Ungt fólk vill vinna í Evrópu 28. maí 2011 08:00 Um 85 prósent íslenskra ungmenna hafa áhuga á því að vinna í öðru Evrópulandi í framtíðinni. Þar af hafa rúm fjörutíu prósent áhuga á því að flytja til útlanda vegna vinnu til langs tíma. Þetta kemur fram í nýrri könnun Evrópusambandsins, Flash Eurobarometer on Youth, sem gerð var meðal ungs fólks í 31 Evrópulandi í byrjun ársins. Hlutfall þeirra sem vilja flytja til útlanda vegna vinnu reyndist hæst meðal ungmenna á Íslandi, en Svíar, Búlgarar, Rúmenar og Finnar fylgja fast á hæla þeirra. Lægst var hlutfallið meðal ungra Tyrkja, en einungis fimmtán prósent þeirra hafa áhuga á því að flytja út landi. Athygli vekur að 38 prósent ungra Íslendinga segjast hafa dvalið erlendis í að minnsta kosti mánuð vegna vinnu, náms eða sjálfboðastarfs. Þar eru ekki með talin ferðalög og frí. Hlutfallið er einungis hærra í Lúxemborg, þar sem 39 prósent hafa unnið erlendis. Ástæðurnar fyrir því að íslensk ungmenni höfðu ekki dvalið erlendis voru ýmist þær að áhuginn væri ekki fyrir hendi, fjárhagslegir erfiðleikar eða fjölskylduábyrgð. Halldór S. Guðmundsson, lektor við félagsráðgjafardeild Háskóla Íslands, segir margar ástæður geta legið að baki því að svona hátt hlutfall ungs fólks vilji burt úr landi. Halldór hefur unnið mikið að rannsóknum á atvinnuleysi hérlendis og kennir á því sviði. „Ísland er mjög alþjóðlegt land og það er ekkert nýtt. Við erum eyland, ferðumst mikið og erum snemma búin að gera ráð fyrir því að við munum líklega flytjast búferlum á einhverjum tímapunkti," segir Halldór. Hann segir þá umræðu sem hefur skapast um atvinnuleysi ungs fólks líka geta haft áhrif á löngunina til að leita á önnur mið. Hátt hlutfall þeirra sem eru tilbúnir til að flytja til útlanda til langs tíma bendi sérstaklega til þess. „Það sem hefur einkennt ungt fólk án atvinnu, er að sá hópur hefur haft mjög lítið af tækifærum í allnokkurn tíma," segir Halldór. „Það sér ekki alveg í ljósið í göngunum hjá okkur enn þá eftir hrunið. En inn í þetta getur líka spilað ævintýraþrá og óskin um að komast í eitthvað betra og prófa eitthvað nýtt." sunna@frettabladid.is Mest lesið Titringur í hreppnum vegna lögheimilisflutninga Innlent Gagnrýna lítinn fyrirvara á skipulagi kvennafrídagsins Innlent Pallborðið: Stungið höfðinu í sandinn í tuttugu ár Innlent Falsað myndband af kennara og nemanda fór í dreifingu Innlent Sigmundur seinn: „Er þingmaðurinn í salnum?“ Innlent Stöðugleiki norðlægrar hringrásar skammgóður vermir fyrir Ísland Innlent Halla tekur sér frí og vill að karlmenn axli ábyrgð Innlent Verktakar hafi greinilega nóg því þeir kjósi frekar að bíða en lækka Innlent „Ísrael mun missa allan stuðning“ Erlent Annað safn rænt í Frakklandi um helgina Erlent Fleiri fréttir Lúkas Geir áfrýjar eins og hinir tveir Kvenleiðtogar á kvennafrídegi: Kristrún með fjölskyldunni, Inga vill kíkja á Arnarhól og Þorgerður með í baráttuanda Landsnet fagnar sigri í baráttu við landeigendur Falsað myndband af kennara og nemanda fór í dreifingu