Norski herinn á hausaveiðum hér 15. júní 2011 07:00 Í Afganistan Norskur hermaður í Kabúl.Nordicphotos/Getty Norski herinn hefur í allnokkur skipti reynt að fá nýliða frá Íslandi og nú gegna tíu íslenskir ríkisborgarar herþjónustu í Noregi. Roger Johnsen, skólastjóri verkfræðiskóla hersins, staðfesti í viðtali við norska ríkisútvarpið að reynt hefði verið að fá nýliða héðan með kynningum í íslenskum framhaldsskólum og að umsóknir hefðu borist á hverju ári. Kynningarnar hafa hafa farið fram í Menntaskólanum í Reykjavík, Verslunarskólanum og Menntaskólanum Hraðbraut. Að sögn skólastjórans eru Íslendingar með góðan bakgrunn. Þeir séu með fjögurra ára framhaldsskólamenntun auk þess sem þeir séu fljótir að aðlagast. „Það er á ábyrgð framhaldsskólanna sjálfra hverjum þeir hleypa að til kynninga úr háskólageiranum,“ segir Einar Hreinsson, sérfræðingur á skrifstofu vísinda og háskóla í menntamálaráðuneytinu. Einn íslensku hermannanna tíu sem um þessar mundir þjóna í norska hernum hefur tvisvar kynnt nám í verkfræðiskóla hersins fyrir íslenskum framhaldsskólanemum. Hermaðurinn, Hilmar Haraldsson, sem verið hefur í norska hernum frá 2003, segir í viðtali við norska ríkisútvarpið að hann hafi farið í slíka kynningarferð árið 2004 og einnig í febrúar á þessu ári. Að sögn Hilmars voru undirtektir framhaldsskólanemanna nú miklu betri en áður. Á vefsíðu norska sendiráðsins í Reykjavík segir að íslenskir ríkisborgarar hafi samkvæmt samningi frá 1995 rétt til að sækja um skólavist við herskóla norska hersins. Að gefnum fyrirvara um skólavist í herskóla skal umsækjandi gegna herþjónustu í norska hernum samkvæmt þeim skilmálum sem fram koma í samningi um menntun og herþjónustu. Undanfarin tíu ár hafa átján íslenskir ríkisborgarar gegnt herþjónustu í Noregi, að því er segir í frétt norska ríkisútvarpsins. Sex þeirra eru sagðir hafa tekið þátt í aðgerðum norska hersins í Afganistan. Hallgeir Langeland, þingmaður sósíalíska vinstriflokksins, kveðst hlynntur varnarsamstarfi Norðurlandanna. „En mér finnst það of langt gengið ef því er þannig farið að norsk yfirvöld reyni að fá Íslendinga til Noregs til þess að gerast svo að segja málaliðar í Afganistan.“ Samkvæmt frétt norska ríkisútvarpsins hafa fleiri tekið í sama streng. Norska varnarmálaráðuneytið vísar því á bug að hægt sé að líta á Íslendingana sem málaliða.ibs@frettabladid.is Mest lesið Klappar fyrir ferðalöngunum í óveðrinu Innlent Hjón skotin af alríkisútsendurum í Portland Erlent „Ég veit ekkert hvað er í gangi“ Innlent Tóku fimmta olíuskipið: Svona virkar „skuggaflotinn“ Erlent „Ég er sátt“ Innlent Breytt hlutverk hjá Flokki fólksins: „Það eru tímamót hjá ríkisstjórninni okkar“ Innlent Jón Rúnar stefnir Hafnarfjarðarbæ Innlent Segir Bandaríkin þurfa að eignast Grænland, sáttmálar séu ekki nóg Erlent Atvinnulífið misnoti heilbrigðiskerfið Innlent Samningur í höfn á síðustu stundu Innlent Fleiri fréttir Hellisheiði lokað vegna umferðarslyss Tíðindi af kynferðisbrotamáli í Hafnarfirði „Ég veit ekkert hvað er í gangi“ Jón Rúnar stefnir Hafnarfjarðarbæ Framsókn velur á lista í febrúar og Einar enn óskoraður oddviti Hvatt til að hvíla einkabílinn vegna mengunar Enn eitt burðardýrið á leið í steininn Klappar fyrir ferðalöngunum í óveðrinu Skortur á húsnæði fyrsta verkefnið Átta mánuðir fyrir ofbeldi gegn eigin föður: „Ég stúta honum. Ég stúta þér sko“ „Ég er sátt“ Uppstökkun hjá Flokki fólksins og ferðalangar í vanda Samningur í höfn á síðustu stundu Rúmur fjórðungur lést vegna blóðrásarsjúkdóma Ekki hægt að byggja hagvöxt áfram á fólksfjölgun „Hér er amma komin upp á dekk og ég ætla að leggja mig alla fram“ Breytt hlutverk hjá Flokki fólksins: „Það eru tímamót hjá ríkisstjórninni okkar“ Sósalistaflokkurinn ekki með í Vori til vinstri Hringvegurinn opinn á ný Inga ræðir ráðherrakapalinn í beinni klukkan átta Þrír með réttarstöðu sakbornings vegna hópsýkingarinnar á Mánagarði Brösug og stutt ráðherratíð Guðmundar Inga Atvinnulífið misnoti heilbrigðiskerfið Tvö hundruð manns bjargað af þjóðvegi 1 Leita að manneskju við Sjáland Ragnar Þór verður ráðherra Guðmundur Ingi segir af sér Telur ólíklegt að aðrar þjóðir berjist með Dönum Hátt í hundrað á fjöldahjálparstöð Bæjarfulltrúar slást um oddvitasætið í Hafnarfirði Sjá meira
