Saka Nýlistasafnið um árás á tjáningarfrelsið 21. apríl 2011 06:30 Fjarlægðu umdeilt verk Stjórn Nýlistasafnsins ákvað, eftir kvörtun bókaútgefanda, að fjarlægja eitt verkanna af sýningunni Koddu. Listamenn eru afar ósáttir og saka stjórnina um aðför að tjáningarfrelsinu. Fréttablaðið/STefán „Þetta er svartur dagur í sögu tjáningarfrelsis á Íslandi,“ segir Hannes Lárusson, myndlistarmaður og sýningarstjóri, um ákvörðun stjórnar Nýlistasafnsins um að fjarlægja eitt verkanna af sýningunni Koddu. Tugir listamanna taka þátt í sýningunni sem var opnuð í Nýlistasafninu og Alliance-húsinu á Grandagarði um síðustu helgi. Eitt af verkunum sem sýnt er á Nýlistasafninu er „Fallegasta bók í heimi“, sem er í grunninn eintak af bókinni Flora Islandica eftir Eggert Pétursson og Ágúst H. Bjarnason, sem hefur meðal annars verið útötuð í matarleifum. Útgáfufyrirtækið Crymogea, sem gefur út umrædda bók, kvartaði til stjórnar safnsins með þeim rökum að sæmdarréttur höfunda væri brotinn með þessari meðferð. Í tilkynningu segir stjórn Nýlistasafnsins að í verkinu Fallegasta bók í heimi verði að teljast afar líklegt að sæmdarréttur höfunda hafi verið brotinn. Með tilliti til hagsmuna safnsins var því ákveðið að fjarlægja verkið úr safnrýminu, en sýningin standi að öðru leyti óhreyfð. Hannes er afar ósáttur við ákvörðunina og hótar að kæra málið. „Þetta er svívirðileg árás á tjáningarfrelsið, hreint skemmdarverk og með verri dæmum sem maður getur tiltekið í þessum efnum. Ég lít á þetta sem lögreglumál og ef hreyft er við verkinu eða það verður fjarlægt þá mun ég kæra það til lögreglu.“ Umfjöllunarefni sýningarinnar er eins konar uppgjör við hrunið og þjóðarsjálf Íslendinga og segir Hannes að í þessu máli birtist að nokkru leyti eitt það versta í þjóðarsjálfinu og segist ekki muna eftir öðru eins inngripi í listsýningu á seinni árum. Hann þvertekur fyrir að verkið umdeilda hafi brotið á sæmdarrétti bókarhöfunda. „Það þarf ekki að leita lengra en til Andy Warhol og Dieters Roth og þúsunda annarra listamanna á síðustu hundrað árum sem hafa notað fjöldaframleidda hluti sem hráefni í listaverk. Að menn skuli svo hrökkva upp við það núna segir bara á hvaða talibanastigi við erum hér.“ Í ljósi þessarar ákvörðunar stjórnar Nýlistasafnsins hyggjast sýningarstjórarnir færa þann hluta sýningarinnar sem þar er, vestur á Grandagarð þar sem flest verkin eru nú til sýnis. thorgils@frettabladid.is Fréttir Mest lesið Hótar að svipta Rosie O'Donnell ríkisborgararétti Erlent Gámur á akrein hringtorgs í Hveragerði Innlent Mörg hundruð börn hittist og drekki sig full í sumarpartýum Innlent Kallaði Kristrúnu „Trump okkar Íslendinga“ Innlent Flestir ánægðir með Kristrúnu en fæstir Ingu Innlent Ingi Garðar er Reykvíkingur ársins Innlent Tókust á um veiðigjöld og þinglok Innlent Kristrún og Guðrún mætast í Sprengisandi Innlent Hiti gæti náð 25 stigum í dag Veður Kim lofar Rússum „skilyrðislausum stuðningi“ Erlent Fleiri fréttir Tókust á um veiðigjöld og þinglok Gámur á akrein hringtorgs í Hveragerði Þurfi að bæta skráningu ofbeldisbrota gegn fangavörðum Ursula von der Leyen kemur til Íslands Formenn takast á, fangelsismál og Trump á völlinn Ekki farið fram á gæsluvarðhald yfir fimmmenningunum Ingi Garðar er Reykvíkingur ársins Kallaði Kristrúnu „Trump okkar Íslendinga“ Kristrún og Guðrún mætast í Sprengisandi Flestir ánægðir með Kristrúnu en fæstir Ingu Fundu kannabisplöntur við húsleit Dettifoss komið til hafnar Mörg hundruð börn hittist og drekki sig full í sumarpartýum Ofbeldi í garð fangavarða eykst Hnífstungumaður úrskurðaður í gæsluvarðhald Fjögur mál kláruð fyrir þingslit: „Skynsamleg lúkning sem forseti leggur til“ Þinglokasamningur í höfn Þingfundi slitið eftir ítrekaðar frestanir og snörp orðaskipti Eldfimt ástand á þingi, árásir á fangaverði og full ungmenni á víðavangi Segir enga sérstaka ástæðu fyrir áhuga á 71. greininni Minnisblað Flokks fólksins: „Við þurfum að fá svar við þessu“ Þingfundur hafinn eftir ítrekaðar frestanir Dettifoss nálgast endamarkið Þurfi að taka á þeim sem telji sig geta keypt líkama annarra Hríðskotabyssa í poka kom Íslendingi á lista CIA Nafn mannsins sem lést í mótorhjólaslysinu Vonar að minnihlutinn sýni ábyrgð svo ekki þurfi að beita ákvæðinu aftur Telja jákvæðu skrefin of fá Sjálfvirk bílaþvottastöð opnuð á Selfossi Alvarlega særður eftir hnífstunguárás Sjá meira
