Þurfum allir að róa í sömu áttina Eiríkur Stefán Ásgeirsson í Álaborg skrifar 10. júní 2011 07:00 Eyjólfur Sverrisson landsliðsþjálfari, við æfingasvæðið í Álaborg í gær. Fréttablaðið/Anton Á morgun hefur Ísland leik á EM U-21 landsliða í Danmörku. Liðið mætir Hvíta-Rússlandi í Árósum, en strákarnir hafa aðsetur í Álaborg þar sem hinir tveir leikir Íslands í riðlakeppninni fara fram. Eins og kunnugt er gekk á ýmsu á miðvikudaginn og þurftu strákarnir að leggja á sig langt ferðalag til að komast á leiðarenda. Þeir voru því margir þreyttir í gær. „Það hefði verið ágætt að fá æfingu í morgun til að hrista ferðaþreytuna af sér,“ sagði Alfreð Finnbogason við Fréttablaðið, en hætta varð við æfingu liðsins í gærmorgun vegna vatnselgs á æfingavellinum. Strákarnir æfðu þó síðdegis, nema Kolbeinn Sigþórsson sem er veikur. Gylfi Þór Sigurðsson, sem veiktist í fyrradag, gat þó tekið þátt í æfingunni af fullum krafti. Eyjólfur Sverrisson landsliðsþjálfari segir að liðið njóti þess hversu vel leikmenn þekkist eftir að hafa spilað saman síðan um haustið 2009. „Það þarf samt að fríska upp á ýmislegt í okkar leik, bæði varnar- og sóknarleikinn, og rifja upp þær hlaupaleiðir sem leikmenn eiga að nota. Það er afar mikilvægur þáttur í okkar leik. Við viljum hafa þetta á hreinu svo að leikmenn rói allir í sömu átt og séu að spila sama leikinn.“ Hann segir að liðið muni áfram gera það sem gekk svo vel í undankeppninni. „Við höfum farið vel á því að spila eins og við höfum gert. Við höfum spilað sóknarbolta og erum ákveðnir fram á við. Það var orðinn félagsliðabragur á liðinu og samspilið var að virka vel.“ Hann segir það sérstaklega eftirtektarvert hversu liðið og leikmennirnir hafi vaxið og dafnað með hverjum leiknum í undankeppninni og fram til dagsins í dag. „Þegar ég hugsa til þess hvernig strákarnir voru þegar við spiluðum okkar fyrsta leik í undankeppni finnst mér breytingarnar ótrúlegar. Allir leikmenn hafa stórbætt sig og eru enn að vaxa, enda er liðið orðið miklu öflugra. Þetta er það sem yngri landsliðin eiga að ganga út á og strákarnir sýndu í þessari keppni hvað þeir hafa náð langt,“ sagði Eyjólfur, sem segist samt alltaf hafa séð hvað bjó í liðinu. „Þeir búa yfir mjög góðri tækni og höfðu alla burði til að fara langt, og gera enn. Ég sagði þeim strax þá að þeir ættu að hafa trú á eigin getu og þeir hafa sjálfir áttað sig á því með tíð og tíma hversu góðir þeir eru. Þeir hafa líka séð að hlutirnir ganga upp þegar þeir eru gerðir á réttan máta.“ Hann segist ekki hafa mikið spáð í hina hliðina – mótlætið. „Ég legg áherslu á það sem við getum gert og hugsa ekki um annað. Aðalmálið er að við vitum hvert við ætlum og hvernig við ætlum að spila. Það þarf að vera á hreinu og svo sjáum við hvernig útkoman verður.“ Mest lesið Dagur öskraði á einn Svíann í kvöld og blótaði honum Handbolti „Ég er bara Króati á morgun“ Handbolti Komst ekki í liðið hjá Val en skaut niður City: „Frá Lödubíl yfir í Lamborghini“ Fótbolti Svona verður leikjadagskrá Íslands í milliriðlinum Handbolti Faxi ekki sár út í Íslendinga: „Ísland getur gert stóra hluti á EM“ Handbolti „Höfum séð liðið brotna í sömu aðstæðum“ Handbolti Dómari skoraði í handboltaleik og dæmdi markið síðan gilt Sport Segir Svía hafa efni á að tapa fyrir Íslandi Handbolti Ungverjar stoltir eftir slag við „þá bestu í heimi“ Handbolti