Norski herinn á hausaveiðum hér 15. júní 2011 07:00 Í Afganistan Norskur hermaður í Kabúl.Nordicphotos/Getty Norski herinn hefur í allnokkur skipti reynt að fá nýliða frá Íslandi og nú gegna tíu íslenskir ríkisborgarar herþjónustu í Noregi. Roger Johnsen, skólastjóri verkfræðiskóla hersins, staðfesti í viðtali við norska ríkisútvarpið að reynt hefði verið að fá nýliða héðan með kynningum í íslenskum framhaldsskólum og að umsóknir hefðu borist á hverju ári. Kynningarnar hafa hafa farið fram í Menntaskólanum í Reykjavík, Verslunarskólanum og Menntaskólanum Hraðbraut. Að sögn skólastjórans eru Íslendingar með góðan bakgrunn. Þeir séu með fjögurra ára framhaldsskólamenntun auk þess sem þeir séu fljótir að aðlagast. „Það er á ábyrgð framhaldsskólanna sjálfra hverjum þeir hleypa að til kynninga úr háskólageiranum,“ segir Einar Hreinsson, sérfræðingur á skrifstofu vísinda og háskóla í menntamálaráðuneytinu. Einn íslensku hermannanna tíu sem um þessar mundir þjóna í norska hernum hefur tvisvar kynnt nám í verkfræðiskóla hersins fyrir íslenskum framhaldsskólanemum. Hermaðurinn, Hilmar Haraldsson, sem verið hefur í norska hernum frá 2003, segir í viðtali við norska ríkisútvarpið að hann hafi farið í slíka kynningarferð árið 2004 og einnig í febrúar á þessu ári. Að sögn Hilmars voru undirtektir framhaldsskólanemanna nú miklu betri en áður. Á vefsíðu norska sendiráðsins í Reykjavík segir að íslenskir ríkisborgarar hafi samkvæmt samningi frá 1995 rétt til að sækja um skólavist við herskóla norska hersins. Að gefnum fyrirvara um skólavist í herskóla skal umsækjandi gegna herþjónustu í norska hernum samkvæmt þeim skilmálum sem fram koma í samningi um menntun og herþjónustu. Undanfarin tíu ár hafa átján íslenskir ríkisborgarar gegnt herþjónustu í Noregi, að því er segir í frétt norska ríkisútvarpsins. Sex þeirra eru sagðir hafa tekið þátt í aðgerðum norska hersins í Afganistan. Hallgeir Langeland, þingmaður sósíalíska vinstriflokksins, kveðst hlynntur varnarsamstarfi Norðurlandanna. „En mér finnst það of langt gengið ef því er þannig farið að norsk yfirvöld reyni að fá Íslendinga til Noregs til þess að gerast svo að segja málaliðar í Afganistan.“ Samkvæmt frétt norska ríkisútvarpsins hafa fleiri tekið í sama streng. Norska varnarmálaráðuneytið vísar því á bug að hægt sé að líta á Íslendingana sem málaliða.ibs@frettabladid.is Mest lesið Ekki hægt að draga ályktanir um hver varð manninum „líklegast“ að bana Innlent Gosmóðan gæti setið sem fastast fram á fimmtudag: „Menn verða að taka þetta alvarlega“ Innlent Lokuð inni með lokað fyrir glugga í þrjá daga Innlent Segjast komnir með nóg og ætla að gæta að framtíð Íslands Innlent Maðurinn sem lýst var eftir fundinn Innlent Einfaldlega nýnastistar sem þýði meira ofbeldi og átök Innlent Hvalreki í Vogum Innlent Fundurinn vonbrigði: „Þetta leikrit er hafið“ Innlent Árekstur á Rangárvallarvegi Fréttir Hefur áhyggjur af málflutningi „taugaveiklaðrar“ stjórnarandstöðu Innlent Fleiri fréttir Ekki hægt að