Gylfi og Eiður saman í fyrsta sinn? Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 25. maí 2011 07:00 Eiður Smári Guðjohnsen og Gylfi Þór SIgurðsson. Samsett mynd/Anton og Valli Íslenskir knattspyrnuáhugamenn vonast til þess að upplifa tvennt á Laugardalsvellinum laugardaginn 4. júní næstkomandi sem hefur ekki gerst áður í sögu karlalandsliðsins. Í fyrsta lagi að vinna Dani í fyrsta sinn (í 23. tilraun) og svo að sjá tvær stærstu knattspyrnustjörnur landsins, Eið Smára Guðjohnsen og Gylfa Þór Sigurðsson, spila saman með landsliðinu í fyrsta sinn. „Eru ekki Danir sú þjóð sem okkur langar mest til að vinna? Þeir áttu okkur nú á tímabili og auðvitað viljum við berja á þeim. Það hefur ekki gengið hingað til en við skulum vona að það gerist núna," sagði landsliðsþjálfarinn Ólafur Jóhannesson, sem vill ekkert gefa upp um hvort Eiður Smári eða Gylfi fá að spila saman. „Við skulum aðeins bíða með að stilla upp liðinu en það eiga allir möguleika á því að spila saman í þessu liði. Ég fagna því að Eiður sé kominn aftur í hópinn," segir Ólafur, sem kallaði aftur á Eið Smára Guðjohnsen, sem var síðast með á móti Portúgal í október og hefur aðeins spilað tvo af síðustu tíu landsleikjum. „Eiður er frábær fótboltamaður eins og við öll vitum. Ég hef aldrei efast um hæfileika hans í fótbolta. Nú hefur hann verið að spila nokkuð reglulega með sínu liði og það var aldrei vafi í mínum huga að ég myndi taka hann inn í hópinn. Við höfum ekki efni á að vera án hans," segir Ólafur. Ísland hefur spilað sjö landsleiki síðan Gylfi Þór fékk fyrsta tækifæri sitt og Gylfi hefur spilað fjóra af þeim. Eiður Smári hefur aðeins verið með í tveimur og það voru einmitt leikir sem Gylfi missti af vegna verkefna með 21 árs landsliðinu. Íslenska landsliðið þurfti að sætta sig við 0-1 tap fyrir Dönum á Parken í september þar sem sigurmarkið kom í uppbótartíma. „Það er alltaf sárt að tapa og það er ennþá sárara að tapa eins og við töpuðum þeim leik. Við ætlum okkur að koma í veg fyrir það núna," segir Ólafur en hann segir að Danir séu með sterkt lið þó að þeir hafi ekki verið eins öflugir undanfarið og árin á undan. „Auðvitað líta þessar þjóðir þannig á okkur að þær ætla að taka þrjú sjálfsögð stig á móti okkur. Ég veit að Danir, Portúgalar og Norðmenn gera það. Við ætlum okkur að hafa áhrif á úrslitin í þessum riðli og hluti af því er að taka stig á móti þessum þjóðum," segir Ólafur sem verður án þeirra Grétars Rafns Steinssonar og Sölva Geirs Ottesen sem hafa verið fastamenn í liðinu þegar þeir hafa getað spilað. Sölvi er meiddur en Grétar Rafn er ekki með vegna persónulegra ástæðna. Ólafur vildi ekki gefa upp hvað það væri en sagði að það hefði verið sín ákvörðun að velja ekki Grétar. „Hvorki Grétar né Sölvi hafa spilað síðustu leiki hjá okkur og vörnin hefur haldið ágætlega í þeim leikjum. Auðvitað er alltaf slæmt að missa góða leikmenn en við eigum sem betur fer góða leikmenn í þessar stöður," sagði Ólafur. Mest lesið Hafnaði 34 milljónum: „Vil ekki styðja kerfi sem býr til fíkn og eyðileggur líf“ Sport Littler sjóðheitur en sá fjórði besti varð fyrir áfalli Sport Liverpool-skotmarkið ekki á förum í janúar Enski boltinn Arnar Þór ráðinn til FIFA: „Himinlifandi