Íbúar á Þórsgötu æfir vegna aðgerðaleysis borgarinnar 20. apríl 2011 20:15 Húsið brann fyrir nokkrum árum síðan. Íbúar á Þórsgötu 12 í Þingholtunum hafa ítrekað sent borgaryfirvöldum bréf vegna niðurnídds húss við Baldursgötu 32. Húsið er í eigu fasteignafélagsins Baldursgötu ehf. sem er jafnframt skráður eigandi fyrir Baldursgötu 34, sem er í útleigu. Fyrirtækið hefur í tæpt ár verið beitt dagsektum af borgaryfirvöldum, sem eru nú komnar í innheimtu og skipta milljónum, samkvæmt upplýsingum frá byggingafulltrúa borgarinnar. Baldursgata 32 hefur staðið auð í um það bil sex ár. Húsið brann árið 2008 og hefur ekkert verið gert til þess að endurbæta það. Einar Logi Vignisson, íbúi á Þórsgötu 12, segir ólíðandi að borgaryfirvöld aðhafist ekkert í málinu. Hann segir mikla slysahættu og sjónmengun stafa af húsinu og ekkert hafi verið að gert, þrátt fyrir ítrekuð tilmæli íbúa. „Borgin hefur það alveg í hendi sér að rífa húsið og senda félaginu reikninginn. Það hlýtur bara að vera hægt,“ segir Einar. Magnús Sædal Svavarsson, byggingafulltrúi Reykjavíkurborgar, segir mál sem tengist mannvirkjum sem þessum flókin og ekkert eitt sé hægt að gera til þess að kippa þeim í liðinn. Verið sé að beita fyrirtækið Baldursgötu ehf. dagsektum, sem séu nú komnar í innheimtu. Fyrirtækið sé að brjóta ákvæði byggingareglugerðar með því að vera með mannvirki í niðurníðslu. Hins vegar geti yfirvöld líklega ekki rifið húsið að óbreyttu. „Dagsektirnar eru málsmeðferð sem búið er að samþykkja. En ég held að [Baldursgata ehf.] sé komið í gjaldþrotameðferð, sem gerir það að verkum að veðin á húsinu færast yfir á lóðina, verði það rifið,“ segir Magnús. „Þá standa fáar byggingar undir þeim kostnaði sem því fylgir.“ Gangi eigendur Baldursgötu ekki frá dagsektunum á næstunni fer eignin á uppboð. „Það er sorgarsaga sem tengist svona mannvirkjum,“ segir Magnús. „Og það er nú komið að því að við fáum einhverja niðurstöðu í þetta mál.“ sunna@frettabladid.is Fréttir Mest lesið Vél Trump snúið við en ræðan enn á dagskrá Erlent Vinnuslys þar sem maður „missti höndina inn í vals“ Innlent Óvæntur blaðamannafundur: Las „afrekabókina“ og sýndi myndir af glæpamönnum Erlent Baráttan um Framsókn muni snúast um sögulega stöðu Innlent Neituðu að greiða starfsfólki á leið í eigin rekstur uppsagnarfrest Innlent „Kanntu ekki mannasiði mannfjandi?“ Innlent Einn látinn eftir annað lestarslys á Spáni Erlent Kvaðst hafa drepið fjölskylduna og ætlað að stinga sig í hjartað Innlent Sverrir Bergmann hættir í bæjarstjórn Innlent Ráðherra segir ríkisvaldið gefa í með framkvæmdir Innlent Fleiri fréttir Vinnuslys þar sem maður „missti höndina inn í vals“ Baráttan um Framsókn muni snúast um sögulega stöðu Ráðherra segir ríkisvaldið gefa í með framkvæmdir Sverrir Bergmann hættir í bæjarstjórn Norðfirðingar gleðjast að sjá loðnuna birtast Annasamasti dagur á bráðamóttöku í lækna minnum Neituðu að greiða starfsfólki á leið í eigin rekstur uppsagnarfrest Gríðarleg fjölgun hótana og dæmi um að setið sé fyrir lögreglumönnum Kvaðst hafa drepið fjölskylduna og ætlað að stinga sig í hjartað Ofbeldi gegn lögreglumönnum magnast og baráttan hafin um Framsókn Nemi í jarðfræði hlaut Nýsköpunarverðlaunin „Kanntu ekki mannasiði mannfjandi?“ Brynjar skýtur föstum skotum á Flokk fólksins „Fyrsta ár ríkisstjórnarinnar hefur mistekist“ Magnús Eiríksson borinn til grafar Heitt í hamsi vegna Grænlands Hafi nauðgað sex ára stúlku og eiginkonu sinni og birt af því myndir Dýr framtíðarlausn að færa þjóðveginn vegna grjóthruns Borgarstjórn biður vöggustofubörnin afsökunar Eldgos á næstu vikum enn líklegasta niðurstaðan Sjö tilkynningar um heimilisofbeldi að jafnaði á dag „Ekki gott að fólk sé endalaust að sulla svona í víni“ Styrkleiki að formaður Framsóknar eigi sæti á þingi Þrjátíu á slysadeild vegna hálku og sjúkrabílar á leiðinni með fleiri Mannréttindaráðið ræðir Íran að frumkvæði Íslands Fimm starfslokasamningar kostað Hafró 35 milljónir Ögranir Trumps halda áfram og tugir leituðu á bráðamóttöku í hálkunni Á þriðja tug á bráðamóttöku vegna hálkuslysa Ingibjörg býður sig fram í formanninn Þrír fullir Íslendingar lausir úr haldi Sjá meira