draga ályktanir um hver varð manninum „líklegast“ að bana Hvalreki í Vogum Gosmóðan gæti setið sem fastast fram á fimmtudag: „Menn verða að taka þetta alvarlega“ Hefur áhyggjur af málflutningi „taugaveiklaðrar“ stjórnarandstöðu Lokuð inni með lokað fyrir glugga í þrjá daga Fundurinn vonbrigði: „Þetta leikrit er hafið“ Búin að vera lokuð inni í þrjá daga vegna gosmóðunnar Vopnað rán og skartgripaþjófnaður í Reykjavík Einfaldlega nýnastistar sem þýði meira ofbeldi og átök Maðurinn sem lýst var eftir fundinn Fordæma Hamas og segja áform um „mannúðarborg“ óviðunandi Stofna grunnskóla fyrir einhverf börn í Garðabæ Loftgæði versnandi á gosstöðvunum Segjast komnir með nóg og ætla að gæta að framtíð Íslands Sex spænskar orrustuþotur á leið til landsins Hafa tapað tvö hundruð milljónum króna vegna fjársvika Hafa sótt um bráðabirgðaleyfi Vill vita hvaða samningar eru í undirbúningi gagnvart ESB Verði fram á nótt að slökkva eld í trjákurlinu Geta greint frá svörum Þorgerðar ef hún gefur leyfi Stal bíl og keyrði um flugbrautirnar „Það þarf ekki alveg að halda sig innandyra“ „Þetta eru markvissar aðgerðir til að brjóta niður menntastofnanir“ Aðstæður þær bestu síðan 2021: Bílastæði við eldgosið að fyllast Mesta mengun frá upphafi eldsumbrota og deilt um utanríkismálin Tveggja katta enn saknað eftir eldsvoða á Tryggvagötu Hæsta gildi brennisteinsdíoxíðs frá upphafi eldsumbrota Enn unnið í því að slökkva í trjákurlinu Enginn Vinnuskóli í Reykjavík í dag vegna gosmengunar Haldlagning á ketamíni hundraðfaldast á fjórum árum Sjá meira
Norski herinn hefur í allnokkur skipti reynt að fá nýliða frá Íslandi og nú gegna tíu íslenskir ríkisborgarar herþjónustu í Noregi. Roger Johnsen, skólastjóri verkfræðiskóla hersins, staðfesti í viðtali við norska ríkisútvarpið að reynt hefði verið að fá nýliða héðan með kynningum í íslenskum framhaldsskólum og að umsóknir hefðu borist á hverju ári. Kynningarnar hafa hafa farið fram í Menntaskólanum í Reykjavík, Verslunarskólanum og Menntaskólanum Hraðbraut. Að sögn skólastjórans eru Íslendingar með góðan bakgrunn. Þeir séu með fjögurra ára framhaldsskólamenntun auk þess sem þeir séu fljótir að aðlagast. „Það er á ábyrgð framhaldsskólanna sjálfra hverjum þeir hleypa að til kynninga úr háskólageiranum,“ segir Einar Hreinsson, sérfræðingur á skrifstofu vísinda og háskóla í menntamálaráðuneytinu. Einn íslensku hermannanna tíu sem um þessar mundir þjóna í norska hernum hefur tvisvar kynnt nám í verkfræðiskóla hersins fyrir íslenskum framhaldsskólanemum. Hermaðurinn, Hilmar Haraldsson, sem verið hefur í norska hernum frá 2003, segir í viðtali við norska ríkisútvarpið að hann hafi farið í slíka kynningarferð árið 2004 og einnig í febrúar á þessu ári. Að sögn Hilmars voru undirtektir framhaldsskólanemanna nú miklu betri en áður. Á vefsíðu norska sendiráðsins í Reykjavík segir að íslenskir ríkisborgarar hafi samkvæmt samningi frá 1995 rétt til að sækja um skólavist við herskóla norska hersins. Að gefnum fyrirvara um