að hafa fengið þetta starf“ Fótbolti Syrgja átján ára fimleikakonu Sport Salah sakaður um dýfu: „Getum ekki keppt við Egypta og dómarana“ Fótbolti Skoraði og fékk gult fyrir að benda Fótbolti Haukur náði hundrað og hundrað fyrir EM Handbolti Írar ætli að fylgja eftir tillögu Heimis Fótbolti Watkins hélt ótrúlegri sigurgöngu Villa áfram Enski boltinn Fleiri fréttir Liverpool-skotmarkið ekki á förum í janúar Skoraði og fékk gult fyrir að benda Juventus stigi frá toppnum Aldrei spilað þarna en sagði strax já „Viss um að ég myndi skora einn daginn“ Mané tryggði Senegal stig Watkins hélt ótrúlegri sigurgöngu Villa áfram Schade og Jiménez sendu Brentford og Fulham í efri hlutann Arsenal aftur á toppinn Fyrsta mark Wirtz í þriðja sigrinum í röð Þjálfari Þóris sá rautt í tapi fyrir Fabregas Salah sakaður um dýfu: „Getum ekki keppt við Egypta og dómarana“ Arnar Þór ráðinn til FIFA: „Himinlifandi að hafa fengið þetta starf“ Tap hjá Tómasi í grannaslagnum og toppbaráttan harðnar Cherki aðalmaðurinn í sigri City Úlfarnir heiðruðu minningu Jota Enn tapa Albert og félagar Andri Lucas frá í mánuð Írar ætli að fylgja eftir tillögu Heimis Þjálfar 2. flokk samhliða því að spila fyrir KR Svakalegur derby-dagur fyrir Tómas Bent og félaga Sjáðu dönsku þrumuna sem færði United-mönnum öll þrjú stigin Segir að Arsenal stefni á sögulega fernu á þessu tímabili Sú besta í heimi ætlar sér að koma til baka löngu fyrir Íslandsleikinn Amorim endaði viðtalið á gamansömum nótum „Við eigum heima í Evrópu“ Malí tók stig af heimamönnum Daninn skaut Man. United upp fyrir Liverpool Amorim segir strákinn í frystinum vera framtíðin hjá Man. United Frönsk fótboltagoðsögn lést á jólunum Sjá meira
Íslenskir knattspyrnuáhugamenn vonast til þess að upplifa tvennt á Laugardalsvellinum laugardaginn 4. júní næstkomandi sem hefur ekki gerst áður í sögu karlalandsliðsins. Í fyrsta lagi að vinna Dani í fyrsta sinn (í 23. tilraun) og svo að sjá tvær stærstu knattspyrnustjörnur landsins, Eið Smára Guðjohnsen og Gylfa Þór Sigurðsson, spila saman með landsliðinu í fyrsta sinn. „Eru ekki Danir sú þjóð sem okkur langar mest til að vinna? Þeir áttu okkur nú á tímabili og auðvitað viljum við berja á þeim. Það hefur ekki gengið hingað til en við skulum vona að það gerist núna," sagði landsliðsþjálfarinn Ólafur Jóhannesson, sem vill ekkert gefa upp um hvort Eiður Smári eða Gylfi fá að spila saman. „Við skulum aðeins bíða með að stilla upp liðinu en það eiga allir möguleika á því að spila saman í þessu liði. Ég fagna því að Eiður sé kominn aftur í hópinn," segir Ólafur, sem kallaði aftur á Eið Smára Guðjohnsen, sem var síðast með á móti Portúgal í október og hefur aðeins spilað tvo af síðustu tíu landsleikjum. „Eiður er frábær fótboltamaður eins og við öll vitum. Ég hef aldrei efast um hæfileika hans í fótbolta. Nú hefur hann verið að spila nokkuð reglulega með sínu liði og það var aldrei vafi í mínum huga að ég myndi taka hann inn í hópinn. Við höfum ekki efni á að vera án hans," segir Ólafur. Ísland hefur spilað sjö landsleiki síðan Gylfi Þór fékk fyrsta tækifæri sitt og Gylfi hefur spilað fjóra af þeim. Eiður Smári hefur aðeins verið með í tveimur og það voru einmitt leikir sem Gylfi