Nýr lögreglustjóri á Austurlandi verði skipaður á allra næstu dögum Gagnrýna lítinn fyrirvara á skipulagi kvennafrídagsins „Við finnum fyrir mikilli spennu frá heimsbyggðinni“ Verktakar hafi greinilega nóg því þeir kjósi frekar að bíða en lækka Pallborðið: Stungið höfðinu í sandinn í tuttugu ár Guðmundur til ráðherra og framkvæmdastjóri HK tekur við Sjaldan eins erfitt að kaupa fasteign og konur undirbúa verkfall Titringur í hreppnum vegna lögheimilisflutninga Sigmundur seinn: „Er þingmaðurinn í salnum?“ Halla tekur sér frí og vill að karlmenn axli ábyrgð Embættismenn sitji að hámarki í fjórtán ár og aðstoðarmenn hætti fyrir kosningar Engin lausn og ákveðin sjálfsblekking að banna börnum að nota tölvuleiki Stöðugleiki norðlægrar hringrásar skammgóður vermir fyrir Ísland Kröfur kvennaárs komnar í innheimtu og gjalddaginn fallinn Segir tilvalin íbúðasvæði opnast með Sundabraut Niðurrif hafið á gamla Morgunblaðshúsinu Næstum öllum sagt upp hjá dótturfélagi Play „Ég skoðanakúgaði sjálfa mig í þágu friðar og þæginda félagslega“ Burðardýr fengu þungan dóm fyrir kókaínsmygl Skora á ráðherra og segir skjaldborg slegið um vændiskaupendur Fresta fundi til tíu í fyrramálið Stórskemmtilegur innhringjandi og óhefðbundin útför Viðgerð muni taka einhverja mánuði „Afar ólíklegt“ að Nadine taki slaginn í borginni fyrir Miðflokkinn Grunuð um íkveikju í Nettó, Nytjamarkaðnum og eigin húsi Segir borgina refsa foreldrum til að mæta rekstrarvanda Sjá meira
Um 85 prósent íslenskra ungmenna hafa áhuga á því að vinna í öðru Evrópulandi í framtíðinni. Þar af hafa rúm fjörutíu prósent áhuga á því að flytja til útlanda vegna vinnu til langs tíma. Þetta kemur fram í nýrri könnun Evrópusambandsins, Flash Eurobarometer on Youth, sem gerð var meðal ungs fólks í 31 Evrópulandi í byrjun ársins. Hlutfall þeirra sem vilja flytja til útlanda vegna vinnu reyndist hæst meðal ungmenna á Íslandi, en Svíar, Búlgarar, Rúmenar og Finnar fylgja fast á hæla þeirra. Lægst var hlutfallið meðal ungra Tyrkja, en einungis fimmtán prósent þeirra hafa áhuga á því að flytja út landi. Athygli vekur að 38 prósent ungra Íslendinga segjast hafa dvalið erlendis í að minnsta kosti mánuð vegna vinnu, náms eða sjálfboðastarfs. Þar eru ekki með talin ferðalög og frí. Hlutfallið er einungis hærra í Lúxemborg, þar sem 39 prósent hafa unnið erlendis. Ástæðurnar fyrir því að íslensk ungmenni höfðu ekki dvalið erlendis voru ýmist þær að áhuginn væri ekki fyrir hendi, fjárhagslegir erfiðleikar eða fjölskylduábyrgð. Halldór S. Guðmundsson, lektor við félagsráðgjafardeild Háskóla Íslands, segir margar ástæður geta legið að baki því að svona hátt hlutfall ungs fólks vilji burt úr landi. Halldór hefur unnið mikið að rannsóknum á atvinnuleysi hérlendis og kennir á því sviði. „Ísland er mjög alþjóðlegt land og það er ekkert nýtt. Við erum eyland, ferðumst mikið og erum snemma búin að gera ráð fyrir því að við munum líklega flytjast búferlum á einhverjum tímapunkti," segir Halldór. Hann segir þá umræðu sem