skólavist í herskóla skal umsækjandi gegna herþjónustu í norska hernum samkvæmt þeim skilmálum sem fram koma í samningi um menntun og herþjónustu. Undanfarin tíu ár hafa átján íslenskir ríkisborgarar gegnt herþjónustu í Noregi, að því er segir í frétt norska ríkisútvarpsins. Sex þeirra eru sagðir hafa tekið þátt í aðgerðum norska hersins í Afganistan. Hallgeir Langeland, þingmaður sósíalíska vinstriflokksins, kveðst hlynntur varnarsamstarfi Norðurlandanna. „En mér finnst það of langt gengið ef því er þannig farið að norsk yfirvöld reyni að fá Íslendinga til Noregs til þess að gerast svo að segja málaliðar í Afganistan.“ Samkvæmt frétt norska ríkisútvarpsins hafa fleiri tekið í sama streng. Norska varnarmálaráðuneytið vísar því á bug að hægt sé að líta á Íslendingana sem málaliða.ibs@frettabladid.is
Mest lesið Ekki hægt að draga ályktanir um hver varð manninum „líklegast“ að bana Innlent Gosmóðan gæti setið sem fastast fram á fimmtudag: „Menn verða að taka þetta alvarlega“ Innlent Lokuð inni með lokað fyrir glugga í þrjá daga Innlent Segjast komnir með nóg og ætla að gæta að framtíð Íslands Innlent Maðurinn sem lýst var eftir fundinn Innlent Einfaldlega nýnastistar sem þýði meira ofbeldi og átök Innlent Hvalreki í Vogum Innlent Fundurinn vonbrigði: „Þetta leikrit er hafið“ Innlent Árekstur á Rangárvallarvegi Fréttir Hefur áhyggjur af málflutningi „taugaveiklaðrar“ stjórnarandstöðu Innlent Fleiri fréttir Ekki hægt að draga ályktanir um hver varð manninum „líklegast“ að bana Hvalreki í Vogum Gosmóðan gæti setið sem fastast fram á fimmtudag: „Menn verða að taka þetta alvarlega“ Hefur áhyggjur af málflutningi „taugaveiklaðrar“ stjórnarandstöðu Lokuð inni með lokað fyrir glugga í þrjá daga Fundurinn vonbrigði: „Þetta leikrit er hafið“ Búin að vera lokuð inni í þrjá daga vegna gosmóðunnar Vopnað rán og skartgripaþjófnaður í Reykjavík Einfaldlega nýnastistar sem þýði meira ofbeldi og átök Maðurinn sem lýst var eftir fundinn Fordæma Hamas og segja áform um „mannúðarborg“ óviðunandi Stofna grunnskóla fyrir einhverf börn í Garðabæ Loftgæði versnandi á gosstöðvunum Segjast komnir með nóg og ætla að gæta að framtíð Íslands Sex spænskar orrustuþotur á leið til landsins Hafa tapað tvö hundruð milljónum króna vegna fjársvika Hafa sótt um bráðabirgðaleyfi Vill vita hvaða samningar eru í undirbúningi gagnvart ESB Verði fram á nótt að slökkva eld í trjákurlinu Geta greint frá svörum Þorgerðar ef hún gefur leyfi Stal bíl og keyrði um flugbrautirnar „Það þarf ekki alveg að halda sig innandyra“ „Þetta eru markvissar aðgerðir til að brjóta niður menntastofnanir“ Aðstæður þær bestu síðan 2021: Bílastæði við eldgosið að fyllast Mesta mengun frá upphafi eldsumbrota og deilt um utanríkismálin Tveggja katta enn saknað eftir eldsvoða á Tryggvagötu Hæsta gildi brennisteinsdíoxíðs frá upphafi eldsumbrota Enn unnið í því að slökkva í trjákurlinu Enginn Vinnuskóli í Reykjavík í dag vegna gosmengunar Haldlagning á ketamíni hundraðfaldast á fjórum árum Sjá meira