„Þetta er svartur dagur í sögu tjáningarfrelsis á Íslandi,“ segir Hannes Lárusson, myndlistarmaður og sýningarstjóri, um ákvörðun stjórnar Nýlistasafnsins um að fjarlægja eitt verkanna af sýningunni Koddu. Tugir listamanna taka þátt í sýningunni sem var opnuð í Nýlistasafninu og Alliance-húsinu á Grandagarði um síðustu helgi. Eitt af verkunum sem sýnt er á Nýlistasafninu er „Fallegasta bók í heimi“, sem er í grunninn eintak af bókinni Flora Islandica eftir Eggert Pétursson og Ágúst H. Bjarnason, sem hefur meðal annars verið útötuð í matarleifum. Útgáfufyrirtækið Crymogea, sem gefur út umrædda bók, kvartaði til stjórnar safnsins með þeim rökum að sæmdarréttur höfunda væri brotinn með þessari meðferð. Í tilkynningu segir stjórn Nýlistasafnsins að í verkinu Fallegasta bók í heimi verði að teljast afar líklegt að sæmdarréttur höfunda hafi verið brotinn. Með tilliti til hagsmuna safnsins var því ákveðið að fjarlægja verkið úr safnrýminu, en sýningin standi að öðru leyti óhreyfð. Hannes er afar ósáttur við ákvörðunina og hótar að kæra málið. „Þetta er svívirðileg árás á tjáningarfrelsið, hreint skemmdarverk og með verri dæmum sem maður getur tiltekið í þessum efnum. Ég lít á þetta sem lögreglumál og ef hreyft er við verkinu eða það verður fjarlægt þá mun ég kæra það til lögreglu.“ Umfjöllunarefni sýningarinnar er eins konar uppgjör við hrunið og þjóðarsjálf Íslendinga og segir Hannes að í þessu máli birtist að nokkru leyti eitt það versta í þjóðarsjálfinu og segist ekki muna eftir öðru eins inngripi í listsýningu á seinni árum. Hann þvertekur fyrir að verkið umdeilda hafi brotið á sæmdarrétti bókarhöfunda. „Það þarf ekki að leita lengra en til Andy Warhol og Dieters Roth og þúsunda annarra listamanna á síðustu hundrað árum sem hafa notað fjöldaframleidda hluti sem hráefni í listaverk. Að menn skuli svo hrökkva upp við það núna segir bara á hvaða talibanastigi við erum hér.“ Í ljósi þessarar ákvörðunar stjórnar Nýlistasafnsins hyggjast sýningarstjórarnir færa þann hluta sýningarinnar sem þar er, vestur á Grandagarð þar sem flest verkin eru nú til sýnis. thorgils@frettabladid.is
Fréttir Mest lesið Hótar að svipta Rosie O'Donnell ríkisborgararétti Erlent Gámur á akrein hringtorgs í Hveragerði Innlent Mörg hundruð börn hittist og drekki sig full í sumarpartýum Innlent Kallaði Kristrúnu „Trump okkar Íslendinga“ Innlent Flestir ánægðir með Kristrúnu en fæstir Ingu Innlent Ingi Garðar er Reykvíkingur ársins Innlent Tókust á um veiðigjöld og þinglok Innlent Kristrún og Guðrún mætast í Sprengisandi Innlent Hiti gæti náð 25 stigum í dag Veður Kim lofar Rússum „skilyrðislausum stuðningi“ Erlent Fleiri fréttir Tókust á um veiðigjöld og þinglok Gámur á akrein hringtorgs í Hveragerði Þurfi að bæta skráningu ofbeldisbrota gegn fangavörðum Ursula von der Leyen kemur til Íslands Formenn takast á, fangelsismál og Trump á völlinn Ekki farið fram á gæsluvarðhald yfir fimmmenningunum Ingi Garðar er Reykvíkingur ársins Kallaði Kristrúnu „Trump okkar Íslendinga“ Kristrún og Guðrún mætast í Sprengisandi Flestir ánægðir með Kristrúnu en fæstir Ingu Fundu kannabisplöntur við húsleit Dettifoss komið til hafnar Mörg hundruð börn hittist og drekki sig full í sumarpartýum Ofbeldi í garð fangavarða eykst Hnífstungumaður úrskurðaður í gæsluvarðhald Fjögur mál kláruð fyrir þingslit: „Skynsamleg lúkning sem forseti leggur til“ Þinglokasamningur í höfn Þingfundi slitið eftir ítrekaðar frestanir og snörp orðaskipti Eldfimt ástand á þingi, árásir á fangaverði og full ungmenni á víðavangi Segir enga sérstaka ástæðu fyrir áhuga á 71. greininni Minnisblað Flokks fólksins: „Við þurfum að fá svar við þessu“ Þingfundur hafinn eftir ítrekaðar frestanir Dettifoss nálgast endamarkið Þurfi að taka á þeim sem telji sig geta keypt líkama annarra Hríðskotabyssa í poka kom Íslendingi á lista CIA Nafn mannsins sem lést í mótorhjólaslysinu Vonar að minnihlutinn sýni ábyrgð svo ekki þurfi að beita ákvæðinu aftur Telja jákvæðu skrefin of fá Sjálfvirk bílaþvottastöð opnuð á Selfossi Alvarlega særður eftir hnífstunguárás Sjá meira