Norski herinn hefur í allnokkur skipti reynt að fá nýliða frá Íslandi og nú gegna tíu íslenskir ríkisborgarar herþjónustu í Noregi. Roger Johnsen, skólastjóri verkfræðiskóla hersins, staðfesti í viðtali við norska ríkisútvarpið að reynt hefði verið að fá nýliða héðan með kynningum í íslenskum framhaldsskólum og að umsóknir hefðu borist á hverju ári. Kynningarnar hafa hafa farið fram í Menntaskólanum í Reykjavík, Verslunarskólanum og Menntaskólanum Hraðbraut. Að sögn skólastjórans eru Íslendingar með góðan bakgrunn. Þeir séu með fjögurra ára framhaldsskólamenntun auk þess sem þeir séu fljótir að aðlagast. „Það er á ábyrgð framhaldsskólanna sjálfra hverjum þeir hleypa að til kynninga úr háskólageiranum,“ segir Einar Hreinsson, sérfræðingur á skrifstofu vísinda og háskóla í menntamálaráðuneytinu. Einn íslensku hermannanna tíu sem um þessar mundir þjóna í norska hernum hefur tvisvar kynnt nám í verkfræðiskóla hersins fyrir íslenskum framhaldsskólanemum. Hermaðurinn, Hilmar Haraldsson, sem verið hefur í norska hernum frá 2003, segir í viðtali við norska ríkisútvarpið að hann hafi farið í slíka kynningarferð árið 2004 og einnig í febrúar á þessu ári. Að sögn Hilmars voru undirtektir framhaldsskólanemanna nú miklu betri en áður. Á vefsíðu norska sendiráðsins í Reykjavík segir að íslenskir ríkisborgarar hafi samkvæmt samningi frá 1995 rétt til að sækja um skólavist við herskóla norska hersins. Að gefnum fyrirvara um skólavist í herskóla skal umsækjandi gegna herþjónustu í norska hernum samkvæmt þeim skilmálum sem fram koma í samningi um menntun og herþjónustu. Undanfarin tíu ár hafa átján íslenskir ríkisborgarar gegnt herþjónustu í Noregi, að því er segir í frétt norska ríkisútvarpsins. Sex þeirra eru sagðir hafa tekið þátt í aðgerðum norska hersins í Afganistan. Hallgeir Langeland, þingmaður sósíalíska vinstriflokksins, kveðst hlynntur varnarsamstarfi Norðurlandanna. „En mér finnst það of langt gengið ef því er þannig farið að norsk yfirvöld reyni að fá Íslendinga til Noregs til þess að gerast svo að segja málaliðar í Afganistan.“ Samkvæmt frétt norska ríkisútvarpsins hafa fleiri tekið í sama streng. Norska varnarmálaráðuneytið vísar því á bug að hægt sé að líta á Íslendingana sem málaliða.ibs@frettabladid.is
Mest lesið Klappar fyrir ferðalöngunum í óveðrinu Innlent Hjón skotin af alríkisútsendurum í Portland Erlent „Ég veit ekkert hvað er í gangi“ Innlent Tóku fimmta olíuskipið: Svona virkar „skuggaflotinn“ Erlent „Ég er sátt“ Innlent Breytt hlutverk hjá Flokki fólksins: „Það eru tímamót hjá ríkisstjórninni okkar“ Innlent Jón Rúnar stefnir Hafnarfjarðarbæ Innlent Segir Bandaríkin þurfa að eignast Grænland, sáttmálar séu ekki nóg Erlent Atvinnulífið misnoti heilbrigðiskerfið Innlent Samningur í höfn á síðustu stundu Innlent Fleiri fréttir Hellisheiði lokað vegna umferðarslyss Tíðindi af kynferðisbrotamáli í Hafnarfirði „Ég veit ekkert hvað er í gangi“ Jón Rúnar stefnir Hafnarfjarðarbæ Framsókn velur á lista í febrúar og Einar enn óskoraður oddviti Hvatt til að hvíla einkabílinn vegna mengunar Enn eitt burðardýrið á leið í steininn Klappar fyrir ferðalöngunum í óveðrinu Skortur á húsnæði fyrsta verkefnið Átta mánuðir fyrir ofbeldi gegn eigin föður: „Ég stúta honum. Ég stúta þér sko“ „Ég er sátt“ Uppstökkun hjá Flokki fólksins og ferðalangar í vanda Samningur í höfn á síðustu stundu Rúmur fjórðungur lést vegna blóðrásarsjúkdóma Ekki hægt að byggja hagvöxt áfram á fólksfjölgun „Hér er amma komin upp á dekk og ég ætla að leggja mig alla fram“ Breytt hlutverk hjá Flokki fólksins: „Það eru tímamót hjá ríkisstjórninni okkar“ Sósalistaflokkurinn ekki með í Vori til vinstri Hringvegurinn opinn á ný Inga ræðir ráðherrakapalinn í beinni klukkan átta Þrír með réttarstöðu sakbornings vegna hópsýkingarinnar á Mánagarði Brösug og stutt ráðherratíð Guðmundar Inga Atvinnulífið misnoti heilbrigðiskerfið Tvö hundruð manns bjargað af þjóðvegi 1 Leita að manneskju við Sjáland Ragnar Þór verður ráðherra Guðmundur Ingi segir af sér Telur ólíklegt að aðrar þjóðir berjist með Dönum Hátt í hundrað á fjöldahjálparstöð Bæjarfulltrúar slást um oddvitasætið í Hafnarfirði Sjá meira