Ungt fólk vill vinna í Evrópu 28. maí 2011 08:00 Um 85 prósent íslenskra ungmenna hafa áhuga á því að vinna í öðru Evrópulandi í framtíðinni. Þar af hafa rúm fjörutíu prósent áhuga á því að flytja til útlanda vegna vinnu til langs tíma. Þetta kemur fram í nýrri könnun Evrópusambandsins, Flash Eurobarometer on Youth, sem gerð var meðal ungs fólks í 31 Evrópulandi í byrjun ársins. Hlutfall þeirra sem vilja flytja til útlanda vegna vinnu reyndist hæst meðal ungmenna á Íslandi, en Svíar, Búlgarar, Rúmenar og Finnar fylgja fast á hæla þeirra. Lægst var hlutfallið meðal ungra Tyrkja, en einungis fimmtán prósent þeirra hafa áhuga á því að flytja út landi. Athygli vekur að 38 prósent ungra Íslendinga segjast hafa dvalið erlendis í að minnsta kosti mánuð vegna vinnu, náms eða sjálfboðastarfs. Þar eru ekki með talin ferðalög og frí. Hlutfallið er einungis hærra í Lúxemborg, þar sem 39 prósent hafa unnið erlendis. Ástæðurnar fyrir því að íslensk ungmenni höfðu ekki dvalið erlendis voru ýmist þær að áhuginn væri ekki fyrir hendi, fjárhagslegir erfiðleikar eða fjölskylduábyrgð. Halldór S. Guðmundsson, lektor við félagsráðgjafardeild Háskóla Íslands, segir margar ástæður geta legið að baki því að svona hátt hlutfall ungs fólks vilji burt úr landi. Halldór hefur unnið mikið að rannsóknum á atvinnuleysi hérlendis og kennir á því sviði. „Ísland er mjög alþjóðlegt land og það er ekkert nýtt. Við erum eyland, ferðumst mikið og erum snemma búin að gera ráð fyrir því að við munum líklega flytjast búferlum á einhverjum tímapunkti," segir Halldór. Hann segir þá umræðu sem hefur skapast um atvinnuleysi ungs fólks líka geta haft áhrif á löngunina til að leita á önnur mið. Hátt hlutfall þeirra sem eru tilbúnir til að flytja til útlanda til langs tíma bendi sérstaklega til þess. „Það sem hefur einkennt ungt fólk án atvinnu, er að sá hópur hefur haft mjög lítið af tækifærum í allnokkurn tíma," segir Halldór. „Það sér ekki alveg í ljósið í göngunum hjá okkur enn þá eftir hrunið. En inn í þetta getur líka spilað ævintýraþrá og óskin um að komast í eitthvað betra og prófa eitthvað nýtt." sunna@frettabladid.is Mest lesið „Margir sem því miður eru ekki jafn heppnir og ég“ Innlent „Við bara svolítið sitjum uppi með þetta“ Innlent Enn fleirum sagt upp hjá Árvakri Innlent Börn niður í leikskólaaldur um helmingur þeirra sem slasast Innlent Eftirminnilegasta augnablikið á ferlinum: „Hann sat á móti mér nokkuð rauður og þrútinn og hvæsti“ Innlent Grunaður um stórfellda líkamsárás og frelsissviptingu Innlent Árangur aðgerða ekki staðist væntingar almennings Innlent Þessir Íslendingar kvöddu á árinu 2025 Innlent Sátt við fyrsta árið og taka stöðuna vegna forfalla ráðherra á næstu dögum Innlent Ríkisstjórnin sek um ósanngjarna mismunun Innlent Fleiri fréttir Grunaður um stórfellda líkamsárás og frelsissviptingu „Við bara svolítið sitjum uppi með þetta“ Börn niður í leikskólaaldur um helmingur þeirra sem slasast „Margir sem því miður eru ekki jafn heppnir