Innlent

Norðurlandamet í svefnlyfjanotkun

Hvergi á Norðurlöndum notar eldra fólk meira af kvíðastillandi lyfjum og svefnlyfjum en á Íslandi. Notkunin hér er áberandi og fer vaxandi á sama tíma og dregur úr henni á hinum Norðurlöndunum. Íslendingar nota tvöfalt meira af þessum lyfjum en Danir og þriðjungi meira en Finnar.

„Danir fóru í mikið átak til að minnka notkun svefnlyfja en aðalhvatinn var sá að óbeinn kostnaður af notkun þeirra er mikill og þá sérstaklega hjá gömlu fólki,“ segir Mímir Arnórsson, lyfjafræðingur hjá Lyfjastofnun.

„Lyfin valda því að fólk verður valt á fótunum og oft hljótast af því beinbrot sem kosta heilbrigðiskerfið mikla fjármuni enda líkur á því að gömul manneskja sem dettur og lærbrotnar verði föst inni á sjúkrastofnun í langan tíma.“

Sala á lyfjunum hérlendis jókst úr 70,52 dagskömmtum á hverja þúsund landsmenn árið 2007 í 72,74 árið 2009. Mímir kann ekki skýringu á því hvers vegna þessi munur sé á Íslendingum og nágrannaþjóðunum.

„Þetta virðist vera lenska hjá okkur og svona hefur þetta verið svo lengi sem ég man en ég hef verið í faginu í fjörutíu ár.“

Aðalsteinn Guðmundsson öldrunarlæknir segir yfirleitt mælt með því að notkun svefnlyfja sé tímabundin en að reyndin hér á landi sé önnur. - veAthugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.