Íbúar á Þórsgötu 12 í Þingholtunum hafa ítrekað sent borgaryfirvöldum bréf vegna niðurnídds húss við Baldursgötu 32. Húsið er í eigu fasteignafélagsins Baldursgötu ehf. sem er jafnframt skráður eigandi fyrir Baldursgötu 34, sem er í útleigu. Fyrirtækið hefur í tæpt ár verið beitt dagsektum af borgaryfirvöldum, sem eru nú komnar í innheimtu og skipta milljónum, samkvæmt upplýsingum frá byggingafulltrúa borgarinnar. Baldursgata 32 hefur staðið auð í um það bil sex ár. Húsið brann árið 2008 og hefur ekkert verið gert til þess að endurbæta það. Einar Logi Vignisson, íbúi á Þórsgötu 12, segir ólíðandi að borgaryfirvöld aðhafist ekkert í málinu. Hann segir mikla slysahættu og sjónmengun stafa af húsinu og ekkert hafi verið að gert, þrátt fyrir ítrekuð tilmæli íbúa. „Borgin hefur það alveg í hendi sér að rífa húsið og senda félaginu reikninginn. Það hlýtur bara að vera hægt,“ segir Einar. Magnús Sædal Svavarsson, byggingafulltrúi Reykjavíkurborgar, segir mál sem tengist mannvirkjum sem þessum flókin og ekkert eitt sé hægt að gera til þess að kippa þeim í liðinn. Verið sé að beita fyrirtækið Baldursgötu ehf. dagsektum, sem séu nú komnar í innheimtu. Fyrirtækið sé að brjóta ákvæði byggingareglugerðar með því að vera með mannvirki í niðurníðslu. Hins vegar geti yfirvöld líklega ekki rifið húsið að óbreyttu. „Dagsektirnar eru málsmeðferð sem búið er að samþykkja. En ég held að [Baldursgata ehf.] sé komið í gjaldþrotameðferð, sem gerir það að verkum að veðin á húsinu færast yfir á lóðina, verði það rifið,“ segir Magnús. „Þá standa fáar byggingar undir þeim kostnaði sem því fylgir.“ Gangi eigendur Baldursgötu ekki frá dagsektunum á næstunni fer eignin á uppboð. „Það er sorgarsaga sem tengist svona mannvirkjum,“ segir Magnús. „Og það er nú komið að því að við fáum einhverja niðurstöðu í þetta mál.“ sunna@frettabladid.is
Fréttir Mest lesið Vél Trump snúið við en ræðan enn á dagskrá Erlent Vinnuslys þar sem maður „missti höndina inn í vals“ Innlent Óvæntur blaðamannafundur: Las „afrekabókina“ og sýndi myndir af glæpamönnum Erlent Baráttan um Framsókn muni snúast um sögulega stöðu Innlent Neituðu að greiða starfsfólki á leið í eigin rekstur uppsagnarfrest Innlent „Kanntu ekki mannasiði mannfjandi?“ Innlent Einn látinn eftir annað lestarslys á Spáni Erlent Kvaðst hafa drepið fjölskylduna og ætlað að stinga sig í hjartað Innlent Sverrir Bergmann hættir í bæjarstjórn Innlent Ráðherra segir ríkisvaldið gefa í með framkvæmdir Innlent Fleiri fréttir Vinnuslys þar sem maður „missti höndina inn í vals“ Baráttan um Framsókn muni snúast um sögulega stöðu Ráðherra segir ríkisvaldið gefa í með framkvæmdir Sverrir Bergmann hættir í bæjarstjórn Norðfirðingar gleðjast að sjá loðnuna birtast Annasamasti dagur á bráðamóttöku í lækna minnum Neituðu að greiða starfsfólki á leið í eigin rekstur uppsagnarfrest Gríðarleg fjölgun hótana og dæmi um að setið sé fyrir lögreglumönnum Kvaðst hafa drepið fjölskylduna og ætlað að stinga sig í hjartað Ofbeldi gegn lögreglumönnum magnast og baráttan hafin um Framsókn Nemi í jarðfræði hlaut Nýsköpunarverðlaunin „Kanntu ekki mannasiði mannfjandi?“ Brynjar skýtur föstum skotum á Flokk fólksins „Fyrsta ár ríkisstjórnarinnar hefur mistekist“ Magnús Eiríksson borinn til grafar Heitt í hamsi vegna Grænlands Hafi nauðgað sex ára stúlku og eiginkonu sinni og birt af því myndir Dýr framtíðarlausn að færa þjóðveginn vegna grjóthruns Borgarstjórn biður vöggustofubörnin afsökunar Eldgos á næstu vikum enn líklegasta niðurstaðan Sjö tilkynningar um heimilisofbeldi að jafnaði á dag „Ekki gott að fólk sé endalaust að sulla svona í víni“ Styrkleiki að formaður Framsóknar eigi sæti á þingi Þrjátíu á slysadeild vegna hálku og sjúkrabílar á leiðinni með fleiri Mannréttindaráðið ræðir Íran að frumkvæði Íslands Fimm starfslokasamningar kostað Hafró 35 milljónir Ögranir Trumps halda áfram og tugir leituðu á bráðamóttöku í hálkunni Á þriðja tug á bráðamóttöku vegna hálkuslysa Ingibjörg býður sig fram í formanninn Þrír fullir Íslendingar lausir úr haldi Sjá meira