Innlent

Sala á neftóbaki tvöfaldaðist

Íslenskt neftóbak
Íslenskt neftóbak
Sala á neftóbaki rúmlega tvöfaldaðist á sjö ára bili frá 2003 til 2010, úr 11,7 tonnum upp í 25,5 tonn.

Þetta kom fram í svari Guðbjarts Hannessonar velferðarráðherra í dag við fyrirspurn Sivjar Friðleifsdóttur um tóbaksnotkun hér á landi síðustu sjö ár.

Þar kom líka fram að sífellt dragi úr reykingum þar sem rúm 14 prósent Íslendinga reyktu á síðasta ári og íþróttaiðkendur væru síður líklegir til að reykja.- þj



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×