Alfreð þurfti að breyta plönum hratt fyrir stund hefndar Handbolti Fleiri fréttir Sigurður Bjartur á leið til Spánar? „Lagar lekann í smástund en þetta er ekki Liverpool-leiðin“ Freyr orðinn þreyttur á endalausu slúðri Stjarnan selur Adolf Daða til FH Sjáðu mörkin úr Meistaradeildinni: Aukaspyrna Szoboszlai, Lewandowski fyrir bæði lið og Kane klikkaði á þrennu Heimavinnan skilaði marki fyrir Szoboszlai Komst ekki í liðið hjá Val en skaut niður City: „Frá Lödubíl yfir í Lamborghini“ Þættir um Manchester United í anda „The Crown“ Newcastle og Chelsea unnu bæði í Meistaradeildinni í kvöld Lewandowski skoraði fyrir bæði félög í Prag Liverpool með flottan sigur í Frakklandi Þór/KA fær þrjá leikmenn frá Stólunum á fimm leikmanna degi Sjálfsmark endaði sigurgönguna og dramatík í Aserbaísjan Leikmenn City endurgreiða stuðningsmönnum Íslensku landsliðskonurnar spila á heimavelli Nottingham Forest Frakkar munu að svo stöddu ekki sniðganga HM vegna Grænlands Telur starf Guardiola í hættu: „Hélt ég myndi aldrei á minni lífsleið segja þetta“ Óttast að Grealish verði lengi frá Feginn Frank fékk sér tvö stór rauðvínsglös Sjáðu mörkin úr Meistaradeildinni: Tvenna Jesus, óvænt töp, veisla í Madríd og langþráður sigur Lærir inn á nýtt umhverfi: „Ég mun gera mörg mistök“ Xabi Alonso myndi segja nei við öllum núna nema Liverpool Bauð Paul Scholes heim til sín til að ræða málin Real Madrid skoraði sex mörk í Meistaradeildinni Gabriel Jesus stjarna Arsenal í enn einum Meistaradeildarsigrinum City fékk skell í Noregi Fyrirliði FHL er mættur í Laugardalinn KSÍ staðfestir leik gegn heimilislausa HM-liðinu Leikmaður Liverpool lenti í eltihrelli Vilja sjá þessa stjóra í brúna hjá United Sjá meira
Á morgun hefur Ísland leik á EM U-21 landsliða í Danmörku. Liðið mætir Hvíta-Rússlandi í Árósum, en strákarnir hafa aðsetur í Álaborg þar sem hinir tveir leikir Íslands í riðlakeppninni fara fram. Eins og kunnugt er gekk á ýmsu á miðvikudaginn og þurftu strákarnir að leggja á sig langt ferðalag til að komast á leiðarenda. Þeir voru því margir þreyttir í gær. „Það hefði verið ágætt að fá æfingu í morgun til að hrista ferðaþreytuna af sér,“ sagði Alfreð Finnbogason við Fréttablaðið, en hætta varð við æfingu liðsins í gærmorgun vegna vatnselgs á æfingavellinum. Strákarnir æfðu þó síðdegis, nema Kolbeinn Sigþórsson sem er veikur. Gylfi Þór Sigurðsson, sem veiktist í fyrradag, gat þó tekið þátt í æfingunni af fullum krafti. Eyjólfur Sverrisson landsliðsþjálfari segir að liðið njóti þess hversu vel leikmenn þekkist eftir að hafa spilað saman síðan um haustið 2009. „Það þarf samt að fríska upp á ýmislegt í okkar leik, bæði varnar- og sóknarleikinn, og rifja upp þær hlaupaleiðir sem leikmenn eiga að nota. Það er afar mikilvægur þáttur í okkar leik. Við viljum hafa þetta á hreinu svo að leikmenn rói allir í sömu átt og séu að spila sama leikinn.“ Hann segir að liðið muni áfram gera það sem gekk svo vel í undankeppninni. „Við höfum farið vel á því að spila eins og við höfum gert. Við höfum spilað sóknarbolta og erum ákveðnir fram á við. Það var orðinn félagsliðabragur á liðinu og samspilið var að virka vel.