missti af vegna verkefna með 21 árs landsliðinu. Íslenska landsliðið þurfti að sætta sig við 0-1 tap fyrir Dönum á Parken í september þar sem sigurmarkið kom í uppbótartíma. „Það er alltaf sárt að tapa og það er ennþá sárara að tapa eins og við töpuðum þeim leik. Við ætlum okkur að koma í veg fyrir það núna," segir Ólafur en hann segir að Danir séu með sterkt lið þó að þeir hafi ekki verið eins öflugir undanfarið og árin á undan. „Auðvitað líta þessar þjóðir þannig á okkur að þær ætla að taka þrjú sjálfsögð stig á móti okkur. Ég veit að Danir, Portúgalar og Norðmenn gera það. Við ætlum okkur að hafa áhrif á úrslitin í þessum riðli og hluti af því er að taka stig á móti þessum þjóðum," segir Ólafur sem verður án þeirra Grétars Rafns Steinssonar og Sölva Geirs Ottesen sem hafa verið fastamenn í liðinu þegar þeir hafa getað spilað. Sölvi er meiddur en Grétar Rafn er ekki með vegna persónulegra ástæðna. Ólafur vildi ekki gefa upp hvað það væri en sagði að það hefði verið sín ákvörðun að velja ekki Grétar. „Hvorki Grétar né Sölvi hafa spilað síðustu leiki hjá okkur og vörnin hefur haldið ágætlega í þeim leikjum. Auðvitað er alltaf slæmt að missa góða leikmenn en við eigum sem betur fer góða leikmenn í þessar stöður," sagði Ólafur.
Mest lesið Hafnaði 34 milljónum: „Vil ekki styðja kerfi sem býr til fíkn og eyðileggur líf“ Sport Littler sjóðheitur en sá fjórði besti varð fyrir áfalli Sport Liverpool-skotmarkið ekki á förum í janúar Enski boltinn Arnar Þór ráðinn til FIFA: „Himinlifandi að hafa fengið þetta starf“ Fótbolti Syrgja átján ára fimleikakonu Sport Salah sakaður um dýfu: „Getum ekki keppt við Egypta og dómarana“ Fótbolti Skoraði og fékk gult fyrir að benda Fótbolti Haukur náði hundrað og hundrað fyrir EM Handbolti Írar ætli að fylgja eftir tillögu Heimis Fótbolti Watkins hélt ótrúlegri sigurgöngu Villa áfram Enski boltinn Fleiri fréttir Liverpool-skotmarkið ekki á förum í janúar Skoraði og fékk gult fyrir að benda Juventus stigi frá toppnum Aldrei spilað þarna en sagði strax já „Viss um að ég myndi skora einn daginn“ Mané tryggði Senegal stig Watkins hélt ótrúlegri sigurgöngu Villa áfram Schade og Jiménez sendu Brentford og Fulham í efri hlutann Arsenal aftur á toppinn Fyrsta mark Wirtz í þriðja sigrinum í röð Þjálfari Þóris sá rautt í tapi fyrir Fabregas Salah sakaður um dýfu: „Getum ekki keppt við Egypta og dómarana“ Arnar Þór ráðinn til FIFA: „Himinlifandi að hafa fengið þetta starf“ Tap hjá Tómasi í grannaslagnum og toppbaráttan harðnar Cherki aðalmaðurinn í sigri City Úlfarnir heiðruðu minningu Jota Enn tapa Albert og félagar Andri Lucas frá í mánuð Írar ætli að fylgja eftir tillögu Heimis Þjálfar 2. flokk samhliða því að spila fyrir KR Svakalegur derby-dagur fyrir Tómas Bent og félaga Sjáðu dönsku þrumuna sem færði United-mönnum öll þrjú stigin Segir að Arsenal stefni á sögulega fernu á þessu tímabili Sú besta í heimi ætlar sér að koma til baka löngu fyrir Íslandsleikinn Amorim endaði viðtalið á gamansömum nótum „Við eigum heima í Evrópu“ Malí tók stig af heimamönnum Daninn skaut Man. United upp fyrir Liverpool Amorim segir strákinn í frystinum vera framtíðin hjá Man. United Frönsk fótboltagoðsögn lést á jólunum Sjá meira