og ég“ Sátt við fyrsta árið og taka stöðuna vegna forfalla ráðherra á næstu dögum Tíu létust í umferðinni á árinu og alvarlegustu slysunum fækkar ekki Árangur aðgerða ekki staðist væntingar almennings Enn fleirum sagt upp hjá Árvakri Ríkisstjórnin sek um ósanngjarna mismunun Vonbrigði í menntamálum og áramótasprengja Hafa áhyggjur af frelsissviptingu barna í brottfararstöð Kristrún ræðir við Pétur um borgarstjórnarframboð Níu ráðherrar funda með Höllu Söfnun fyrir Kjartan gengur vel Komu auga á strandaða ferðamenn við Heklu Hvetja fólk til að plokka flugeldarusl á nýársdag Eftirminnilegasta augnablikið á ferlinum: „Hann sat á móti mér nokkuð rauður og þrútinn og hvæsti“ Víðir hefur nú loks tíma fyrir Lunch United Samfélagsmiðlabann án fræðslu stoðar lítið Samfélagsmiðlabann nýtur mikils stuðnings og flugeldasalan í fullum gangi Hægt að gefa hundum róandi og lyf til að gleyma um áramót Sjómenn mótmæla breytingum á samsköttun hjóna 70 prósent landsmanna hlynnt banni Þessir Íslendingar kvöddu á árinu 2025 Slökkvilið höfuðborgarsvæðisins: „Þorgerður er afar indæl“ Tvö handtekin fyrir þjófnað og þrír fyrir sölu og dreifingu Stoltastur af veiðigjaldinu og telur aðrar skattabreytingar hafa lítil áhrif á heimilin Föðurnum enn haldið sofandi í öndunarvél Fylgi stjórnarflokkanna dalar Föðurnum í Suður-Afríku enn haldið sofandi Sjá meira
Um 85 prósent íslenskra ungmenna hafa áhuga á því að vinna í öðru Evrópulandi í framtíðinni. Þar af hafa rúm fjörutíu prósent áhuga á því að flytja til útlanda vegna vinnu til langs tíma. Þetta kemur fram í nýrri könnun Evrópusambandsins, Flash Eurobarometer on Youth, sem gerð var meðal ungs fólks í 31 Evrópulandi í byrjun ársins. Hlutfall þeirra sem vilja flytja til útlanda vegna vinnu reyndist hæst meðal ungmenna á Íslandi, en Svíar, Búlgarar, Rúmenar og Finnar fylgja fast á hæla þeirra. Lægst var hlutfallið meðal ungra Tyrkja, en einungis fimmtán prósent þeirra hafa áhuga á því að flytja út landi. Athygli vekur að 38 prósent ungra Íslendinga segjast hafa dvalið erlendis í að minnsta kosti mánuð vegna vinnu, náms eða sjálfboðastarfs. Þar eru ekki með talin ferðalög og frí. Hlutfallið er einungis hærra í Lúxemborg, þar sem 39 prósent hafa unnið erlendis. Ástæðurnar fyrir því að íslensk ungmenni höfðu ekki dvalið erlendis voru ýmist þær að áhuginn væri ekki fyrir hendi, fjárhagslegir erfiðleikar eða fjölskylduábyrgð. Halldór S. Guðmundsson, lektor við félagsráðgjafardeild Háskóla Íslands, segir margar ástæður geta legið að baki því að svona hátt hlutfall ungs fólks vilji burt úr landi. Halldór hefur unnið mikið að rannsóknum á atvinnuleysi hérlendis og kennir á því sviði. „Ísland er mjög alþjóðlegt land og það er ekkert nýtt. Við erum eyland, ferðumst mikið og erum snemma búin að gera ráð fyrir því að við munum líklega flytjast búferlum á einhverjum tímapunkti," segir Halldór. Hann segir þá umræðu sem hefur skapast um atvinnuleysi ungs fólks líka geta haft áhrif á löngunina til að leita