“ Hann segir það sérstaklega eftirtektarvert hversu liðið og leikmennirnir hafi vaxið og dafnað með hverjum leiknum í undankeppninni og fram til dagsins í dag. „Þegar ég hugsa til þess hvernig strákarnir voru þegar við spiluðum okkar fyrsta leik í undankeppni finnst mér breytingarnar ótrúlegar. Allir leikmenn hafa stórbætt sig og eru enn að vaxa, enda er liðið orðið miklu öflugra. Þetta er það sem yngri landsliðin eiga að ganga út á og strákarnir sýndu í þessari keppni hvað þeir hafa náð langt,“ sagði Eyjólfur, sem segist samt alltaf hafa séð hvað bjó í liðinu. „Þeir búa yfir mjög góðri tækni og höfðu alla burði til að fara langt, og gera enn. Ég sagði þeim strax þá að þeir ættu að hafa trú á eigin getu og þeir hafa sjálfir áttað sig á því með tíð og tíma hversu góðir þeir eru. Þeir hafa líka séð að hlutirnir ganga upp þegar þeir eru gerðir á réttan máta.“ Hann segist ekki hafa mikið spáð í hina hliðina – mótlætið. „Ég legg áherslu á það sem við getum gert og hugsa ekki um annað. Aðalmálið er að við vitum hvert við ætlum og hvernig við ætlum að spila. Það þarf að vera á hreinu og svo sjáum við hvernig útkoman verður.“
Mest lesið Dagur öskraði á einn Svíann í kvöld og blótaði honum Handbolti „Ég er bara Króati á morgun“ Handbolti Komst ekki í liðið hjá Val en skaut niður City: „Frá Lödubíl yfir í Lamborghini“ Fótbolti Svona verður leikjadagskrá Íslands í milliriðlinum Handbolti Faxi ekki sár út í Íslendinga: „Ísland getur gert stóra hluti á EM“ Handbolti „Höfum séð liðið brotna í sömu aðstæðum“ Handbolti Dómari skoraði í handboltaleik og dæmdi markið síðan gilt Sport Segir Svía hafa efni á að tapa fyrir Íslandi Handbolti Ungverjar stoltir eftir slag við „þá bestu í heimi“ Handbolti Alfreð þurfti að breyta plönum hratt fyrir stund hefndar Handbolti Fleiri fréttir Sigurður Bjartur á leið til Spánar? „Lagar lekann í smástund en þetta er ekki Liverpool-leiðin“ Freyr orðinn þreyttur á endalausu slúðri Stjarnan selur Adolf Daða til FH Sjáðu mörkin úr Meistaradeildinni: Aukaspyrna Szoboszlai, Lewandowski fyrir bæði lið og Kane klikkaði á þrennu Heimavinnan skilaði marki fyrir Szoboszlai Komst ekki í liðið hjá Val en skaut niður City: „Frá Lödubíl yfir í Lamborghini“ Þættir um Manchester United í anda „The Crown“ Newcastle og Chelsea unnu bæði í Meistaradeildinni í kvöld Lewandowski skoraði fyrir bæði félög í Prag Liverpool með flottan sigur í Frakklandi Þór/KA fær þrjá leikmenn frá Stólunum á fimm leikmanna degi Sjálfsmark endaði sigurgönguna og dramatík í Aserbaísjan Leikmenn City endurgreiða stuðningsmönnum Íslensku landsliðskonurnar spila á heimavelli Nottingham Forest Frakkar munu að svo stöddu ekki sniðganga HM vegna Grænlands Telur starf Guardiola í hættu: „Hélt ég myndi aldrei á minni lífsleið segja þetta“ Óttast að Grealish verði lengi frá Feginn Frank fékk sér tvö stór rauðvínsglös Sjáðu mörkin úr Meistaradeildinni: Tvenna Jesus, óvænt töp, veisla í Madríd og langþráður sigur Lærir inn á nýtt umhverfi: „Ég mun gera mörg mistök“ Xabi Alonso myndi segja nei við öllum núna nema Liverpool Bauð Paul Scholes heim til sín til að ræða málin Real Madrid skoraði sex mörk í Meistaradeildinni Gabriel Jesus stjarna Arsenal í enn einum Meistaradeildarsigrinum City fékk skell í Noregi Fyrirliði FHL er mættur í Laugardalinn KSÍ staðfestir leik gegn heimilislausa HM-liðinu Leikmaður Liverpool lenti í eltihrelli Vilja sjá þessa stjóra í brúna hjá United Sjá meira
Sjáðu mörkin úr Meistaradeildinni: Aukaspyrna Szoboszlai, Lewandowski fyrir bæði lið og Kane klikkaði á þrennu