningarferð árið 2004 og einnig í febrúar á þessu ári. Að sögn Hilmars voru undirtektir framhaldsskólanemanna nú miklu betri en áður. Á vefsíðu norska sendiráðsins í Reykjavík segir að íslenskir ríkisborgarar hafi samkvæmt samningi frá 1995 rétt til að sækja um skólavist við herskóla norska hersins. Að gefnum fyrirvara um skólavist í herskóla skal umsækjandi gegna herþjónustu í norska hernum samkvæmt þeim skilmálum sem fram koma í samningi um menntun og herþjónustu. Undanfarin tíu ár hafa átján íslenskir ríkisborgarar gegnt herþjónustu í Noregi, að því er segir í frétt norska ríkisútvarpsins. Sex þeirra eru sagðir hafa tekið þátt í aðgerðum norska hersins í Afganistan. Hallgeir Langeland, þingmaður sósíalíska vinstriflokksins, kveðst hlynntur varnarsamstarfi Norðurlandanna. „En mér finnst það of langt gengið ef því er þannig farið að norsk yfirvöld reyni að fá Íslendinga til Noregs til þess að gerast svo að segja málaliðar í Afganistan.“ Samkvæmt frétt norska ríkisútvarpsins hafa fleiri tekið í sama streng. Norska varnarmálaráðuneytið vísar því á bug að hægt sé að líta á Íslendingana sem málaliða.ibs@frettabladid.is Mest lesið Þúsundir hafi orðið af milljónum Innlent Allt í loft upp í Færeyjum vegna Suðureyjarganga Erlent Velunnarar hefja söfnun fyrir ekkju Hjörleifs Innlent Níu í lífshættu eftir stunguárásina Erlent Andrew sviptur síðustu hernaðartigninni Erlent Keypti stól í Góða hirðinum sem reyndist fágætur gripur Innlent Segir hernum að undirbúa árás á Nígeríu Erlent Moskítóflugan lifði kuldakastið af Innlent Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Innlent Hætta á að ákveðnir staðir þrífist ekki Innlent Fleiri fréttir Moskítóflugan lifði kuldakastið af „Þorsti í auglýsingafé er talsverður hjá Ríkisútvarpinu“ Hætta á að ákveðnir staðir þrífist ekki Velunnarar hefja söfnun fyrir ekkju Hjörleifs Þúsundir hafi orðið af milljónum Hundrað þúsund færri kindur í dag en fyrir tíu árum Dökk mynd í byggingariðnaði, umsvif RÚV og fækkun fjár Losun gróðurhúsalofttegunda jókst í Reykjavík Húsnæðismálin og staða Ríkisútvarpsins Ölvaður undir stýri með börn í bílnum Kosningahugur í eigendum frístundahúsa Keypti stól í Góða hirðinum sem reyndist fágætur gripur Getur gervigreindarsmjaður leitt til gervigreindargeðrofs? Söguleg óvissa á fasteignamarkaði og meðvirk gervigreind Óttast að námsbraut verði undir verði af frumvarpinu Kostnaður við stjórnsýslu borgarinnar mun hærri en landsmeðaltalið Tveir fá heilablóðfall á hverjum degi á Íslandi Breytingar sem litlu breyta og mokstursmenn þakka veðurguðunum Líta eigi á eignir landsbyggðafólks í Reykjavík sem sumarbústaði Sendi síðasta bréfið degi áður en fellibylurinn gekk yfir Borgin tekur út framkvæmdir við Vesturbæjarlaug Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Tilkynnt um bíl fullan af flugeldum Valhöll auglýst til sölu Rændur fyrir utan Costco um hábjartan dag Handtóku menn á tvítugsaldri vegna stórfelldrar fölsunar rafrænna skilríkja „Þetta er búið að ræna okkur innri ró“ Reiði meðal lögreglumanna Lögreglan vill ná tali af þessu fólki Lögreglustjóri situr sem fastast og spáin gerir krökkunum grikk Sjá meira
Norski herinn hefur í allnokkur skipti reynt að fá nýliða frá Íslandi og nú gegna tíu íslenskir ríkisborgarar herþjónustu í Noregi. Roger Johnsen, skólastjóri verkfræðiskóla hersins, staðfesti í viðtali við norska ríkisútvarpið að reynt hefði verið að fá nýliða héðan með kynningum í íslenskum framhaldsskólum og að umsóknir hefðu borist á hverju ári. Kynningarnar hafa hafa farið fram í Menntaskólanum í Reykjavík, Verslunarskólanum og Menntaskólanum Hraðbraut. Að sögn skólastjórans eru Íslendingar með góðan bakgrunn. Þeir séu með fjögurra ára