á önnur mið. Hátt hlutfall þeirra sem eru tilbúnir til að flytja til útlanda til langs tíma bendi sérstaklega til þess. „Það sem hefur einkennt ungt fólk án atvinnu, er að sá hópur hefur haft mjög lítið af tækifærum í allnokkurn tíma," segir Halldór. „Það sér ekki alveg í ljósið í göngunum hjá okkur enn þá eftir hrunið. En inn í þetta getur líka spilað ævintýraþrá og óskin um að komast í eitthvað betra og prófa eitthvað nýtt." sunna@frettabladid.is
Mest lesið „Margir sem því miður eru ekki jafn heppnir og ég“ Innlent „Við bara svolítið sitjum uppi með þetta“ Innlent Enn fleirum sagt upp hjá Árvakri Innlent Börn niður í leikskólaaldur um helmingur þeirra sem slasast Innlent Eftirminnilegasta augnablikið á ferlinum: „Hann sat á móti mér nokkuð rauður og þrútinn og hvæsti“ Innlent Grunaður um stórfellda líkamsárás og frelsissviptingu Innlent Árangur aðgerða ekki staðist væntingar almennings Innlent Þessir Íslendingar kvöddu á árinu 2025 Innlent Sátt við fyrsta árið og taka stöðuna vegna forfalla ráðherra á næstu dögum Innlent Ríkisstjórnin sek um ósanngjarna mismunun Innlent Fleiri fréttir Grunaður um stórfellda líkamsárás og frelsissviptingu „Við bara svolítið sitjum uppi með þetta“ Börn niður í leikskólaaldur um helmingur þeirra sem slasast „Margir sem því miður eru ekki jafn heppnir og ég“ Sátt við fyrsta árið og taka stöðuna vegna forfalla ráðherra á næstu dögum Tíu létust í umferðinni á árinu og alvarlegustu slysunum fækkar ekki Árangur aðgerða ekki staðist væntingar almennings Enn fleirum sagt upp hjá Árvakri Ríkisstjórnin sek um ósanngjarna mismunun Vonbrigði í menntamálum og áramótasprengja Hafa áhyggjur af frelsissviptingu barna í brottfararstöð Kristrún ræðir við Pétur um borgarstjórnarframboð Níu ráðherrar funda með Höllu Söfnun fyrir Kjartan gengur vel Komu auga á strandaða ferðamenn við Heklu Hvetja fólk til að plokka flugeldarusl á nýársdag Eftirminnilegasta augnablikið á ferlinum: „Hann sat á móti mér nokkuð rauður og þrútinn og hvæsti“ Víðir hefur nú loks tíma fyrir Lunch United Samfélagsmiðlabann án fræðslu stoðar lítið Samfélagsmiðlabann nýtur mikils stuðnings og flugeldasalan í fullum gangi Hægt að gefa hundum róandi og lyf til að gleyma um áramót Sjómenn mótmæla breytingum á samsköttun hjóna 70 prósent landsmanna hlynnt banni Þessir Íslendingar kvöddu á árinu 2025 Slökkvilið höfuðborgarsvæðisins: „Þorgerður er afar indæl“ Tvö handtekin fyrir þjófnað og þrír fyrir sölu og dreifingu Stoltastur af veiðigjaldinu og telur aðrar skattabreytingar hafa lítil áhrif á heimilin Föðurnum enn haldið sofandi í öndunarvél Fylgi stjórnarflokkanna dalar Föðurnum í Suður-Afríku enn haldið sofandi Sjá meira
Eftirminnilegasta augnablikið á ferlinum: „Hann sat á móti mér nokkuð rauður og þrútinn og hvæsti“ Innlent
Eftirminnilegasta augnablikið á ferlinum: „Hann sat á móti mér nokkuð rauður og þrútinn og hvæsti“
Eftirminnilegasta augnablikið á ferlinum: „Hann sat á móti mér nokkuð rauður og þrútinn og hvæsti“ Innlent