hefur skapast um atvinnuleysi ungs fólks líka geta haft áhrif á löngunina til að leita á önnur mið. Hátt hlutfall þeirra sem eru tilbúnir til að flytja til útlanda til langs tíma bendi sérstaklega til þess. „Það sem hefur einkennt ungt fólk án atvinnu, er að sá hópur hefur haft mjög lítið af tækifærum í allnokkurn tíma," segir Halldór. „Það sér ekki alveg í ljósið í göngunum hjá okkur enn þá eftir hrunið. En inn í þetta getur líka spilað ævintýraþrá og óskin um að komast í eitthvað betra og prófa eitthvað nýtt." sunna@frettabladid.is
Mest lesið Titringur í hreppnum vegna lögheimilisflutninga Innlent Gagnrýna lítinn fyrirvara á skipulagi kvennafrídagsins Innlent Pallborðið: Stungið höfðinu í sandinn í tuttugu ár Innlent Falsað myndband af kennara og nemanda fór í dreifingu Innlent Sigmundur seinn: „Er þingmaðurinn í salnum?“ Innlent Stöðugleiki norðlægrar hringrásar skammgóður vermir fyrir Ísland Innlent Halla tekur sér frí og vill að karlmenn axli ábyrgð Innlent Verktakar hafi greinilega nóg því þeir kjósi frekar að bíða en lækka Innlent „Ísrael mun missa allan stuðning“ Erlent Annað safn rænt í Frakklandi um helgina Erlent Fleiri fréttir Lúkas Geir áfrýjar eins og hinir tveir Kvenleiðtogar á kvennafrídegi: Kristrún með fjölskyldunni, Inga vill kíkja á Arnarhól og Þorgerður með í baráttuanda Landsnet fagnar sigri í baráttu við landeigendur Falsað myndband af kennara og nemanda fór í dreifingu Nýr lögreglustjóri á Austurlandi verði skipaður á allra næstu dögum Gagnrýna lítinn fyrirvara á skipulagi kvennafrídagsins „Við finnum fyrir mikilli spennu frá heimsbyggðinni“ Verktakar hafi greinilega nóg því þeir kjósi frekar að bíða en lækka Pallborðið: Stungið höfðinu í sandinn í tuttugu ár Guðmundur til ráðherra og framkvæmdastjóri HK tekur við Sjaldan eins erfitt að kaupa fasteign og konur undirbúa verkfall Titringur í hreppnum vegna lögheimilisflutninga Sigmundur seinn: „Er þingmaðurinn í salnum?“ Halla tekur sér frí og vill að karlmenn axli ábyrgð Embættismenn sitji að hámarki í fjórtán ár og aðstoðarmenn hætti fyrir kosningar Engin lausn og ákveðin sjálfsblekking að banna börnum að nota tölvuleiki Stöðugleiki norðlægrar hringrásar skammgóður vermir fyrir Ísland Kröfur kvennaárs komnar í innheimtu og gjalddaginn fallinn Segir tilvalin íbúðasvæði opnast með Sundabraut Niðurrif hafið á gamla Morgunblaðshúsinu Næstum öllum sagt upp hjá dótturfélagi Play „Ég skoðanakúgaði sjálfa mig í þágu friðar og þæginda félagslega“ Burðardýr fengu þungan dóm fyrir kókaínsmygl Skora á ráðherra og segir skjaldborg slegið um vændiskaupendur Fresta fundi til tíu í fyrramálið Stórskemmtilegur innhringjandi og óhefðbundin útför Viðgerð muni taka einhverja mánuði „Afar ólíklegt“ að Nadine taki slaginn í borginni fyrir Miðflokkinn Grunuð um íkveikju í Nettó, Nytjamarkaðnum og eigin húsi Segir borgina refsa foreldrum til að mæta rekstrarvanda Sjá meira
Kvenleiðtogar á kvennafrídegi: Kristrún með fjölskyldunni, Inga vill kíkja á Arnarhól og Þorgerður með í baráttuanda