framhaldsskólamenntun auk þess sem þeir séu fljótir að aðlagast. „Það er á ábyrgð framhaldsskólanna sjálfra hverjum þeir hleypa að til kynninga úr háskólageiranum,“ segir Einar Hreinsson, sérfræðingur á skrifstofu vísinda og háskóla í menntamálaráðuneytinu. Einn íslensku hermannanna tíu sem um þessar mundir þjóna í norska hernum hefur tvisvar kynnt nám í verkfræðiskóla hersins fyrir íslenskum framhaldsskólanemum. Hermaðurinn, Hilmar Haraldsson, sem verið hefur í norska hernum frá 2003, segir í viðtali við norska ríkisútvarpið að hann hafi farið í slíka kynningarferð árið 2004 og einnig í febrúar á þessu ári. Að sögn Hilmars voru undirtektir framhaldsskólanemanna nú miklu betri en áður. Á vefsíðu norska sendiráðsins í Reykjavík segir að íslenskir ríkisborgarar hafi samkvæmt samningi frá 1995 rétt til að sækja um skólavist við herskóla norska hersins. Að gefnum fyrirvara um skólavist í herskóla skal umsækjandi gegna herþjónustu í norska hernum samkvæmt þeim skilmálum sem fram koma í samningi um menntun og herþjónustu. Undanfarin tíu ár hafa átján íslenskir ríkisborgarar gegnt herþjónustu í Noregi, að því er segir í frétt norska ríkisútvarpsins. Sex þeirra eru sagðir hafa tekið þátt í aðgerðum norska hersins í Afganistan. Hallgeir Langeland, þingmaður sósíalíska vinstriflokksins, kveðst hlynntur varnarsamstarfi Norðurlandanna. „En mér finnst það of langt gengið ef því er þannig farið að norsk yfirvöld reyni að fá Íslendinga til Noregs til þess að gerast svo að segja málaliðar í Afganistan.“ Samkvæmt frétt norska ríkisútvarpsins hafa fleiri tekið í sama streng. Norska varnarmálaráðuneytið vísar því á bug að hægt sé að líta á Íslendingana sem málaliða.ibs@frettabladid.is
Mest lesið Þúsundir hafi orðið af milljónum Innlent Allt í loft upp í Færeyjum vegna Suðureyjarganga Erlent Velunnarar hefja söfnun fyrir ekkju Hjörleifs Innlent Níu í lífshættu eftir stunguárásina Erlent Andrew sviptur síðustu hernaðartigninni Erlent Keypti stól í Góða hirðinum sem reyndist fágætur gripur Innlent Segir hernum að undirbúa árás á Nígeríu Erlent Moskítóflugan lifði kuldakastið af Innlent Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Innlent Hætta á að ákveðnir staðir þrífist ekki Innlent Fleiri fréttir Moskítóflugan lifði kuldakastið af „Þorsti í auglýsingafé er talsverður hjá Ríkisútvarpinu“ Hætta á að ákveðnir staðir þrífist ekki Velunnarar hefja söfnun fyrir ekkju Hjörleifs Þúsundir hafi orðið af milljónum Hundrað þúsund færri kindur í dag en fyrir tíu árum Dökk mynd í byggingariðnaði, umsvif RÚV og fækkun fjár Losun gróðurhúsalofttegunda jókst í Reykjavík Húsnæðismálin og staða Ríkisútvarpsins Ölvaður undir stýri með börn í bílnum Kosningahugur í eigendum frístundahúsa Keypti stól í Góða hirðinum sem reyndist fágætur gripur Getur gervigreindarsmjaður leitt til gervigreindargeðrofs? Söguleg óvissa á fasteignamarkaði og meðvirk gervigreind Óttast að námsbraut verði undir verði af frumvarpinu Kostnaður við stjórnsýslu borgarinnar mun hærri en landsmeðaltalið Tveir fá heilablóðfall á hverjum degi á Íslandi Breytingar sem litlu breyta og mokstursmenn þakka veðurguðunum Líta eigi á eignir landsbyggðafólks í Reykjavík sem sumarbústaði Sendi síðasta bréfið degi áður en fellibylurinn gekk yfir Borgin tekur út framkvæmdir við Vesturbæjarlaug Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Tilkynnt um bíl fullan af flugeldum Valhöll auglýst til sölu Rændur fyrir utan Costco um hábjartan dag Handtóku menn á tvítugsaldri vegna stórfelldrar fölsunar rafrænna skilríkja „Þetta er búið að ræna okkur innri ró“ Reiði meðal lögreglumanna Lögreglan vill ná tali af þessu fólki Lögreglustjóri situr sem fastast og spáin gerir krökkunum grikk Sjá meira